Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 46
26 25. október 2008 LAUGARDAGUR Framhald af bls. 24 seðlabanki heimsins sem ekki reyndi að koma bönkum sínum til bjargar með lánveitingum,“ heit- ir það í munni sérfræðinga. Á hádegi blasti sú staðreynd við að Samfylkingin sat í stjórn með Davíð Oddssyni. Og allar götur síðan hefur dansinn meira og minna snúist um persónu hans. Það eitt er næg ástæða til að víkja honum frá. Með því að láta mann- inn sitja áfram hefur forsætis- ráðherra einmitt „persónugert“ ástandið. Undirritaður brást við með því að senda tölvupóst á vini og kunn- ingja, til að undirstrika þá stað- reynd að kóngurinn væri enn við völd: „Ég sofnaði í lýðræðisríki en vaknaði í konungsríki.“ En auðvitað var ákallinu tekið á hefðbundinn hátt. „Baugspenninn“ lætur í sér heyra. Því miður fer íslensk sam- félagsumræða fram í svo þröng- um kústaskáp að þegar maður bendir í eitt hornið er maður óvart staddur í öðru. Baugspenna- stimpillinn hafði þó lengi verið lítið gjald fyrir þann munað að fá að gagnrýna ráðstjórn Davíðs. En hér hafði konungsmeðvirknin náð nýjum hæðum, þegar ekki mátti benda á þá staðreynd sem blasti við, að bankastjórinn hafði gert hallarbyltingu í sjálfu stjórn- arráðinu, án þess að allt væri túlkað á versta veg. 9. Á þjóðnýtingarmorgni hófst svo það hrun sem nú hefur skilað okkur bauk og betlistaf. „Beggars can’t be choosers,“ segir Jón Baldvin réttilega, og nú er skrif- stofubygging í Washington okkar eina von. Og sjálfur lagði seðla- bankastjóri sitt af mörkum til hrunsins. En situr þó enn og „þvælist fyrir á strandstað“ svo aftur sé vitnað í JBH. Nú hefur honum í heilar tvær vikur tekist að tefja fyrir aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Auðmenn allir eru horfnir með sitt gróða- skott á milli lappa en kóngurinn heldur enn hásætinu þótt hann vermi það flötum beinum, þar sem fætur þess eru brotnir. Hámarki náði framlag seðla- stjórans í frægu Kastljósviðtali þar sem kappinn sat brosmildur, allt að því hress, og taldi okkur trú um að við værum „í miklu betri málum“ nú en áður, og hann væri sannfærður um að krónan tæki strikið upp á við á næstu tveimur vikum og þá munu vog- unarsjóðirnir aftur byrja að hella hingað inn peningum. Það átti sem sagt að lækna sjúklinginn með sjúkdóminum. Eins og hag- fræðingar hafa bent á var hávaxtastefnan eitt höfuðmein okkar síðustu árin, og beinlínis hrópaði á alla heimsins vogunar- sjóði að flytja hingað fjármagn sem olli þeim bólgum, sem ollu hruni. En Davíð var keikur þrátt fyrir að hafa fyrr um daginn framið mesta embættisklúður síðari tíma þegar hann hljóp í blöðin með stærsta lán Íslandssögunnar eftir eitt símtal. Síðar í viðtalinu talaði hann svo stærsta fyrirtæki landsins út um gluggann um leið og hann gaf Bretum fingurinn í nafni okkar Íslendinga, með allt of kunnum afleiðingum. Það lýsti vel þeim sjúklegu tökum sem kóngurinn hefur á þjóð sinni að blogg- og fésbókar- síður landsins loguðu af aðdáun á gamla góða Dabba. Honum hafði tekist að dáleiða þjóðina enn á ný. Þegar hún svo vaknaði úr dáinu var síðasti bankinn fallinn og við komin í orðastríð við Breta. Dáleiðsluþynnkan var tekin út með reiði út í Gordon Brown. Enn einn snilldarleikurinn var í höfn hjá okkar manni: Í einni setningu hafði hann framkvæmt gamalt draumaverk: Að „knésetja“ Kaupþing. Og tókst að auki að koma ábyrgðinni yfir á Breta. Það var á þessum tímapunkti sem mann langaði mest til að sækja um pólitískt hæli í Rúss- landi, þar sem ég var staddur ásamt skáldbróður, Einari Kára- syni, við kynningu á nýþýddum bókum. 