Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 11

Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. október 2008 VINNUMARKAÐUR Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við HÍ, sendi nýlega aðildarfélögum BHM tölvu- póst þar sem hann bendir á að enginn fulltrúi frá Háskóla Íslands, „sem hefur jú í 50 ár verið „útungunar- stöð“ fyrir BHM og helsta miðstöð háskólamenntunar á Íslandi“, sé á fyrirhuguðu afmælismálþingi BHM, Far- seðill til framtíðar. „Mér þykir það einkenni- legt þegar BHM er að halda upp á 50 ára afmæli með málþingi um menntun að þá skuli enginn vera frá Háskóla Íslands til að tala,“ segir Gylfi. Í tölvupósti sínum bendir hann á að rektor Háskólans í Reykjavík og formaður Samtaka atvinnulífsins séu með innlegg og varpar því fram hvort þetta sé „fyrirboði um fram- tíðina – ekki bara farseðill – hver veit...,“ segir í tölvupóstinum. Gylfi segist hafa fengið mikil viðbrögð, fólki þyki þetta athyglis- vert. Hann bendir á að HÍ eigi marga góða menn til að flytja erindi á svona málþingi. Undar- legt þyki til dæmis að for- maður SA tali þarna en SA hafi gagnrýnt hið opinbera fyrir að þenjast út og að opinberir starfsmenn séu of margir. Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, segir að óskað hafi verið eftir því við rektor HÍ að hann ávarpaði samkomuna en hann hafi neitað. „Mér þykja þetta undarlegar athugasemdir,“ segir hann. „Ætli þeir sem tala á mál- þinginu hafi ekki hlotið hluta sinn- ar menntunar við HÍ.“ Stefán bendir á að BHM sé bandalag háskólamanna, ekki bandalag háskólamenntaðra starfs- manna ríkisins. Horft hafi verið til þess að þeir sem flytji ávörp hafi eitthvað fram að færa. - ghs Auglýsingasími – Mest lesið GYLFI DALMANN AÐALSTEINSSON. Dósent við HÍ gerir athugasemd við BHM: Ekki boðaðir á málþing SKÁK Vladimír Kramnik beið ósigur í fimmtu skák heimsmeistaraein- vígisins við Viswanathan Anand. Heimsmeistar- inn Anand er því kominn með tveggja vinninga forskot. Kramnik á aðeins eftir að vera með hvítt í þrem- ur skákum og hann hefur aldrei unnið Anand með svörtu í kappskák, það er skák með löngum umhugsunartíma. Staða hans er því orðin erfið. Kramnik var með hvítt og tefldi sömu byrjun og í þriðju skákinni sem hann tapaði einnig. Anand varð fyrri til að breyta út af þeirri skák og var Kramnik fljótt kominn með verri tíma. Kramnik sást síðan yfir glæsilega manns- fórn Anands og gafst upp eftir 34 leiki. - pal Anand kominn með tveggja vinninga forskot: Kramnik tapaði á ný ANAND Vann aftur með svörtu í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.