Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 8
8 24. október 2008 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Alþýðusamband Íslands, ASÍ, spáir því að verð- bólga fari upp undir 23 prósent í upphafi næsta árs, hjaðni fljótt og verði komin niður í 2,5 prósent í lok ársins. Atvinnuleysi verði 4-5 prósent á næsta ári, kjör heimil- anna og fyrirtækja skerðist. For- gangsmálið sé að ná niður verð- bólgu og styrkja gengi krónunnar. Mikil óvissa er fram undan í efnahagsmálum þjóðarinnar og því hefur ASÍ ekki tekið saman spá, heldur aðeins rit um horfurn- ar 2008-2010. ASÍ gerir ráð fyrir því að tiltrú skapist á krónuna að nýju og gengið styrkist. Gengis- vísitalan verði komin í 160 stig á árinu 2010 sem þýðir styrkingu um fimmtung frá því sem nú er. Í riti ASÍ kemur fram að kaupmátt- ur launa hafi rýrnað um fimm pró- sent síðasta árið vegna verðbólgu, kaupmátturinn muni rýrna um 7- 7,5 prósent á þessu ári og annað eins á næsta ári en aukist svo á ný árið 2010. ASÍ gengur út frá því að helm- ingur útlendinga, sjö til átta þús- und manns, hverfi fljótlega af landi brott. Búist er við að allt að tíu þúsund störf geti tapast á næstu tveimur til þremur árum, þar af sex þúsund störf í mann- virkjagerð og verður áfallið því mest í þeirri grein. Í verslun og þjónustu er talið að um fimm þús- und störf geti tapast og allt að fimm þúsund störf í fjármálaþjón- ustu og fasteignaviðskiptum. Stöð- ugleiki verður á opinberum vinnu- markaði. Í efnahagsspánni er gengið út frá því að leitað verði aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og frek- ari aðstoð fáist í kjölfarið frá alþjóðasamfélaginu. „Jafnframt er mikilvægt að leggja strax grunninn að stöðugleika til lengri tíma með því að stefna markvisst að upptöku evru. Sú ákvörðun skiptir sköpum til að auka trúverð- ugleika á íslenskt efnahagslíf sem er lykilatriði til þess að við náum jafnvægi í hagkerfinu og getum unnið okkur út úr núverandi efna- hagsþrengingum,“ segir í ritinu. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, talaði um „skipbrot“ efna- hagsstefnunnar í ræðu sinni og taldi nauðsynlegt að fara ofan í saumana á atburðarásinni til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur. „Ísland er í augum umheimsins rúið trausti,“ sagði hann og taldi einu færu leiðina að Ísland sækti um aðild að Evrópu- sambandinu, færi í aðildarviðræð- ur og færi svo í þjóðaratkvæða- greiðslu. ghs@frettabladid.is Evra skiptir sköpum að mati forseta Alþýðusambandsins ASÍ spáir fimm prósenta atvinnuleysi, yfir 20 prósenta verðbólgu og minnkandi kaupmætti. Alþjóðlegrar aðstoðar er þörf og sækja þarf um aðild að Evrópusambandinu. Landið rúið trausti, að sögn forseta ASÍ. FARA ÞARF OFAN Í SAUMANA Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, telur íslenskt efna- hagslíf hafa beðið skipbrot. Nauðsynlegt sé að fara ofan í saumana á atburðarásinni til að koma í veg fyrir að hið sama gerist aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hvað gerist þegar þriðji ísbjörninn gengur á land og móttökunefndin samanstendur af þremur hugmynda- ríkum krökkum. hann er kominn! Sprenghlægileg saga eftir einn vinsælasta barnabókahöfund landsins. VINNUMARKAÐUR Jóhanna Sigurðar- dóttir, félags- og tryggingaráð- herra, kynnir í dag fyrir ríkis- stjórninni hugmyndir sem eiga að hvetja fyrirtæki til að hagræða án uppsagna þannig að launafólk geti áfram verið virkt á vinnumarkaði. Hún greindi frá þessu á ársfundi ASÍ í gær. Jóhanna leggur meðal annars til að tímabilið, sem tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar fyrir, geti lengst þegar fólk sækir um bætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli auk þess sem tekj- urnar skerði ekki atvinnuleysis- bæturnar. Starfsmaður í fullu starfi getur þá minnkað starfshlut- fall sitt um helming og fengið á móti helmings tekjutengdar atvinnuleysisbætur að hámarki 110 þúsund krónur í allt að hálft ár án þess að launin skerðist. Jóhanna ræddi einnig ofurlaun og lífeyrisgreiðslur. Hún vill breyta því að hæstu launagreiðslur í öllu stjórnkerfinu séu laun banka- stjóra nýju ríkisbankanna. Jóhanna telur að „með stjarnfræðilegum ofurkjörum slitu menn sig í raun úr siðferðilegu sambandi við þjóð- ina og með ótrúlegum kaupréttar- samningum fóru stjórnendur bank- anna fram í útrásinni af alltof miklum glannaskap þar sem spilað var djarft með almannafé.