10. Allt í einu var orðið „gereyðingar- vopn“ ekki lengur nógu sterkt. 11. Sárust var sú staðreynd að skemmdarvargurinn var enn á strandstað í umboði Samfylking- arinnar. En hvað gat flokkurinn gert? Ekki mátti hlaupast undan merkjum á örlagastundu. Samt var erfitt að bjarga málum með ólíkindatólið yfir sér. Reynt var að þrýsta á forsætisráðherra en það kom æ betur í ljós að hann mun fyrr segja sjálfur af sér en reka „yfirmann“ sinn. Því þá mun flokkurinn klofna. Framtíð Sjálf- stæðisflokksins er þessum mönn- um mikilvægari en framtíð Íslands. Besta leiðin í orðastríðinu við Breta var auðvitað sú að láta manninn sem lýsti því yfir að Íslendingar ætluðu að hlaupast á brott frá víkingaráni Landsbank- ans flakka strax morguninn eftir. Það hefði sent skýr skilaboð. En skýr skilaboð eru ekki sérgrein Geirs H. Haarde. Í kjölfarið fylgdi svo vikulöng þögn Íslands í fjölmiðlum Breta. Mesta PR-klúð- ur Íslandssögunnar. Hér var amatörismi á öllum sviðum. Davíð, Geir og Árni voru bara ekki menn í þetta. Þjóðin var föst í bíl með Bakkabræðrum. Því þurfa þeir að víkja. Geir H. Haarde er fulltrúi stjórnvalda síðustu ára, þeirra sem sváfu á verðinum, og státaði sig af aðgerð- arleysi fram á síðustu stundu. Því hlýtur hann að segja af sér um leið og skútan kemst á sæmilega lygnan gjaldeyrissjó. Og þá fer seðlabankastjóri líka. Arfleifð þeirra félaga er aldeilis glæst. Þeir buðu hættunni heim og settu landið á hausinn. Hinn glæsti Davíðstími endar í þjóðarþroti. 12. Hvað stendur svo eftir af útrásinni? Hér á landi er fátt í hendi. „Pappírsauðurinn“ er fok- inn á haf út, eins og Robert Z. Ali- ber, prófessor í fjármálakrísum við háskólann í Chicago, orðaði það í Morgunblaðsgrein. Árang- urinn var eintómur pappír. Við sjáum það nú að útrásin snerist meira um sjálfsmynd for- kólfanna en raunverulega land- vinninga, uppbyggingu í þágu lands og þjóðar. Hún skilur grát- lega lítið eftir sig. Engin öflug framleiðslufyrirtæki, engin mannvirki, enga alvöru innviði. Aðeins eitt hálfbyggt tónlistar- hús, örfáar steinblokkir við Borgartún og nokkra tugi glæsi- bifreiða sem prýða borgarlands- lagið. Auk ómældrar kunnáttu bankamannauðs í því að blóðnýta sparifé almennings til ævintýra- verka herra sinna. Vonandi læra menn eitthvað af þessu. Vonandi byggist næsta útrás okkar á einhverju öðru en lánum og lofti. Er ekki Jón Ólafs- son dæmi um mann sem fór aðra leið; byggði upp framleiðslufyrir- tæki innanlands í stað þess að sanka að sér annarra manna fyrirtækjum utanlands? 13. Ekki er þó allt neikvætt við fjár- viðrið. Þegar frá líður getum við vonandi farið að tala um eitthvað annað en peningamál. Nú er loks lokið þessu þrotlausa viðskipta- námskeiði sem þjóðin hefur verið á undanfarin sjö ár. Árum saman vorum við skikkuð til að læra merkingu hugtaka eins og „ávöxt- un eiginfjár“ og „víkjandi lán“. Heilu og hálfu fréttatímarnir voru líkt og hraðferðir í „eignastýr- ingu“ og „skortsölu“. Íslendingar búsettir erlendis könnuðust ekki við þjóð sína lengur. Hér talaði fólk bara um stýrivexti. Nú verða áherslurnar aðrar. Við fáum tæki- færi til að byggja upp nýtt og ferskt þjóðfélag. Í sérhverju skip- broti býr nýtt og betra skip… 14. En til þess verðum við að hafa varann á. Þegar þjóðfélög hrynja þyrpast hýenur að og ribbalda- gengi fara á stjá. Hugsa sér gott