Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 34
● heimili&hönnun Sýningin 100% Design Tokyo verður haldin í Tókýó dagana 30. október til 3. nóvember næstkomandi. Sýningin þykir vera ein af virtari hönnunarsýningum sem settar eru upp árlega í heiminum. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir verður meðal sýnenda sem fara út á vegum Útflutningsráðs, sem tekur í fyrsta sinn þátt í sýningunni. „Ég mun sýna kolla sem ég hannaði í námi mínu í Bandaríkj- unum. Það verður einn fullorðins- kollur og tveir sams konar barna- kollar sem kallast Pippi. Síðan verð ég með litlu sykurkarlana mína,“ útskýrir hún. Ragnheiður viðurkennir að vera undir miklum japönskum áhrif- um og að hún sæki innblástur helst þangað. „Því er frábært að fá að vera með á svona flottri sýningu í Japan. Þarna eru fyrirtæki, blaða- menn og fjöldi fólks sem kemur að skoða,“ segir hún áhugasöm. Á sýningunni er aðallega kynnt sérvalin innanhússhönnun, hús- gögn, eldhús- og baðherbergisvör- ur auk heimilistextíls. Markmið sýningarhaldara er að gera nýstár- legri og framúrstefnulegri hönnun sem hæst undir höfði. „Undirbúningurinn hefur tekið dágóðan tíma. Ég kom heim í júní eftir meistaranám í Bandaríkjun- um og sótti um að fá að vera með í sýningunni síðasta vetur. Síðan hefur hópurinn fundað frá því í sumar til að undirbúa sýninguna,“ segir Ragnheiður sem hóf nám sitt í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands en lauk því við Cran- brook Academy of Arts í Michigan í Bandaríkjunum. Um þessar mundir er hún að skapa sér sína eigin vinnu og koma hlutum í framleiðslu með því að taka þátt í keppnum og sýn- ingum. „Það er það sem þarf til að koma sér áfram og fá fólk til að taka eftir og sýna áhuga.“ Ragnheiður hefur nú þegar hlot- ið athygli fyrir hönnun sína og má þar nefna Ikea-kolla sem hún skreytti með kross- saumi. „Þeir hafa feng- ið einna mesta athygli og hefur verið fjallað um þá í mörgum tíma- ritum hér heima og erlendis. Mig langar að koma þeim í fram- leiðslu og þá með minni eigin kolla- hönnun, því þetta er náttúrulega Ikea- kollur sem ég nota,“ segir hún og bætir við: „Annars er ég að fara að selja litlu sykurkarl- ana mína og áprentuð viskustykki í nýrri verslun á Skólavörðustígnum sem heitir Krakk og opnar bráð- lega.“ Um 85.000 gestir komu á 100% Design Tokyo á síðasta ári. Sýn- ingin verður opin í fimm daga og verða íslensku hönnuðirnir með 60 fermetra sýningarbás sem skiptist á milli hönnuðanna. „Básinn verð- ur smíðaður í Japan en arkitekt- inn Theresa Himmer hannaði bás- inn út frá stuðlabergi,“ útskýrir Ragnheiður. Útflutningsráð heldur utan um allt skipulag og nýtur mik- ils stuðnings frá sendiráði Íslands í Tókýó sem hefur aðstoðað þátttak- endur í hvívetna. - hs Innblástur frá Japan ● Útflutningsráð skipuleggur nú þátttöku íslenskra fyrirtækja og hönnuða á hönnunarsýning- unni 100% Design Tokyo. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir er einn þeirra hönnuða sem taka þátt. Pippi-barnakollarnir eru litskrúðugir og skemmtilegir. MYND/RAGNHEIÐUR ÖSP Setið á rökstólum? Litlu sykurkarlarnir minna óneitanlega á japanskar teiknimyndafígúrur enda viðurkennir Ragnheiður að hún sé undir miklum áhrifum frá japanskri hönnun. Hún hefur einnig gert listaverk sem útskýra þá veröld sem sykurkarlarnir lifa og hrærast í. MYND/RAGNHEIÐUR ÖSP Heimur sykurkarlanna. MYND/RAGNHEIÐUR ÖSP F R É T TA B L A Ð IÐ /G V A Ragnheiður Ösp telur sýningar á borð við 100% Design Tokyo vera gríðarlega mikilvægar til að koma hönnun sinni á framfæri. 25. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.