“ - ghs ÚR SAMBANDI VIÐ ÞJÓÐINA „Með stjarnfræðilegum ofurkjörum slitu menn sig í raun úr siðferðilegu sambandi við þjóðina,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Félagsmálaráðherra á ársfundi Alþýðusambandsins: Tillaga um að breyta Atvinnuleysisbótum EFNAHAGSLÍF Ólafur Ísleifsson, lekt- or við Háskólann í Reykjavík, segir að kjarninn í efnahagsstefnu Íslendinga, umgjörð efnahagslífs- ins og skipan gjaldeyrismála, hafi brugðist. Ólafur sagði á ársfundi Alþýðu- sambandsins, ASÍ, í gær að þessi tilraun hafi í raun ekki átt sér neinn bakhjarl í Seðlabankanum því hann hafi ekki haft nægilegt afl. Fjár- málageirinn hafi verið í sérstakri áhættu því íslensku bankarnir hafi ekki átt nógu sterkan bakhjarl í Seðlabankanum. „Sú heimagerða stefna sem fólst í þessari tilraun ásamt misráðnum aðgerðum, aðgerðaleysi og ógæti- legum ummælum af hálfu þeirra sem síst skyldi hafa gert vandann hér á landi enn þungbærari en annars staðar,“ sagði hann. Ólafur sagði að þjóðin yrði að draga réttan lær- dóm af þessu og mætti ekki endurtaka tilraunina. Þá eigi að leita eftir því að fá aðild að evrópska myntkerfinu sem allra fyrst og eignast um leið bakhjarl í Evrópska seðlabankanum. „Þessi skipan yrði tímabundin þar til við fengjum fulla aðild að Evrópska myntbandalaginu í krafti aðildar að Evrópusambandinu.“ Ólafur sagði að Íslendingar yrðu að endurheimta traust umheimsins með því að þeir sem ábyrgð bera axli hana og þjóðin horfist í augu við atburðina. „Við þurfum óháða úttekt alþjóðlegra stofnana og erlendra manna sem njóta virðing- ar og trausts til að það megi liggja fyrir gagnvart umheiminum og okkur sjálfum hvernig það gat gerst að vestrænt lýðræðisríki, norður-evrópskt iðnríki, meðal hinna auðugustu í heimi, skyldi rata í þá stöðu sem við erum í.“ - ghs ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Lektor við HR segir að tilraunin frá 2001 hafi mistekist herfilega: Þurfum aðild að myntkerfinu 1. Hvað heitir nýjasta skáld- saga Einars Kárasonar? 2. Í hvaða grein verður keppt að Skarði í Miðdölum á laug- ardag? 3. Hvaða þingmaður Sjálfstæð- isflokksins segist aldrei munu samþykkja fátækt á Íslandi? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34 IÐNAÐUR Þrátt fyrir efnahags- ástandið á Íslandi hefur Alcoa Inc. enn fullan hug á að reisa hér annað álver. Þetta sagði Kevin Anton, varaforseti Alcoa, á blaðamannafundi í Bandaríkjun- um í gær. Þetta kemur fram á fréttavef MetalBulletin.com, sem sérhæfir sig í markaðsfréttum af málmiðn- aði. „Þegar horft er til framtíðar hefur Ísland ótrúlegar undirstöð- ur til að byggja á,“ er haft eftir Anton. Alcoa hefur þegar lagt fram matsáætlun vegna álvars á Bakka við Húsavík. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 346 þúsund tonna framleiðslugetu. - ss Varaforseti Alcoa: Vilja enn annað álver á Íslandi ÍSRAEL, AP Shimon Peres, forseti Ísraels, segist styðja „andann“ í friðartillögum Arababandalags- ins, sem lagðar voru fram árið 2002 til lausnar á deilum Ísraels og Palestínumanna. Ísraelskir ráðamenn hafa hingað til ekki viljað taka undir þessar tillögur, en Peres sagði í gær, á sameiginlegum blaða- mannafundi með Hozni Mubarak Egyptalandsforseta, að þær bjóði upp á tækifæri til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Tillögurnar ganga út á það að arabaríkin viðurkenni tilverurétt Ísraels gegn því að Ísraelsmenn yfirgefi öll þau svæði sem hernumin voru árið 1967. - gb Shimon Peres: Segist styðja tillögur araba SHIMON PERES Forseti Ísraels lýsir stuðningi við friðartillögur arababanda- lagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.