til glóðar og hirða bestu bitana, þá fáu sem eftir eru. Nú þarf allt að vera uppi á borðum, allt gegn- sætt. Annars er hætta á því að við siglum í sama farið og einkavina- væðing hefjist á ný. Gæðingarnir gæði sér á þeim bitum sem eftir eru. Fyrrum ráðgjafi Geirs H. Haarde er orðinn bankastjóri hins nýja Kaupþings… Því miður gerist nú svo margt í einu að erfitt er að henda reiður á því öllu. Dagblöðin okkar hafa játað sig sigruð gagnvart þögn ráðamanna og flestar upplýsing- ar sem máli skipta koma úr erlendum stórblöðum. Þá munar um framlag einstakra manna og í kjölfar hildarleiksins hefur Egill Helgason nánast breytt bloggsíðu sinni í eins manns fréttamiðlun og á hrós skilið. Einnig má hrósa Bylgjunni sem af afli stendur morgunvaktina sem Ríkisútvarp- ið á að sinna en skar við nögl. Alþingi réttir þjóðinni hins vegar fingurinn með því að læsa hurð- um og senda þingmenn heim í þann gamla brandara sem nefnist „kjördæmavika“. Og það í mestu örlagaviku Íslandssögunnar. Ekki var á virðingarleysi þeirrar stofn- unar bætandi. Hinir daglegu blaðamanna- fundir forsætisráðherra eru liðin tíð og enginn veit í raun hvað er að gerast. Ráðherrar hlaupa þegj- andi út í bíla sína og láta Geir um að segja það sem þarf að segja. Sem hann gerir því miður ekki. Jafnvel sögulegustu atburðir í nútíma ná ekki að breyta honum í skörung. Hann náði svo endanlega að klára þá litlu innstæðu sem hann átti eftir hjá þjóðinni í dæma- lausu Kastljósviðtali í vikunni, þangað sem hann mætti fullkom- lega ónestaður, einn ganginn enn. Geir hafði ekki einu sinni búið sig undir að svara hinni óumflýjan- legu spurningu, um ábyrgð. Sú spurning mun hins vegar fylgja honum þar til yfir lýkur. Því hið óumflýjanlega svar við henni felur um leið í sér afsögn ráðherr- ans. Af þessum sökum er forsætis- ráðherra pólitískt búinn að vera. Og var víst ekki á ástandið bæt- andi. Nú þráir þjóðin Valhallar- byltingu þar sem Þorgerður Katr- ín stígur fram og tekur í tauma. Ísland öskrar á leiðtoga. 15. Geir og Davíð munu þó að lokum fara af sjálfsdáðum, nema þeir vilji láta bera sig út. En hvað um hina sökudólgana? Hvað um útrásarkóngana? Ofurlauna- bankastjórana? Alla feitu kaup- aukakettina? Hvað geta þeir gert til að sættast við þjóð sína? Lítil saga: Í byrjun október lauk sjötugur maður farsælum starfs- ferli á föstudegi og hugðist taka út ævisparnað sinn á mánudegi. Hann hafði geymt hann í einum af sjóðum Glitnis. Sá banki var hins vegar tómur þegar helgin var liðin… Þeir sem voru með tuttugu milljónir á mánuði í sjötíu mán- uði samfleytt mættu hafa þessa sögu og hundrað fleiri í huga. Þeir ættu nú að bæta þeim tjónið sem mestu tapa. Prívat og per- sónulega. Því við hvetjum auðmenn til að stíga niður úr lúxusnum og upp úr vínkjallaranum og fara að ráði góðra manna; selja sínar dýrustu eigur og leggja ágóðann inn í skuldasjóð ríkisins sem nú stækk- ar með hverjum degi. Aðeins þannig munu þeir hugsanlega ná að sættast við sjálfa sig og þjóð- ina. Strákar, takið ykkur til og seljið fótboltaliðin ykkar, gæluverkefn- in ykkar, snekkjurnar ykkar, lúxusíbúðirnar í London, New York og Kaupmannahöfn, öll tómu húsin í Reykjavík, sveitasetrin erlendis og einkaþoturnar alræmdu. Og gefið ríkinu sumar- húsin. Bugl og Stuðla vantar allt- af húsnæði. Því eftir allt þá voru þetta ekki ykkar peningar. Þið nærðust á inneignum annarra. Sem nú hafa margir tapað hálfri aleigunni. Og drífið ykkur svo endilega heim og farið í öll þau viðtöl sem í boði eru. Talið við okkur. Afsakið ykkur. Útskýrið mál ykkar. Íslendingar eru alltaf til í að fyrirgefa og gefa fólki annan séns. Árni Johnsen situr á Alþingi. 