Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.10.2008, Qupperneq 10
10 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin tryggi að námsmönnum verði gert kleift að kaupa gjaldeyri. Þá vilja þeir að reglum LÍN verði breytt og að námslán verði greidd út mánaðarlega. Þeir gera jafnframt þá kröfu að lánin haldi í við verðbólgu. Ljóst er að lánin munu lækka að raunvirði verði ekkert aðhafst. Í ályktun sem ungir jafnaðar- menn hafa sent frá sér segir að háskólamenntað fólk muni gegna lykilhlutverki í uppbygg- ingu landsins og því sé mikil- vægt að hvetja fólk til náms erlendis. - ks Kröfur ungra jafnaðarmanna: Námsmenn treysta á lán SAMFÉLAGSMÁL 66° Norður hefur gefið flóttafólkinu á Akranesi hlýjan vetrarfatnað. Að sögn mun fólkið afskaplega fegið aðstoðinni. Það voru þær Shyamali Gitosh verkefnisstjóri og Anna Lára Steindal fram- kvæmdastjóri sem tóku á móti gjöfunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið lætur gott af sér leiða með fatagjöfum, meðal annars hafa Mæðrastyrksnefnd á Akureyri og Fjölskylduhjálpin fengið fatnað gefins. - þg Veglegar gjafir á Skagann: Flóttafólk fær vetrarfatnað SKIPULAGSMÁL „Þessu var mjög vel tekið,“ segir Sigurður Magnússon, bæjarstjóri á Álftanesi, sem á fimmtudagskvöld kynnti breyting- ar á umdeildri tillögu um skipulag við Vestur-Skógtjörn. Íbúar á Skógtjarnarsvæðinu gerðu margir athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag. Fyrst og fremst voru eigendur húsa á sjávar- lóðum ósáttir við áform um göngu- stíga í fjörukambinum. Sigurður bæjarstjóri segir að strandstígar hafi lengi verið á aðalskipulagi en að slíkt sé viðkvæmt þar sem gömul og þétt byggð sé fyrir. „Eftir að hafa hlustað á íbúana tókum við ákvörðun um að leggja ekki stíga í fjörkantinum heldur gera það sem kallað er stiklur. Þær leiða fólk um ströndina með upp- lýsingum um náttúrufar og það sem gaman er skoða á svæðinu án þess að raska jarðvegi með því að leggja stíga,“ útskýrir Sigurður. Uppnám varð á fundinum þegar eigendur sjávarlóðar í Miðskógum 8 gerðu harða hríð að bæjarstjór- anum vegna deilu við bæjaryfir- völd sem ekki hafa viljað heimila byggingu húss á lóðinni. Sló í svo heiftarlega brýnu að margir gestir hurfu frá fundinum sem leystist upp í kjölfarið. „Íbúarnir voru ósköp leiðir yfir því hvernig þetta fólk kom fram en það má segja að það hafi verið búið að kynna flest af því sem þurfti,“ segir bæjarstjórinn. - gar Öldur lægðar við sjávarlóðir hjá Skógtjörn á Álftanesi: Hætt við umdeilda fjörustíga FUNDARMENN Á ÁLFTANESI Kynning- arfundur sem Sigurður Magnússon bæjarstjóri boðaði til um deiliskipulag Vestur-Skógtjarnarsvæðis var mjög vel sóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FJÖLDASKÍRN Í JÓRDAN Þessur kristnu pílagrímar frá Brasilíu gerðu sér ferð til Ísraels nú í vikunni til að láta skíra sig í ánni Jórdan. NORDICPHOTOS/AFP Kynjajafnræði í bankaráðum Stjórn kvennahreyfingar Samfylking- arinnar skorar á forystu flokksins og ríkisstjórn að hafa jafnræði kynja að leiðarljósi við skipan í bankaráð hinna nýju banka. STJÓRNMÁL DANMÖRK Átökin milli Hell‘s Ang- els og nokkurra innflytjendaklíkna í Danmörku virðast engan enda ætla að taka. Að minnsta kosti þremur byssukúlum var skotið á höfuðstöðvar Hell‘s Angels á Svan- evej í Kaupmannahöfn á mánu- dagskvöld. Enginn særðist í árásinni. Deilurnar milli gengjanna hófust formlega í ágúst með morðinu á hinum nítján ára gamla Osman Nuri Dogan, sem var skotinn niður í Tingbjerg-hverfinu. Síðan hafa átökin geisað linnulítið og hafa gengin meðal annars gripið til skot- vopna og handsprengna. Í síðustu viku sagði Danny Abdalla, leiðtogi innflytjendaklík- unnar Den Internationale Klub (DIK), sem afplánar nú átta ára dóm fyrir ofbeldi og fjárkúgun, að átökin gætu aðeins tekið enda ef Hell‘s Angels framseldu þrjá með- limi sína sem grunaðir eru um morðið á Dogan. Abdalla vill þó ekki selja Vítisenglana í hendur lögreglunnar, heldur innflytjenda í Tingbjerg-hverfinu þar sem Dogan var skotinn, því þeir eigi rétt á að ákveða hver örlög morðingjanna verði. Abdalla vill auk þess að Hell‘s Angels greiði fjölskyldu Dogans skaðabætur upp á fjórar milljónir danskra króna, andvirði um 73 milljóna íslenskra króna. Talsmenn Hell‘s Angels láta ekk- ert hafa eftir sér um málið. - kg Leiðtogi innflytjendaklíku í Danmörku hefur lausn á deilunni við Hell‘s Angels: Fer fram á framsal og skaðabætur UPPHAF ÁTAKANNA Osman Nuri Dogan var myrtur í Tingbjerg-hverfinu í Kaup- mannahöfn. Leiðtogi DIK-klíkunnar vill að þeir sem grunaðir eru um morðið verði framseldir til íbúa hverfisins. MYND/TEITUR JÓNASSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.