Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 50
30 25. október 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is RICHARD HARRIS LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2002. „Hjónaband er siður sem konur komu til leiðar til að lifa á körlum og smám saman tor- tíma þeim, með því að spinna utan um þá eyðileggjandi vef og éta þá upp eins og eitraður sveppur á tré.“ Írski leikarinn Richard Harris vakti heimsathygli sem Arthúr konung- ur í Camelot árið 1967. Harris lést úr eitlakrabbameini árið 2002, þá nýbúinn að leika í Harry Potter og leyniklefanum. MERKISATBURÐIR 1492 Kristófer Kólumbus nemur land í Dóminíska lýðveldinu. 1852 Barnaskólinn á Eyrar- bakka settur í fyrsta sinn. 1875 Borgaraleg hjónavígsla fer fram í fyrsta sinn hér á landi. 1914 Verkakvennafélagið Fram- sókn stofnað í Reykjavík. 1932 Mússolíní lofar að þjóna ítölsku þjóðinni sem ein- ræðisherra í 30 ár. 1939 Nælonsokkar settir í sölu á Bandaríkjamarkaði. 1947 Kvikmyndasýningar hefj- ast í Austurbæjarbíói. 1968 Yoko Ono tilkynnir heim- inum að hún beri barn Johns Lennon undir belti. 1980 Barbara Streisand gefur út metsöluplötuna Guilty. 1984 Veira sem veldur lifrar- bólgu fundin. Roy Disney, bróðir Walts Disney, vígði Walt Disney World í Orlando í Flórída á þessum degi fyrir 37 árum. Walt Disney World er vinsælasti og stærsti skemmtigarður veraldar. Hann samanstendur af fjórum þemusvæðum, tveimur vatnsparadísum, 23 Disney- þemuhótelum, ásamt urmul verslana, veitingahúsa og skemmti- og afþreyingarsvæða. Það var Walt Disney sjálfur sem hóf leit að hentugu landi undir slíkan skemmtigarð árið 1959. Hann féll fyrir fenjasvæði í Orlando og festi kaup á því árið 1963, en entist ekki aldur til að upplifa garðinn fullgerðan, þegar hann lést í árslok 1966. Í kjölfarið frestaði bróðir Walts og viðskiptafélagi, Roy, starfslokum sínum til að fylgja gerð skemmtigarðsins eftir. Í opnunarvígslu tileinkaði Roy bróður sínum garðinn og sagði meðal annars: „Allir hafa heyrt um Ford-bíla, en ekki jafnmikið um Henry Ford, manninn á bak við bílinn? Í nafninu Walt Disney World felst minning um mann sem hóf ævintýrið frá grunni og þannig mun nafn hans lifa eins lengi og garðurinn hans stendur hér.“ Eftir vígsluna spurði Roy ekkju Walts, Lillian, hvað henni fyndist um garðinn og hún svarði: „Ég held að Walt hefði orðið hrifinn.“ Roy lést í desember 1971, tæpum tveimur mánuðum eftir að Walt Disney World opnaði. ÞETTA GERÐIST: 25. OKTÓBER 1971 Walt Disney World vígt í Orlando „Ættfræðiáhugi Íslendinga er einstakur, einkennir íslenska þjóðarsál og verður síst af henni tekinn, nú þegar búið er að rífa af henni frumkvöðlakraft, áræði og annað, eins og undanfarna daga,“ segir Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur. Hún mun á málþinginu Hin ómissandi ættfræði flytja erindið „Við köllum það manntalið 1785“, í fjarveru Þórunnar Guðmundsdóttur sagnfræðings, sem á heiðurinn af því einstaka manntali. „Við Þórunn vorum samverkakon- ur í Íslendingabók til fjölda ára, en árið 1999 ákvað verkefnastjórn Íslend- ingabókar að búa til manntalið 1785 til að brúa manntalið 1801 yfir í 18. öld- ina, sem var hulin þoku. Þórunn fór þá kerfisbundið í gegnum allar frum- heimildir Þjóðaskjalasafnsins: prest- þjónustubækur, sóknarmannatöl, hegningarhúsareikninga og dómabæk- ur sýslumanna, og skráði í gagnagrunn upplýsingar um alla nafngreinda ein- staklinga sem hún fann,“ segir Sól- veig um afrek starfssystur sinnar sem hóf manntalið 1785 í Norður-Múlasýslu og fór þaðan sólarhringinn í kringum landið, alls þrjár umferðir. „Á endanum varð til áttatíu þúsund manna gagnagrunnur, ákaflega ítarlegur og algjörlega einstæður. Hugmyndafræðin var á þá leið að hann yrði alveg óháður Íslendingabók þar sem Þórunn gat ekki notfært sér upplýsingar þaðan, né aðrar prentaðar upplýsingar. Þetta fór óskaplega hljótt en er einstakt