Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 4
4 25. október 2008 LAUGARDAGUR Ísland leitar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) leggur íslenska ríkinu til rúmlega tvo milljarða dollara á næstu tveimur árum til að freista þess að koma á efnahagslegum stöðugleika hér á landi. Það er jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna miðað við skráð gengi dagsins í dag. Hundrað milljarðar verða greiddir út við staðfestingu stjórnar IMF, sem er að vænta fljótlega. Lánið er þriðjungur af áætlaðri fjárþörf ríkisins vegna efnahagsvandans. Norðurlöndin, Japan og Rússland munu að öllum líkindum brúa bilið. Áætlað er að stjórn IMF gefi formlegt svar um lánveitinguna eftir viku til tíu daga. Er það mat ríkisstjórnarinnar að staðfestingin sé einungis formsatriði. Forsendur lánsveitingar- innar er ítarleg efnahagsáætlun sem unnin hefur verið í samstarfi við sendinefnd IMF sem dvalið hefur hér á landi um nokkurt skeið. Íslensk stjórnvöld eru þess fullviss að samstarf við IMF muni liðka fyrir lánafyrirgreiðslu frá öðrum löndum. Rætt hefur verið við seðlabanka Norðurland- anna, vilyrði frá Japan liggur fyrir sem og frá Rússlandi. Ljóst er þó að verði lánaboði Rússa tekið verður um lægri upphæð að ræða en hingað til hefur verið rædd, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem kynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í gær ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra. Rök ríkisstjórnarinnar fyrir að óska eftir láni og frekara samstarfi frá IMF eru að brýnasta verkefni líðandi stundar sé að koma á efna hags legum stöðugleika hér á landi og ná tökum á gengi krónunnar. Til þess þurfi stóran sjóð í erlendri mynt til þess að mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum á gengi krónunnar. Fulltrúar IMF skýrðu sína hlið málsins á blaðamannafundi í gær. Þar kom fram að það verður ekki gert að skilyrði fyrir láninu að ríkissjóði verði skilað hallalausum, né að skattar verði hækkaðir. Þvert á móti er reiknað með miklum halla á fjárlögum í fyrstu. IMF gerir ráð fyrir tíu prósenta samdrætti í innanlandsframleiðslu sem þýðir að þjóðin er að ganga í gegnum „áfall án fordæmis“, eins og Poul Thomsen, yfirmaður Evrópudeildar IMF, orðaði það. „Ísland er að fara frá því að vera nær skuldlaust ríki í að verða mjög skuldsett.“ Hann býst við að stýrivextir muni verða frekar háir í fyrstu til að koma í veg fyrir útstreymi gjaldeyris frá landinu. Thomsen telur að eftir verðbólguskot muni verðbólga verða fjögur til fimm prósent í lok árs 2009. svavar@frettabladid.is, svanborg@frettabladid.is Risalán tekið til að koma á efnahagslegum stöðugleika Ríkisstjórnin hefur óskað formlega eftir aðstoð frá IMF. Sjóðurinn leggur til 240 milljarða til að freista þess að koma á efnahagslegum stöðugleika. Norðurlöndin, Japan og Rússland lána að vonum 480 milljarða. Stjórn IMF annast yfirstjórn daglegrar starfsemi sjóðsins. Í henni sitja 24 menn. Þar af eru fimm skipaðir af ríkisstjórnum þeirra landa sem leggja sjóðnum til mest fé, en það eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Frakkland og Bretland. Hver og einn hinna nítján stjórnarmannanna er fulltrúi fyrir hóp aðildarríkja. Svíinn Jens Henriksson er fulltrúi Norðurlandanna fimm og Eystrasalts- landanna þriggja. Í atkvæðagreiðslum innan stjórnarinnar fara stjórnarmennirnir með mismikið atkvæðavægi; allt frá þeim 1,39 prósentum sem Rúanda-maðurinn Laurean W. Rutayisire fer með fyrir hönd 24 Afríkuríkja upp í 16,77 prósent Bandaríkjamannsins Meg Lundsager. Stjórnarmennirnir eru þessir: Skipaðir fulltrúi fyrir atkvæðavægi í % Meg Lundsager, Bandaríkin, 16,77 Daisuke Kotegawa, Japan, 6,02 Klaus D. Stein, Þýskaland, 5,88 Ambroise Fayolle, Frakkland, 4,86 Alex Gibbs, Bretland, 4,86 Kjörnir fulltrúi fyrir atkvæðavægi í % Willy Kiekens (Belgíu) 10 lönd 5,14 Age F.P. Bakker (Hollandi) 1 2 lönd 4,76 Jose A. Rojas (Venesúela) 8 lönd 4,45 Arrigo Sadun (Ítalíu) 7 lönd 4,10 Richard Murray (Ástralíu) 14 lönd 3,85 GE Huayong Kína 3,66 Jonathan Fried (Kanada) 12 lönd 3,64 