Fréttablaðið - 25.10.2008, Side 34

Fréttablaðið - 25.10.2008, Side 34
● heimili&hönnun Sýningin 100% Design Tokyo verður haldin í Tókýó dagana 30. október til 3. nóvember næstkomandi. Sýningin þykir vera ein af virtari hönnunarsýningum sem settar eru upp árlega í heiminum. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir verður meðal sýnenda sem fara út á vegum Útflutningsráðs, sem tekur í fyrsta sinn þátt í sýningunni. „Ég mun sýna kolla sem ég hannaði í námi mínu í Bandaríkj- unum. Það verður einn fullorðins- kollur og tveir sams konar barna- kollar sem kallast Pippi. Síðan verð ég með litlu sykurkarlana mína,“ útskýrir hún. Ragnheiður viðurkennir að vera undir miklum japönskum áhrif- um og að hún sæki innblástur helst þangað. „Því er frábært að fá að vera með á svona flottri sýningu í Japan. Þarna eru fyrirtæki, blaða- menn og fjöldi fólks sem kemur að skoða,“ segir hún áhugasöm. Á sýningunni er aðallega kynnt sérvalin innanhússhönnun, hús- gögn, eldhús- og baðherbergisvör- ur auk heimilistextíls. Markmið sýningarhaldara er að gera nýstár- legri og framúrstefnulegri hönnun sem hæst undir höfði. „Undirbúningurinn hefur tekið dágóðan tíma. Ég kom heim í júní eftir meistaranám í Bandaríkjun- um og sótti um að fá að vera með í sýningunni síðasta vetur. Síðan hefur hópurinn fundað frá því í sumar til að undirbúa sýninguna,“ segir Ragnheiður sem hóf nám sitt í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands en lauk því við Cran- brook Academy of Arts í Michigan í Bandaríkjunum. Um þessar mundir er hún að skapa sér sína eigin vinnu og koma hlutum í framleiðslu með því að taka þátt í keppnum og sýn- ingum. „Það er það sem þarf til að koma sér áfram og fá fólk til að taka eftir og sýna áhuga.“ Ragnheiður hefur nú þegar hlot- ið athygli fyrir hönnun sína og má þar nefna Ikea-kolla sem hún skreytti með kross- saumi. „Þeir hafa feng- ið einna mesta athygli og hefur verið fjallað um þá í mörgum tíma- ritum hér heima og erlendis. Mig langar að koma þeim í fram- leiðslu og þá með minni eigin kolla- hönnun, því þetta er náttúrulega Ikea- kollur sem ég nota,“ segir hún og bætir við: „Annars er ég að fara að selja litlu sykurkarl- ana mína og áprentuð viskustykki í nýrri verslun á Skólavörðustígnum sem heitir Krakk og opnar bráð- lega.“ Um 85.000 gestir komu á 100% Design Tokyo á síðasta ári. Sýn- ingin verður opin í fimm daga og verða íslensku hönnuðirnir með 60 fermetra sýningarbás sem skiptist á milli hönnuðanna. „Básinn verð- ur smíðaður í Japan en arkitekt- inn Theresa Himmer hannaði bás- inn út frá stuðlabergi,“ útskýrir Ragnheiður. Útflutningsráð heldur utan um allt skipulag og nýtur mik- ils stuðnings frá sendiráði Íslands í Tókýó sem hefur aðstoðað þátttak- endur í hvívetna. - hs Innblástur frá Japan ● Útflutningsráð skipuleggur nú þátttöku íslenskra fyrirtækja og hönnuða á hönnunarsýning- unni 100% Design Tokyo. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir er einn þeirra hönnuða sem taka þátt. Pippi-barnakollarnir eru litskrúðugir og skemmtilegir. MYND/RAGNHEIÐUR ÖSP Setið á rökstólum? Litlu sykurkarlarnir minna óneitanlega á japanskar teiknimyndafígúrur enda viðurkennir Ragnheiður að hún sé undir miklum áhrifum frá japanskri hönnun. Hún hefur einnig gert listaverk sem útskýra þá veröld sem sykurkarlarnir lifa og hrærast í. MYND/RAGNHEIÐUR ÖSP Heimur sykurkarlanna. MYND/RAGNHEIÐUR ÖSP F R É T TA B L A Ð IÐ /G V A Ragnheiður Ösp telur sýningar á borð við 100% Design Tokyo vera gríðarlega mikilvægar til að koma hönnun sinni á framfæri. 25. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.