Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 17
16. október - 19. nóvember Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Plokkfiskur er í uppáhaldi hjá dætrum mínum núna og plokkfisk- lasagna er mjög vinsælt,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson en hann er sjálfur mjög hrifinn af fiski og ólst upp vestur á fjörðum þar sem hann stundaði sjóinn á trillu með föður sínum. „Það hefur reynst erfiðara að koma stelpunum mínum upp á þetta, en það er að takast núna með góðum árangri. Plokkfisk-lasagnað er á til- raunastigi en uppistaðan er hefð- bundinn plokkfiskur, lasagna-plötur og svo fullt af grænmeti.“ Steinn Óskar tók við forstöðu- starfi veitingasviðs Manns lifandi í haust en áður hafði hann unnið á ýmsum veitingastöðum og var oft ekki kominn heim fyrr en eftir mið- nætti. Í dag segist hann geta sam- einað matreiðsluna, heilsuna og fjölskylduna. „Ég er heima á kvöld- in núna og elda því mun meira og fæ aðstoð frá stelpunum mínum. Þær eru rosa áhugasamar og mið- stelpan mín ætlar að verða „elda- vélakona“. Henni finnst orðið kokk- ur ekki eiga við konur svo hún bjó þetta til sjálf. Ég er ánægður með það, kokkastéttin er hálfgert karla- veldi hér á landi.“ Spurður hvort hann sé jafn dug- legur að ganga frá í eldhúsinu og að elda segir hann gott skipulag á þeim málum á heimilinu. „Frágangurinn er partur af eldhúsverkunum og ég kvarta ekkert undan því. Han skipt- ist á alla á heimilinu og dæturnar eiga sinn dag þar sem þær taka saman í eldhúsinu meðan mamma og pabbi horfa á fréttirnar.“ Steini líkar vel í starfi sínu sem matreiðslumaður á Manni lifandi og segist aldrei uppiskroppa með hug- myndir að uppskriftum. „Stærsti kosturinn við þetta starf er að það er aldrei verið að gera það sama. Þótt maður sé með sama hráefnið í höndunum dettur manni alltaf eitt- hvað nýtt í hug að búa til.“ Uppskrift að plokkfisk-lasagnanu er að finna á næstu síðu. heida@frettabladid.is Allir borða plokkfiskinn Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður kom dætrum sínum upp á fiskát með því að matreiða plokk- fisk á nýjan máta og eru dæturnar duglegar við að aðstoða pabba sinn í eldhúsinu. Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður hjá Manni lifandi, ásamt dætrum sínum, Söndru Dögg, 11 ára, Maríu Ósk, 5 ára, og Dagnýju Sól, 5 mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖG UNGA FÓLKSINS er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardaginn 25. október, klukkan 17.00. Fram koma barítonsöngvarinn Jón Svavar Jósefs- son og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr. Villibráðar- hlaðborð Gjafabréf Perlun nar Góð tækifæris gjöf! Verð 7.750 kr. Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.