16. Ofurblaðamaðurinn John Carlin, sem búsettur er í Barcelona og ritar í spænska dagblaðið El País, auk fleiri blaða á Bretlandseyjum, mætti til landsins enn á ný, til að fjalla um Íslandshrunið. Hann líkti ástandinu við það sem hann upplifði eftir stóran jarðskjálfta í Mexíkó fyrir mörgum árum. Allir í sjokki. Eitt blasti þó skýrt við honum. Útrásin og bankabrjálæðið voru drifin áfram af keppnisóðum kaupaukakörlum. Konur voru hér víðsfjarri. „Þetta eru endalok goðsagnarinnar um hinn vaska víking,“ sagði hann á barnum í liðinni viku. Sjálfur impraði ég á því sama í spjallþætti í norska ríkissjón- varpinu síðasta föstudag þar sem ég sat ásamt norska fjármálaráð- herranum, hinni vinstri-grænu Kristínu Halvorsen, í umræðu um ástandið á „Kríslandi“. Minnugur þess að eiginkona mín bjargaði mér frá því að taka myntkörfulán fyrir tveimur árum lagði ég fram þá hugmynd að völdin í viðskipta- og efnahagslífi Íslands yrðu nú færð í hendur konum. Karlarnir ættu að gefa þeim langþráð tæki- færi; þeirra væru næstu 50 árin. Þær gætu aldrei gert verr en strákarnir. Og ég var ekki að grínast. Því Ísland er ekki gjaldþrota í heild sinni. Íslenska karlasamfé- lagið er gjaldþrota. Íslenska kvennasamfélagið á allt inni. Því á Geir að stíga til hliðar strax á morgun og láta Þorgerði taka við. Hún sér svo um að skrúbba Dabba út. 17. Tengdafaðir minn, Sturla Þengils- son, starfaði lengi hjá Sjóvá, sem síðan sameinaðist Íslandsbanka og varð að lokum Glitnir. Hann átti 25 ára starfsferil að baki hjá þessu „sama fyrirtæki“ þegar honum var sagt upp síðastliðið vor. Hann fékk auðvitað vinnu daginn eftir. Öllum tölvupóstum sem frá honum fara fylgja þessi orð: „In the middle of difficulty lies opportunity.“ – Albert Ein- stein. 18. Undanfarnar vikur hafa verið öllum erfiðar. Ekki síst hinum „óbreytta kjósanda“. Okkur lang- ar öll til að öskra en höfum haldið í okkur, að mestu. Okkur langar öll til að gera eitthvað og senn kemur tækifærið til þess. Við getum þó byrjað á því að mæta á Austurvöll í dag klukkan 15.00 og krefjast þess að ráðamenn segi eitthvað annað en „þetta er góð spurning“. Afsögn Geirs og Davíðs er nauðsynleg byrjun á því sem koma skal, síðan hlustum við á syndagrát auðmanna og svo brettum við upp ermar og byggj- um upp nýtt og réttlátara þjóðfé- lag. Ísland er dautt. Lengi lifi Ísland! Hallgrímur Helgason er rithöfundur og myndlistamaður. GORDON BROWN „Dáleiðsluþynnkan var tekin út með reiði út í Gordon Brown.“ FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS ÞORGERÐUR KATRÍN „Geir á að stíga til hliðar ... og láta Þorgerði taka við. Hún sér um að skúbba Dabba út.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MÓTMÆLI „Okkur langar öll til að öskra en höfum haldið í okkur, að mestu. “ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÓNLISTARHÚS „[Útrásin] skilur grátlega lítið eftir sig ... aðeins eitt hálfbyggt tón- listarhús, örfáar steinblokkir við Borgartún og nokkra tugi glæsibifreiða.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI við hvetjum auðmenn til að stíga niður úr lúxusnum og upp úr vín- kjallaranum og fara að ráði góðra manna; selja sínar dýrustu eigur og leggja ágóðann inn í skuldasjóð ríkisisns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.