Jens Henriksson (Svíþjóð) 8 lönd 3,44 A. Shakour Shaalan (Egyptalandi) 13 lönd 3,20 Abdallah S. Alazzaz Sádi-Arabíu 3,16 Perry Warjiyo (Indónesíu) 12 lönd 3,11 Peter Gakunu (Kenía) 20 lönd 3,01 Thomas Moser (Sviss) 8 lönd 2,79 Aleksei V. Mozhin Rússland 2,69 Mohammad Jafar Mojarrad (Íran) 7 lönd 2,42 Paulo Nogueira Batista (Brasilíu) 9 lönd 2,42 Adarsh Kishore (Indlandi) 4 lönd 2,35 Javier Silva-Ruete (Perú) 6 lönd 1,96 Laurean W. Rutayisire (Rúanda) 24 lönd 1,29 HVERJIR STJÓRNA GJALDEYRISSJÓÐNUM? ■ IMF lánar íslenska ríkinu 240 milljarða króna. ■ Um 100 milljarðar greiddir þegar stjórn IMF staðfestir efnahagsáætlun sem liggur láninu til grundvallar. ■ 140 milljarðar verða greiddir í átta hlutum. ■ Áður en til þeirra greiðslna kemur mun IMF framkvæma stöðumat. ■ Þegar atvinnuleysi minnkar og þjóðarframleiðsla eykst mun IMF leggja fram ráðgjöf um efnahagsrammann til að efla traust markaða á að Ísland geti, til lengri tíma, greitt lán sín til baka. ■ Lánið á að greiða til baka á árunum 2012-2015. ■ Fjárþörfin er talin vera 620 milljarðar, samkvæmt áætluninni. ■ 480 milljarðar verða fengn- ir að láni frá seðlabönkum Norðurlandanna, og frá fleiri löndum. „Við reiknum með að samdráttur í þjóðar- framleiðslu verði tíu prósent á næsta ári.“ „Hætturnar eru að þegar gjaldeyrismarkaður opnist aftur muni gjaldeyrir flæða úr landinu, vegna áhættu fjárfesta. Það mun svo skapa enn frek- ari þrýsting á að krónan falli.“ „Fall krónunnar er hættulegt fyrir íslenskan efnahag, þar sem atvinnulífið og heimilin eru mjög skuldsett í erlend- um gjaldmiðlum.“ „Það verður snöggur sam- dráttur í ríkisfjármálum, en IMF mun ekki bregðast við því með því að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum í miðjum erfiðleikunum.“ POUL THOMSEN YFIRMAÐUR EVRÓPUDEILDAR IMF STÖÐUMAT ALÞJÓÐAGJALD- EYRISSJÓÐSINS POUL THOMSEN BLAÐAMANNAFUNDUR IMF Poul Thomsen greindi frá forsendum IMF fyrir efnahagsaðstoð og ráðgjöf til næstu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR GEIR HAARDE „Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mjög mikilvæg við núverandi aðstæður þar sem skortur er á gjaldeyri og því mikilvæg forsenda þess að hér komist á eðlileg gjaldeyr- isviðskipti,“ segir Birna Einarsdótt- ir, bankastjóri Nýja-Glitnis. Birna segir sjóðinn sömu- leiðis koma með trúverðugleika, sem sé mikil- vægur fyrir efnahagsstefnuna. Þá sé mikilvægt að fá aðra erlenda aðila að borðinu. „Það er svo sannarlega mikilvægt að þarna sé lögð áhersla á að byggja upp traust fjármálakerfi hér aftur,“ segir hún. - jab TRÚVERÐUGLEIKI FÆST MEÐ IMF BIRNA EINARSDÓTTIR „Þetta er grundvallarforsenda þess að hér sé hægt að koma á stöðug- leika á gjaldeyr- ismarkaði og hér haldi áfram að vera öflugt atvinnulíf,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands. Hann segir að bankarnir eigi miklar eignir sem eigi eftir að koma í verð og það muni væntanlega hjálpa til við að greiða lánið hratt niður. „Vonandi verður skuldsetningin til lengri tíma þá miklu ásættanlegri. Það sem við vonum að gerist nú er að gjaldeyris- markaðurinn komist smátt og smátt í samt lag og viðskiptalífið fylgi í kjölfarið.“ - bs SAMSTARFIÐ VIÐ IMF FORSENDA ÖFL- UGS ATVINNULÍFS FINNUR ODDSSON GENGIÐ 24.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,6808 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,66 121,24 187,53 188,45 151,58 152,42 20,31 20,428 17,137 17,237 15,128 15,216 1,3041 1,3117 179,27 180,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 12° 10° 10° 12° 15° 15° 15° 17° 13° 20° 24° 16° 13° 23° 16° 28° 23° Á MORGUN Stíf norðlæg átt eystra, annars hægari. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. -1 0 -1 2 1 3 2 1 1 0 -4 13 11 10 13 8 13 6 8 7 11 10 1 0 0 2 -1 -1 -2 -3 0 -2 SKAPLEGRA NÆSTU DAGA Djúpa lægðin sem olli vonskuveðrinu Norðanlands í nótt þokast austur og mun lægja um allt land þótt enn verði víða norðan strekkingur. Á morgun verður vindur stífastur austast. Úrkomu- minna á morgun og stöku él NA til á mánudag. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.