afrek sem gaman væri að sjá gefið út sem heimildargrunn fyrir ættfræðinga, því heimildir þessar liggja hvergi annars staðar og gætu nýst sem verkfæri í fræðilegar rannsóknir,“ segir Sólveig um manntalið sem í samkeyrslu við Íslendingabók á netinu tókst í nánast öllum tilvikum og bætti við óhemju magni frumheimilda. „Elsta manntal Íslendinga er frá árinu 1703, en það er elsta manntal í heiminum og í því er hver einasti ein- staklingur tilgreindur ásamt stétt, starfi og innbyrðis stöðu á heimili,“ segir Sólveig um ættfræði íslensku þjóðarinnar sem frá upphafi hefur verið með eindæmum hagnýt, nú síð- ast sem grunnur í erfðarannsóknum. „Ættfræðiáhugi landsmanna er blandinn hnýsni um náungann, þörf til að staðsetja okkur í tíma og rúmi, og því að fylla upp í mannfæðina með því að halda forfeðrunum lengur hjá okkur með því að muna eftir þeim. Við virð- umst hafa meiri þörf en aðrir til að tengja okkur í bak og fyrir. Við notum ættfræði sem okkar fyrsta rannsókn- artæki til að finna upplýsingar um náungann og finnst sjálfsagður hlut- ur að grípa í Íslendingabók á netinu til að svala hreinum áhuga og forvitni um samferðafólk okkar, en í raun er al- gjörlega einstakt í veröldinni að hafa ættfræðigrunn heillar þjóðar aðgengi- legan á netinu,“ segir Sólveig. Málþingið hefst í ReykjavíkurAka- demíunni á Hringbraut 121 klukkan 13. Aðrir fyrirlesarar eru Agnar Snorri Helgason, líffræðilegur mannfræðing- ur hjá Íslenskri erfðagreiningu, Helgi Þorláksson sagnfræðingur og Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofn- unar. Allir eru velkomnir og aðgang- ur ókeypis. thordis@frettabladid.is HIN ÓMISSANDI ÆTTFRÆÐI: MÁLÞING Í REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNI Í DAG Farnir forfeður fundnir á ný MANNTALIÐ 1785 Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur mun í dag breiða út fagnaðarerindið um hið merka manntal 1785, á málþinginu Hin ómissandi ættfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingigerður Anna Kristjánsdóttir, andaðist mánudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. október kl. 13.00. Kristjana Björnsdóttir Skúli Guðnason Kristján Björnsson Júlíana Sigurðardóttir Agnes Björnsdóttir Arnar Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Pálsson, kennari Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 21. október. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju mánudaginn 27. október kl. 15.00. Guðný Pálsdóttir Páll Kristinsson Ása Bernharðsdóttir Hjálmfríður Kristinsdóttir Ólafur G. Sæmundsson barnabörn og barnabarnabarn. Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Bjarnadóttir Ólafs Látraströnd 19, Seltjarnarnesi, lést á Dvalarheimilinu Grund hinn 23. október. Skúli Ólafs Guðbjörg Jónsdóttir Bjarni Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Bergsteinsson fyrrverandi forstjóri, Skúlagötu 20, lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Brynja Þórarinsdóttir Þórarinn Gunnarsson Ragnhildur Gunnarsdóttir Guðmundur Magnússon Bergsteinn Gunnarsson Anna S. Björnsdóttir Theódóra Gunnarsdóttir Garðar Þ. Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Margrétar Björgvinsdóttur. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir ómetanlega umönnun og umhyggju. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björgvin Richard Andersen Hafdís Helgadóttir Fríða Bonnie Andersen Sjöfn Kristjánsdóttir Karl Andersen Lóa Sveinbjörnsdóttir Thelma Margrét Andersen Daði Örn Andersen Viktor Orri Andersen Kristófer Atli Andersen Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, Margrét Guðnadóttir Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 24. október. Útförin verður auglýst síðar. Elín Gísladóttir Gunnar Linnet Guðni Gíslason Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir Ingunn Gísladóttir Halldór Jónas Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.