Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 44
24 25. október 2008 LAUGARDAGUR 1. Fyrir ári átti ég leið um Kaup- mannahöfn. Á Strikinu rakst ég á nokkra landa sem voru komnir til að kíkja í „búðirnar okkar“. Það mátti merkja að nú var annar bragur á Íslendingum í Köben en áður. Þeir gengu hnarreistir um. Útrásin hafði gefið okkur sjálfs- traust. Hin ótrúlegu kaup okkar á stærstu verslunum Dana gerðu mikið fyrir litla þjóð. Við skildum auðvitað ekki hvernig piltarnir fóru að þessu en vonuðum það besta. Það virtist allt ganga upp hjá þeim. Ég gekk inn í Magasin du Nord til að skoða dýrðina. Í rúllustiga rakst ég á Íslending. Þetta var ósköp kaupfélagslegur maður á fertugsaldri, í steingráum jakka- fötum, hvorki sérlega eftirminni- legur né töff að hætti útrásarvík- inga. Ég spurði hvað hann gerði. „Ég vinn hjá íslensku fyrirtæki hér í Danmörku.“ Já? Og hvers konar fyrirtæki er það? „Við erum í því að kaupa önnur fyrirtæki.“ Allt í einu var íslenska útrásin orðin hálfabsúrd. Þegar maður sá hana loks í aksjón, þegar hún birt- ist manni í mannsmynd á erlendri grundu, minnti hún allt í einu á aðra útrás sem einnig endaði illa. Allt í einu minnti þessi náungi, sem leit helst út fyrir að vera starfsmaður Mjólkursamsölunn- ar, á óbreyttan foringja í þýska hernum á árum seinni heimsstyrj- aldar, tímabundinn útvörð heims- veldis í dönskum smábæ. Áttum við virkilega mannafla í þetta? Var þetta ekki komið út í öfgar? Íslenski meðaljóninn orðinn að útrásarvíkingi og dönskum fjár- málagreifa … 2. Við sjáum það nú að þótt strákarn- ir okkar væru klárir tefldu þeir allt of djarft. Allt byggt á lánum sem greitt var af með öðrum lánum. Íslenska útrásin var einn himinhár lánakastali. Að lokum var það reyndar mikið fárviðri sem felldi spilaborgina en spilaborg var hún engu að síður. Markmiðin voru ekki nógu háleit. Bara meiri útþensla, meiri gróði, fleiri eignir í safnið … „Erum í því að kaupa önnur fyrirtæki.“ Vöru- merkjum nælt í barminn líkt og orðum og heiðursmerkjum. Útrásarvíkingar reyndist vera réttnefni. Þeir fóru um löndin rænandi og ruplandi. Og fengu aldrei nóg. Græðgin gegndarlaus. Peningar plataðir út úr saklausum almenningi í Hollandi og Bret- landi til að halda partíinu gang- andi. Kinnafeit og sléttpúðruð kaupaukafésin reyndust illa rotin að innan. Og eftir sitjum við með sektar- kennd í brjósti. Því innst inni dáð- umst við öll að þessum greifum, þessum peninga-poppstjörnum. Við fylgdumst agndofa með ævin- týrum þeirra og horfðum hug- fangin á þegar þeir styrktu listir, menningu og góðgerðarstarf. Við höfðum aldrei átt snjalla við- skiptamenn, ekki í þúsund ár, og hvað þá menn sem unnu sigra í öðrum löndum. Í fimm hundruð ár höfðu danskir kaupmenn kúgað okkur og svo tók Kolkrabbinn við. Ísland fagnaði langþráðu við- skiptafrelsi um síðustu aldamót sem stjórnvöld okkar veittu með frægum herkjum. Kálfarnir þustu úr fjósi og hlupu hnusandi og slef- andi um víðan völl en þroskinn var auðvitað ekki mikill. Því fór sem fór. Sjö ára gamall hlutabréfa- markaður hegðaði sér eins og sjö ára gömlum sæmir: Fyrstu fyrir- tækin sem við keyptum erlendis voru breskar sælgætis- og leik- fangabúðir, og svo var fjárfest í kappakstursbílum … Nú eru hetjur gærdagsins skúrkar dagsins í dag. Vonandi tekst okkur að læra af reynslunni. Og þroskast. 