Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 40
22 24. október 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það segja allir að þú sért hress og kátur strákur Palli. En af hverju læturðu þá eins og þér dauðleiðist þegar þú ert með okkur? „Læt“? Láttu ekki svona. Stoppu- stöð Þetta er „ég skil þig ekki“ svipurinn minn. Nú erum við í vandræðum. Solla! Þú hefur ekki tíma til að finna hlut til að sýna í skólanum. Ég læt bara eins og ég sé þú þegar fólk kemur í heimsókn og þú ert ekki búin að taka til. Hvernig? Hvernig má það vera að börn-in læra mest þegar maður er ekki að kenna þeim? Ég verð fljót. Þótt kreppan sé varla hafin fyrir alvöru hefur sniðugt fólk um land allt haft nóg að gera síðustu vikur við að rifja upp skuggalegustu dæmin um óráðsíugeðveiki nýliðins góðæris. Í því augnamiði að sýna fram á hvílíkt allsherjar peningasukk var um að ræða í sumum tilvikum er vinsælt að fletta í gömlum dagblöðum og fréttasíðum á netinu og velja úr rosalegustu dæmin um bjánaháttinn sem reið hér húsum um skeið. En á meðan fólk þreytist seint á að minna á Gumball-kappakstur, þyrluferðir á Bæjarins bestu, leigutónleika með feitum gleraugnaglámum og kaup á vonlausum fótboltaliðum í Bretlandi hefur orðið útundan líklega skýrasta fjölmiðladæmið um það hversu sjúklegt ástand þjóðarsálarinnar var í miðju góðærinu. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvers vegna enginn þjóðfélagsrýnir hefur haft rænu á að rifja upp þessa stuttu frétt, sem birtist á Vísi.is miðvikudaginn 19. júlí árið 2006: „Það verður mikið um að vera fyrir fjölskyldufólk um helgina í Eden. Trúðurinn Eddi hefur heldur betur slegið í gegn, og hefur nú samið dans- og söngatriði í sam- starfi við risa Amazon-páfagaukaparið. Einnig er aldrei að vita nema Orkuveitu- risarækjurnar og -kanínurnar slái á létta strengi.“ Hvergi annars staðar en í miðri hringiðu platpeninga og óráðskenndra fantasíuáætl- ana um miðjan áratuginn hefði almenningur sætt sig við að sjálfum aldingarðinum í Hveragerði væri umturnað í þokukenndan sýruleikvöll sem, af lýsingum að dæma, minnir helst á einn af súrrealískari dægur- lagatextum Jefferson Airplane. Trúðar, Amazon-páfagaukar, risarækjur og kanínur í Eden? Djöfull vorum við geðveik. Sýra, nostalgía, geng ég þér á hönd NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmunsson Pabbi minn sagði mér allt um komu storksins en hann minntist ekkert á stelpur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.