Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 8
8 25. október 2008 LAUGARDAGUR Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, hóf umræður í stórþinginu á því að lýsa alvöru kreppunnar á Íslandi og vilja norskra stjórnvalda til að hjálpa bræðraþjóð í Atlantshafi. Forsæt- isráðherrann og ráðherrar í ríkis- stjórninni hafi fylgst grannt með þróuninni á Íslandi og sendinefnd var send hingað til lands. „Norðmenn taka jákvætt í það að styðja Ísland. Staðan sem komin er upp á Íslandi er flókin og krefst þess að farið sé vel yfir hana. Við höfum lagt áherslu á að hugsanlegur norskur og norrænn stuðningur grundvallist á þörfum og óskum Íslendinga,“ sagði hann. Anna Margrethe Larsen, þing- maður Vinstriflokksins, sagði að Norðmenn hefðu hagsmuni af því að koma í veg fyrir að efnahagur nágrannaríkis hryndi. Ef allt færi á versta veg þá færði það kreppuna nær Norðmönnum. Bjørg Tørresdal, þingmaður Kristilega þjóðaflokksins, gagn- rýndi norsk stjórnvöld fyrir að hafa brugðist seint við. „Það vakti undrun þegar við sáum upplýs- ingar um að Íslendingar sæju sig neydda til að hefja viðræður við Rússland um stórt lán. Við hefð- um búist við að viðbrögðin frá norskum og norrænum stjórn- völdum hefðu verið sterkari og sneggri,“ sagði hún. Sænskir þingmenn lýstu áhyggjum yfir því hvað Rússum gengi til að bjóða Íslendingum lán og bentu á að Íslendingar hefðu ekkert varnarlið lengur. Finn Bengtsson, þingmaður sænska hægriflokksins, velti upp spurningu um hvort Rússar gætu fengið efnahagsleg völd á Íslandi í samningaviðræðum milli þjóð- anna um lán. Mats Odell, við- skiptaráðherra Svía, sagði að Svíar vildu hjálpa Íslendingum. „Íslendingar eru í skipum og um borð í flugvélum á leið til Brussel til að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu,“ sagði Johan Pehrsson, þingmaður í sænska miðjuflokknum. Göran Montan, í sænska hægri- flokknum, taldi að sjálfstæði og tilvera Íslands væri í hættu ef íslenska þjóðin fengi ekki aðstoð. „Hvað myndu efnahagslegar skuldbindingar gagnvart Rúss- landi þýða fyrir sjálfstæði Íslands,“ spurði hann. „Maður þarf nefnilega ekki að hafa grun um samsæri til að fá grunsemdir um að ástæðurnar fyrir vilja Rússa til að aðstoða Íslendinga séu eitthvað annað en saklausar.“ Danskir stjórnmálamenn taka jákvætt í aðstoð við Íslendinga. ghs@frettabladid.is Við hefðum búist við að viðbrögðin frá norskum og norrænum stjórnvöldum hefðu verið sterkari og sneggri. BJØRG TØRRESDAL ÞINGMAÐUR KRISTILEGA ÞJÓÐARFLOKKS- INS. Ísland leitar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Allir krakkar sem mæta fá fría jólahúfu Erum staðsett í sama húsi og Office1 Skeifunni 17 Kíkið við á alvöru jólamarkað. Jólapappír, jólakort, jólagjafir, seríur og allt sem tengist jólunum á ótrúlegu verði. í boði Nóa Siríus í dag frá kl. 13 - 16 Heitt Súkkulaði og piparkökur UTANRÍKISRÁÐHERRA NOREGS Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, ásamt Valgerði Sverrisdóttur. Norrænir þingmenn óttast rússneskt lán Íslensk efnahagsmál komu til umræðu á norrænu þingunum í vikunni. Norsk stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist nógu snemma við. Íslend- ingar eru í skipum og flugvélum á leið til Brussel, segir sænskur þingmaður. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri stöðu sem er að koma upp og verð að segja það að ég vildi að við ættum fleiri og betri kosti um að velja,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, eftir að ríkisstjórnin hafði kynnt formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna umsókn um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, voru eins og Steingrímur afar þungbúnir þegar þeir gengu af fundi ríkis- stjórnarinnar. „Við erum búin að vera að horfa á þetta ferli núna í þrjár vikur og nú eru menn komn- ir í einhverja stöðu sem er kannski bara endapunktur í því sem ríkis- stjórnin sér fram undan í þessum málum. Það er auðvitað á hennar ábyrgð að fara með þessi mál eins og hefur verið gert,“ sagði Guð- jón. Steingrímur tók undir með Guðjóni að undanfarnar þrjár vikur hefðu ekki spilast vel. „Að sjálfsögðu eru engir góðir kostir í stöðunni, það er öllum ljóst. En að þeir yrðu að lokum svona hroða- lega þröngir finnst mér hart að þurfa að horfast í augu við. Og ég tel að menn hefðu getað notað tím- ann betur, reynt fleiri leiðir og haldið fleiri möguleikum opnum. Þar segi ég enn og aftur, að ég eig- inlega skil það ekki, að það skyldi ekki reynt að samræma norrænar aðgerðir okkur til stuðnings.“ Hvorki Guðni né Guðjón kváð- ust lofa stuðningi sinna flokka við lántökuna. Steingrímur tók enn dýpra í árinni. „Ég get engu lofað um slíkt og frekar hið gagn- stæða,“ sagði hann. Aðspurður um deilu Íslendinga og Breta sagðist Guðni hafa mót- mælt því alla tíð að Íslendingar tækju á sig meiri byrðar vegna IceSave-reikninga en þeim bæri og gagnrýndi framgöngu ríkis- stjórnarinnar. „Það þýðir ekkert annað en að taka fast á þessum Bretum. Það er okkar vandamál í dag að hafa ekki gengið strax til orrustu við þá þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalöggjöf og fóru með okkur eins og glæpamenn um allan heim og eyðilögðu okkar viðskiptakerfi. Það eru ein af þeim mistökum sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir,“ sagði Guðni. Formennirnir þrír eru hlynntir því að eignamenn sem stóðu að bönkunum flytji fjármagn til Íslands. „Það hljóta allir að telja það eðlilega kröfu að ná í þær eignir sem hægt er inn í þennan pakka. Ef þeir aðilar sem settu í okkur í þennan gríðarlega vanda geta komið að því máli með því að leggja til eignir þá væri það auð- vitað fagnaðarefni. Að öðrum kosti hljótum við að reyna að nálgast það eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðjón. gar@frettablaðið Lofar ekki stuðningi Formenn stjórnarandstöðuflokkanna lofa ekki stuðningi við lántöku íslenska ríkisins hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Ábyrgðin sé ríkisstjórnarinnar sem hafi spilað illa úr stöðunni síðustu þrjár vikur. FORMENN STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKANNA Þungt var yfir Guðna Ágústssyni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni og Steingrími J. Sigfússyni þegar þeir gengu af fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.