3. Hlutskipti Íslands má líkja við fjölskyldu sem glímir við fíkni- efnavandamál. Ríkisstjórnir síð- ustu ára voru foreldrarnir sem gáfu börnum sínum, bisnessmönn- unum, of lausan taum. Og krakk- arnir héldu út í harðan heiminn og komust í efni. Sem þeir urðu háðir. Hins vegar höfðu þeir ekki ráð á öllum þeim efnum og slógu því lán. Og lán fyrir þeim lánum. En svo kom kreppa og dópið kláraðist. Dílerinn átti ekki meira. Heimur fíklanna hrundi. Þeir hurfu í meðferð en skuldirnar lentu á pabba og mömmu. Þær voru hins vegar orðnar svo risa- vaxnar að heimilið fór á hausinn. Þar stöndum við nú. Með hrunið hús að baki og mænum betliaug- um til heimsins. Ísland þarf að segja sig til sveitar. 4. Hinn 20. september sl. birti Egill Helgason á bloggi sínu bréf sem honum hafði borist frá gömlum vini. Þar sagði meðal annars: „Í þrengingum verðbréfabrask- aranna undanfarið rifjuðust upp fyrir mér um það bil tuttugu ára gömul orð einhvers franska intell- ektúellsins um að fall kommún- ismans myndi brátt leiða til falls kapítalismans/frjálshyggjunnar vegna þess að mótspyrnu eða and- módel vantaði, og giskaði á … 20 ár.“ Röksemdirnar voru þær að með falli kommúnismans, sem hann grét sannarlega ekki, myndi vest- ræna módelið fyllast slíku oflæti að menn myndu ekki kunna sér hóf í auðsöfnuninni og falla á því drambi. Hér er líklega komin besta skýringin á því alþjóðlega spila- borgarfalli sem nú skekur „hinn frjálsa heim“. Sjálfsagt mun eng- inn þora að nota orðin „frjáls- hyggja“ og „einkavæðing“ næstu árin. Nú er horft til klassískari lausna. Líkindin við hrun kommúnism- ans undirstrikuðust í orðum Hann- esar Hólmsteins, sem hann lét falla í nýlegu viðtali við Morgun- blaðið, að kapítalismi og kapítal- istar væru ekki það sama. Hér var kappinn hlaupinn í sama skjól og gömlu kommarnir á sínum tíma, þegar þeim varð ljóst að Sovét- kommúnisminn var orðinn að lög- regluríki: Hugsjónin var góð en hún komst bara óvart í hendurnar á „vondum mönnum“. Um leið má segja að hér hafi prófessorinn, hinn andlegi lærif- aðir íslenska thatcherismans, kjarnað stefnu Sjálfstæðisflokks- ins undanfarinn áratug. Hinn íslenski kapítalismi skyldi vera lokaður klúbbur þar sem Davíð var dyravörðurinn sem handvaldi fólk inn í dýrðina. En þeir sem ekki voru í náðinni komust samt inn um bakdyrnar… 5. Og lengi tókst okkur að djamma í litla klúbbnum en af og til bloss- uðu upp slagsmál. Átakalínur voru skýrar. Ráðstjórnin og fíkn- arfrelsið fóru ekki saman. Óneitanlega verður manni nú hugsað til Sturlungaaldar og enda- loka hennar. Þær blóðugu innan- landserjur enduðu með erlendri íhlutun. Árið 1262 var gengið frá Gamla sáttmála og stuttu síðar var landið komið undir Noregs- konung. Í liðinni viku mátti lesa aðsenda grein í Morgunblaðinu eftir mann, sem titlaði sig „heim- speking“, þar sem hann lagði til að við endurtækjum leikinn og gerðumst hérað í Noregi á ný. 6. Í darraðardansi liðinna vikna barst ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum þar sem lagt var til að Davíð Oddsson yrði undir eins settur af sem seðlabanka- stjóri því maðurinn væri „gereyð- ingarvopn“ í íslensku efnahags- lífi. Jafnvel gömlum aðdáendum Bláu handarinnar þótti hér full- fast að orði kveðið, en nú þegar landið er komið á hausinn og stefn- ir í að verða á framfæri alþjóða- samfélagsins næstu árin, blasir við að hér var síst of sterkt til orða tekið. Fram að því hafði seðlastjórinn verið