Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.10.2008, Blaðsíða 27
24. október föstudagur 7 Ætli hann Frikki Weiss sé bara ekki stór áhrifavaldur í mínu lífi. Ég hef alltaf dáðst að því hvað hann er hugmyndaríkur og duglegur að koma hugmyndum í framkvæmd. Árið 2002 stund- aði ég stað sem hét Kaupfélagið sem Frikki hannaði, smíðaði og rak. Þar var alltaf mikið um að vera; fræg bingókvöld á mánu- dögum, margrómuð ambient- kvöld á miðvikudögum og svo auðvitað frábærar helg- ar með dansgólfi og dans- tónlist. Á ambient-kvöld- unum var rauðvín á tilboði, Lalli Palli og Freyr Frosta- son sáu um tónlistina og Halli Han sen sá um að veita gestum axlanudd. Miðvikudagar urðu stór dagur í mínu lífi af því mér fannst ambient- tónlistin frábær og svo fór ég að koma auga á þennan Frey sem stóð við græjurnar. Ég spurði Frikka hvaða foli þetta væri og þá stóð ekki á svari, þetta væri bara einn flottasti gæinn á götunni. Frikki fór að sjálfsögðu með þetta beint í Frey en ég sá hrikalega eftir því að hafa blaðrað þessu. Ég varð því frekar feim- in í kjölfarið, en innan nokkurra vikna vorum við orðin óaðskiljanleg og í dag erum við gift og eigum eina dóttur saman. Frikki á því algerlega heiðurinn að því að við kynntumst og hann er líka mjög duglegur að minna okkur á það. FRIÐRIK WEISSHAPPEL Sóley Kristjánsdóttir ÁHRIFA- valdurinn Uppáhaldsárstími: Sumarið. Best geymda leyndarmálið í Reykjavík? Fjaran hér í Skerjafirðinum. inn er frá guðdómnum – æðri mátt- ur. Þá geta þeir klifið fjall hreins- unarinnar, upprætt rót synda sinna og þvegið af sér dreggjar sjálfs- hyggjunnar. Þá fyrst geta þeir séð með sínum innri augum og lifað í Paradís í stuði með guði og engl- unum, en enginn kemst út úr hel- víti sem reynir að réttlæta syndir sínar,“ bætir hún við. NÝ GILDI Halldóra hefur tileinkað sér vist- vænan lífsstíl sem hefur ýmsa kosti í för með sér og í kjölfar kreppunn- ar telur hún að margir muni þurfa að gera slíkt hið sama. „Það verður svolítið töff að sleppa hendinni af einhverju sem maður hefur vanið sig á. Hvað vitum við hvað mun gerast? Ég sé engar stór- kostlegar breytingar hjá mér sjálfri því ég hef til dæmis ekki verið að kaupa dýr föt á börnin mín. Ég er mjög umhverfisvæn í hugsun, finnst að föt eigi að ganga manna á mill- um, að fólk eigi að endurnýta og ég fer með hluti í Sorpu, svo þeir fái annað líf, og ég versla í Góða hirð- inum,“ segir Halldóra sem hefur meðal annars sótt námskeiðið Vist- vernd í verki hjá landvernd.is. „Ég hélt að það væri rosalega dýrt að vera vistvænn, en eftir nám- skeiðið lækkuðum við fjölskyldan til dæmis orkureikninginn okkar um helming og lækkuðum bensín- kostnað með sparakstri. Við hætt- um til dæmis að kaupa djús í fern- um og jógúrt í dósum fyrir börn- in og fyrir vikið varð skólanestið bæði hollara og ódýrara. Við höfð- um alls kyns þarfir sem við héld- um að við værum að missa, en vorum í rauninni að bæta lífsgæði okkar og hættum að versla ýmis- legt vegna vistverndarsjónarmiða. Sparakstrinum fylgir líka miklu af- slappaðra aksturslag, en maður er alveg jafn fljótur á áfangastað því maður er ekki að bremsa og taka af stað endalaust,“ segir Halldóra sem ætlar að taka sér sex mánaða námsleyfi frá vinnu eftir áramót og setjast að í Frakklandi ásamt eig- inmanni sínum og tveimur yngri börnum. „Maðurinn minn er hálf-franskur svo við eigum að hluta til franska fjölskyldu. Viðburðir síðustu vikna krefjast þess þó að maður hugsi hlutina upp á nýtt. Mig langar til að læra tungumálið og við munum setjast að í Suður-Frakklandi í jan- úar, ef guð lofar,“ segir Halldóra að lokum. Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Tímar eru: 6:30, 7:30, 10:00, 12:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 3. nóvember Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Styrmir Þór Bragason 37 ára forstjóri MP Fjárfestingarbanka Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið og besta aðhald sem ég hef fengið og það er það sem skiptir öllu máli þegar maður er að koma sér í form með breyttu mataræði og meiri hreyfingu. Ég var farinn að hlakka til að komast á æfingar og ég fann að orkan jókst mikið á skömmum tíma sem skipir miklu máli í minni vinnu. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir 27 ára Hjúkrunarfræðingur Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir 32 ára Viðskiptafræðingur Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka. Rannveig I. Marelsdóttir 48 ára bókari hjá Mannviti Björk Baldvinsdóttir 29 ára sérfræðingur hjá Kaupþingi Markviss leiðsögn, frábær aðstaða og mesta aðhald sem hægt er að fá. Hér eru engar öfgar á ferð. Farið er vel ofan í mataræðið á skynsaman hátt og bætt við skemmtilegri hreyfingu – útkoman er aukinn orka, úthald og vellíðan í daglegu lífi. Getum mælt með þessu námskeiði við hvern sem er – 100% árangur. Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.