Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 24. október 2008 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 24. október 2008 ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika í Duushúsi, Duusgötu 2-8, Keflavík. 21.00 Seinni útgáfutónleikar KK í tilefni af útgáfu plötunnar „Svona eru menn“, verða í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna Jakob Þ. Möller flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, L201, Sólborg, v/Norðurslóð. 12.10 Menntun og starf Páls Björnssonar prófasts í Selárdal Gunnar Marel Hinriksson verður með fyrirlestur í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. ➜ Sýningar Farvegir Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson sýna í DaLí Galleryi, Brekkugötu 9, Akureyri. Opið fös.-lau. kl. 14.00-17.00. Sýningin stendur til 1. nóv. ➜ Tungumálavika Ítalska sendiráðið í Ósló og ítölsku- kennarar við Háskóla Íslands standa fyrir Ítalskri tungumálaviku 20.-26. okt. 18.00 Í Norræna húsinu sitja rit- höfundarnir Carlo Lucarelli og Yrsa Sigurðardóttir fyrir svörum og fjalla um skáldsögur sínar. Kvikmyndin Almost Blue sem byggð er á skáldsögu Carlos Lucarelli verður sýnd. ➜ Myndlist 15.00 New Beginning Rannveig Helgadóttir sýnir málverk í Jónas Viðar Gallery, Kaupvangsstræti 12, Akureyri. Opið föst.-lau. kl. 13.00-18.00. Sýningin stendur til 16. nóv. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikhús andanna, nýstofnaður leik- hópur, frumsýnir nýtt íslenskt verk í kvöld. Það er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og kall- ar hún það Dansaðu við mig. Leik- stjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Dansaðu við mig er ekki dansverk, þótt það beri þetta heiti. Leikendur eru tveir, Höskuldur Sæmundsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Vegg- spjald sýningarinnar byggir á mótífi úr einu þekktasta endur- reisnarmálverki sögunnar, Venus stígur úr hafi, sem hefur sterkar tilvísanir í leikritið sjálft. Sýningin er algerlega sjálfstætt framtak og ekki styrkt af neinum svo um er að ræða hreina hug- sjónastarfsemi ungra listamanna sem hafa nú þegar látið talsvert í sér heyra. Leikhópurinn hefur mátt bíða með frumsýninguna vegna bókana forsætisráðuneytis á sölum í Iðnó fyrir blaðamanna- fundi og hefur átt erfitt með að klára æfingar á verkinu. Leikhús andanna ætlar að koma til móts við landann og bjóða sérstakt kreppu- verð á 2., 3. og 4. sýningu verksins. Tónlistarhönnuður verksins er ung tónlistarkona, Jarþrúður Karlsdóttir, en hún er að fara að gefa út sína fyrstu plötu eftir örfáa mánuði. Öll tónlist hennar í verk- inu er frumsamin og er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur sér leik- hústónsmíðar fyrir hendur. Hún er þó ekki ókunnug leikhúsi, enda hefur hún starfað sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu í talsverðan tíma. Þetta er önnur frumsýning Þór- dísar á sex vikum, en nýlega var frumsýnt verk hennar „Fýsn“ í Borgarleikhúsinu og er sýningum á því að ljúka. Það var fyrsta frum- sýningin undir hatti nýráðins Borg- arleikhússtjóra: Magnúsar Geirs Þórðarsonar – sem er einmitt bróð- ir Jóns Gunnars en hann vakti verulega athygli fyrir sviðsetningu sína á Fool for love, eftir Sam Shep- ard í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur höfundar og leikstjóra, en þau eru bæði fædd 1980, hafa fyrri verk þeirra verið tilnefnd til níu Grímu- verðlauna samanlagt. Meðalaldur allra meðlima Leikhúss andanna er raunar 29 ár. Dansaðu við mig verður frum- sýnt í kvöld en næstu sýningar verða á sunnudagskvöld og fimmtu- dagskvöld í næstu viku. - pbb Dansaðu við mig LEIKLIST Hópurinn sem að sýningunni stendur. MYND LEIKHÚS ANDANNA Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tón- leikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammer- kórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Mart- einsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóð- færi að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu ein- faldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventón- skáld semja afar hljómræna og fal- lega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa marg- ar verið í kór sjálfar.“ Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtíma- verkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður.“ Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásöl- um í Hafnarfjarðarkirkju og hefj- ast kl. 12 á hádegi. - vþ Konur, kór og kontrabassi TÓNLISTARFÓLK Kristján ásamt Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi en hún á einmitt verk á tónleikunum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 26/10 uppselt Macbeth William Shakespeare Blóð vill blóð... fös. 24/10 uppselt Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 26/10 örfá sæti laus, sýningum fer fækkandi Hart í bak Jökull Jakobsson Mögnuð sýning. , EB FBL. fim. 23/10, föst 24/10 uppselt uppselt á næstu tíu sýningar! www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum forsýn. 22/10 uppselt, frumsýn. 24/10 uppselt lau. 25/10 uppselt Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 25/10, sýningum að ljúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.