tímasprengja. Um síðustu áramót gekk sú saga breitt um bæinn að kvöldverður íslenskrar viðskipta- og stjórn- málaelítu að loknum fundi í Wash- ington, þar sem saman átu ráð- herrar og bankastjórar Íslands, hafi endað með tveggja manna rifrildi Kaupþingsforstjóra og seðlabankastjóra. Þá var uppi krafa íslensku bankanna að fá að gera upp í evrum sem yfirmaður íslensku krónunnar mátti ekki heyra á minnst. Í hita leiksins á Davíð að hafa látið þessi orð falla: Ef þið ætlið að gera upp í evrum mun það ekki taka mig nema viku að knésetja bankann. Öllum var kunnugt um hug kappans til annarra kaupahéðna. Yfirumsjónarmaður íslensks við- skiptalífs var hatursmaður umsvifamestu viðskiptamanna landsins. Hann stýrði af illum hug. Því var aðeins tímaspursmál hve- nær hin nýja Sturlungaöld fengi viðeigandi endi. Þegar á hólminn kom brást seðlabankastjóra auð- vitað ekki bogalistin og tókst eink- ar vel að hámarka skaðann af hruni lánakastalans. Hann hefði betur sett bönkun- um stífari reglur í stað þess að eyða tíma sínum í að „knésetja“ þá. 7. Ábyrgð fíklanna er mikil en ábyrgð foreldranna er þó meiri. Stjórnmálamenn eru kjörnir af almenningi til að fara með stjórn landsins. Og nú er landið sokkið. Sá sem hleypti kálfunum út ber ábyrgð. Sá sem gaf þeim lausan tauminn ber ábyrgð. Sá sem átti að fylgjast með þeim ber ábyrgð. Sá sem sat aðgerðalaus hjá þegar bjöllurnar tóku að hringja ber ábyrgð. Og við sem ekki skildum fjár- glæfragaldur lánakastalans, en stóðum þögul hjá og horfðum á gullkálfadansinn, berum líka ábyrgð. Við vöknum nú upp við vondan draum. 8. Við vorum vakin snemma á mánu- dagsmorgni, 29. september síðastliðinn. Glitnir þjóðnýttur. Og ofan á illar fréttir um banka- hrun bættist sú ótrúlega stað- reynd að Davíð var enn við stjórn. Seðlabankastjóri hafði tekið fram fyrir hendurnar á forsætisráð- herra. Geir sat á kolli úti í horni þegar Davíð tilkynnti yfirtöku á Glitni. Samfylkingarráðherrar voru rétt búnir að setja á sig bind- ið þegar allt var yfirstaðið. Völdin höfðu verið tekin af ríkisstjórn landsins. Við gátum ekki metið réttmæti aðgerðarinnar en reiði vakti sú staðreynd að höfuðpaurinn í sand- kassaleik síðustu ára hafði nú étið banka andstæðinga sinna. Það tók hann ekki viku, heldur aðeins eina helgi að „knésetja“ þá. Auðvitað gat aðgerðin ekki verið óumdeild. Til þess var maðurinn of umdeild- ur. „Seðlabanki Íslands var eini Framhald á bls. 26 Ísland er dautt. Lengi lifi Ísland! Þjóðarþrot í átján liðum Góðæristíminn er liðinn. Við fengum skell. Og glímum nú við gróðaharðindin. Þau geta samt aldrei orðið jafnslæm og móðu- harðindin. Við skulum því ekki gefast upp. Hreinsum til, skiptum út því gamla og byggjum nýtt og betra þjóðfélag. DAVÍÐ VÍKI „Og þá fer seðlabankastjóri líka. Arfleifð þeirra félaga er aldeilis glæst ... Hinn glæsti Davíðstími endar í þjóðarþroti.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MAGASIN DU NORD „Allt í einu var íslenska útrásin orðin hálfabsúrd.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KAUPÞING „Gamalt draumaverk [framkvæmt]:að knésetja Kaupþing.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GEIR VÍKI „Geir H. Haarde er fulltrúi stjónvalda síðustu ára, þeirra sem sváfu á verðinum ... Því hlýtur hann að segja af sér um leið og skútan kemst á sæmilega lygnan gjaldeyrissjó.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.