Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 58
46 18. október 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. skyldi, 6. tveir eins, 8. skítur, 9. skilaboð, 11. mun, 12. vegna, 14. nirfill, 16. í röð, 17. ról, 18. drulla, 20. gjaldmiðill, 21. snöggur. LÓÐRÉTT 1. svei, 3. tveir eins, 4. skerðing, 5. svelg, 7. aðhlynning, 10. skjön, 13. líða vel, 15. listi, 16. skraf, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. ætti, 6. uu, 8. tað, 9. sms, 11. ku, 12. sökum, 14. nánös, 16. mn, 17. ark, 18. aur, 20. kr, 21. snar. LÓÐRÉTT: 1. fuss, 3. tt, 4. takmörk, 5. iðu, 7. umönnun, 10. ská, 13. una, 15. skrá, 16. mas, 19. ra. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Jónas Ingi Ragnarsson. 2. Geir Ólafsson. 3. Birgitta Haukdal. Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. Skoski ljósmyndarinn Brian Sweeney tók myndirnar í heimalandi sínu en hann bjó á sínum tíma hér á landi og tók meðal annars ljósmyndir fyrir síðustu plötu Botnleðju, Iceland National Park. Á umslagi hennar var umdeild mynd af allsnöktum karlmanni og er Sweeney því á svipuðum slóðum á þessari nýju plötu. Heiðar Örn Kristjánson, forprakki The Viking Giant Show og fyrrverandi liðsmaður Botnleðju, vill ekki meina að Sweeney sé einhvers konar öfuguggi sem stundi það að taka nektarmyndir. „Þetta er mjög fínn ljósmyndari og hann hefur aðallega verið í músíkbras- anum að taka myndir af hljómsveitum. Hann tók líka myndir af yfirgefnum sveitabæjum hérna heima og hélt sýningu,“ segir hann. „Hann vildi endilega fá að gera þetta „cover“ og hann var með þetta í sínum hönd- um. Ég gaf honum alveg lausan tauminn.“ Heiðar Örn á ekki von á því að umslagið verði bann- að erlendis þrátt fyrir nektina. „Það sjá allir að þarna er listin í hávegum höfð og þarna er ekkert sem við- kemur einhverjum sora. Þetta eru fallegar myndir og ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki þá þarf það aðeins að líta í eigin barm.“ Næstu tónleikar The Viking Giant Show verða í Iðnó í kvöld klukkan 21.30 á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þar verða nýju lögin spiluð og vafalítið verður platan með þessu athyglisverða umslagi einnig á boðstólum. -fb Berbrjósta stúlka á umslagi Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audi- ence í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftir- minnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragn- hildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdá- endur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekkt- ir danskir tónlistarmenn boðað komu sína,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D- A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I´m Sleep- ing My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleik- um hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahags- málin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sóman- um,“ segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum við- skiptaháttum.“ Hann býst við frábærri stemmn- ingu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni.“ -fb Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben BUBBI MORTHENS Bubbi stígur á svið í Danaveldi í kvöld fyrir framan hátt í eitt þúsund manns. GRÉTA MORTHENS Dóttir Bubba stígur á svið með föður sínum á tónleikunum í kvöld. NAKIN ÚTI Í NÁTTÚRUNNI Myndir af berbrjósta skoskri stúlku prýða umslag fyrstu plötu The Viking Giant Show sem er nýkomin út. „Davíð minn, partíið er búið. Taktu Hannes Hólmstein með þér og Ólaf Ragnar. Það þarf að koma nýtt fólk hérna til að þrífa upp eftir ykkur skítinn.“ Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður „Davíð hopar ekki. Hann ætlar ekki að skilja okkur eftir í djúpum skít. Hann ætlar að hreinsa betur til,“ segir Sirrý Sigfús spákona – sem gegnir nafninu Sirrý spá. Í dag klukkan þrjú verður efnt til mótmæla á Austurvelli og þess krafist að Davíð Oddsson segi af sér sem seðlabankastjóri. Frétta- blaðið getur tilkynnt mótmælend- um það að þeir geti gleymt þeirri kröfu. Fáir þekkja Davíð betur en Sirrý spá. Hún hefur verið aðdá- andi hans númer eitt, tvö og þrjú um langt skeið og fylgst vel með honum. Það varð fréttamatur þegar hún gekk á Davíðs fund þegar hann hélt upp á sextugsaf- mæli sitt í ráðhúsinu í janúar síðastliðinn og færði honum for- láta spákristalkúlu að gjöf – kúlu sem hún hafði einmitt gefið nafnið Davíð. Óneitanlega gustar um seðlabankastjóra þessa dagana og Fréttablaðið fékk því Sirrý til að leggja spil og spá fyrir um næstu vendingar. Aðdáendur Davíðs þurfa ekki að örvænta. Það er bjart yfir Davíð. „Ég er búin að leggja hann tvisv- ar. Og hann kemur upp sem tígul- kóngur. Nú er ég ekkert að hæla honum þótt ég sé hans megin en spilin sýna að Davíð hefur gríðar- lega háa réttlætiskennd og kemur upp sem mjög heiðarlegur. Hann er mikið að hugsa þessa stundina en er rólegur og yfirvegaður,“ segir Sirrý. Hún segir að hann sé af einhverjum ástæðum tvístíg- andi en hann sé langt í frá búinn að segja sitt síðasta orð. „Það er alveg á hreinu. Eitthvert rifrildi er í uppsiglingu eða hreinskilni. Það er verið að reyna að sverta hann eins og hægt er í þjóðfélag- inu en hann tekur það ekki inn á sig. Hann stendur fastur á sínu. Hann er ekki á leið úr Seðlabank- anum. Davíð er ekki maður sem gefst upp þegjandi og hljóðalaust og þótt einhverjir, Ingibjörg Sól- rún og fleiri, vilji hann burt þá gefur hann ekkert eftir. Hann fer eftir sinni sannfæringu og fer ekki enda á ýmislegt eftir að koma í ljós sem ekki hefur þolað dags- ljósið.“ Sirrý segir mikla reiði í fólki en það ætti að gera sér grein fyrir því að ef ekki hefði verið gripið í taumana hvað varðar Glitni hefði skellurinn orðið miklu meiri. Það sem meira er. Sirrý segist sjá aðstoð sem kemur utan úr heimi. Fjárhagsaðstoð sem tengist Seðla- bankanum. Jafnvel úr tveimur áttum. Og þessum peningum mun fylgja mikil gæfa. Ekki þarf að því að spyrja hvort Sirrý ætli að mæta við mótmælin í dag. Það beinlínis fussar í spákonunni við þessari fáránlegu spurningu. „Nei! Það er sko engin hætta á því.“ jakob@frettabladid.is SIRRÝ SPÁ: FÁUM LÁN UTAN ÚR HEIMI OG ÞVÍ MUN FYLGJA GÆFA Davíð hvergi nærri hættur SIRRÝ SPÁ Davíð tekur árásir óvildarmanna ekki inn á sig og er ekki á leið úr Seðla- bankanum fyrr en hann hefur hreinsað betur til. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Svo virðist sem Spaugstofan hafi gefist upp á sínu jákvæða og uppbyggilega gríni eins og lagt var upp með fyrir viku. Að Karl Ágúst Úlfsson fái útrás fyrir alla sína jákvæðni í trommuhringjum sem hann stjórnar víðs vegar um landið. Spaugstofuþátt- urinn í kvöld verður að hluta til þemaþáttur og ber heitið Icetanic – hamfaraþáttur því þar er siglt um á skipinu Icetanic sem siglir um heimsins höf og stímir á hugsanlega og óhugsanlega ísjaka. Og meira úr bækistöðvum RÚV-ara. Svo virðist sem hinn ágæti frétta- maður Björg Eva Erlendsdóttir hafi ekki sagt skilið við útvarpið með öllu eins og allt stefndi í meðan 24 stundir voru og hétu en þar ritaði Björg Eva. Hún er nú umsjónarmaður þáttakorns sem heitir Í mótbyr og er á dagskrá í þættinum Samfélaginu í nær- mynd og Popplandi Rásar 2 en þar er fjallað um ýmsar hliðar kreppunnar sem nú þjarmar að einstaklingum og fjölskyldum. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn er nú staddur í Orlando en hann lét drauminn rætast og hefur verið á ferð á mótorhjóli um Bandaríkin eftir hinni sögufrægu slóð Route 66 ásamt félögum sínum í mótorhjólaklúbbnum Trúboðunum. Ferðin hefur gengið vel og án áfalla en henni lýkur á miklu mótorhjólamóti á Daytona Beach. Geir Jón er svo væntanlegur heim á sunnudag og bíður hans ærinn starfi og breytt staðan en þegar hann fór var hér allt í lukkunnar velstandi. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.