Fréttablaðið - 28.10.2008, Side 15
Árskort í tækjasal
aðeins 3.333 kr. á mánuði*
* Skuldbinding í ár.
www.heilsuakademian.is - sími: 594 9666
Heilsuakademían í Egillshöll - frábær tækjasalur,
opnir tímar og landsins mesta úrval námskeiða
Ertu með eitthvað
gott á pjónunum?
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
María Grétarsdóttir starfar sem
verkefnastjóri hjá hugbúnaðar-
fyrirtækinu Applicon en lætur
vinnuna ekki hindra sig í því að
stunda líkamsrækt af miklum
dugnaðr og sækir pallaleikfimi-
tíma í Baðhúsinu þrisvar sinnum
í viku. María stundaði áður aðra
líkamsrækt en þurfti að breyta
til í kjölfar meiðsla.
„Ég æfði áður handbolta og fór
út að hlaupa, þannig að ég hef
lengi verið viðloðandi íþróttir,“
útskýrir María. „Ég lenti svo í
því að slíta krossbönd og þurfti
því að finna mér líkamsrækt sem
hentaði í ljósi meiðslanna og þá
kom í ljós að pallaleikfimin átti
svona vel við mig.“
María hefur stundað tímana í
Baðhúsinu í um þrjú ár. Hún seg-
ist einnig hafa prófað að sækja
tíma hjá öðrum líkamsræktar-
stöðvum en alltaf endað aftur í
Baðhúsinu.
„Ég hef prófað aðrar líkams-
ræktarstöðvar og þótt þar hafi
alls staðar verið frábær aðstaða
þá finn ég mig bara best í Bað-
húsinu. Þar er kennarinn svo frá-
bær og prógrammið skemmti-
legt. Svo er hópurinn sem er með
mér í tímum búinn að vera lengi
saman þannig að maður sækir
líka í félagsskapinn.“
Auk þess að sækja leikfimitíma
leggur María áherslu á heilbrigða
lifnaðarhætti dagsdaglega;
kemur það fram bæði í mataræði
hennar og hreyfingu.
„Ég á hund sem ég fer reglu-
lega út að ganga með og svo á ég
fjögur börn sem ég eltist við,
þannig að ég held að ég sé í fínu
formi,“ segir María. „Ég legg líka
áherslu á að borða fjölbreyttan
mat og að fjölskyldan borði alltaf
saman á kvöldin. Jafnframt er ég
formaður í barna- og unglinga-
starfi Stjörnunnar í Garðabæ,
enda er ég með stráka sem eru að
æfa fótbolta þar. Þannig að ég er
að stússast í einhverju íþrótta-
eða heilsutengdu flesta daga.“
Auk vinnu, heimilishalds og
líkamræktar hefur María einnig
fundið tíma til að stunda nám, en
hún lauk nýverið meistaranámi í
viðskiptafræði. Hún segir lík-
amsræktina hjálpa til við að
halda sér skipulagðri og bægja
frá streitu. „Heilbrigður lífsstíll
kallar fram jafnvægi í lífinu. Að
mínu mati er ekki nóg að blanda
bara saman vinnu og fjölskyldu-
lífi, heldur verður fólk líka að
finna tíma til að sinna sjálfu sér
og heilsunni.“
vigdis@frettabladid.is
Heilbrigður lífsstíll kall-
ar fram jafnvægi í lífinu
María Grétarsdóttir, verkefnastjóri hjá Applicon, leggur áherslu á líkamsrækt og hreyfingu í daglegu lífi.
Hún er dugleg að æfa í Baðhúsinu og hreyfir sig að auki reglulega með fjölskyldu sinni og hundi.
María Grétarsdóttir sést hér í pallaleikfimitíma í Baðhúsinu. Hún sækir slíka tíma þrisvar í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna
og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn,
sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og
prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð,
miðvikudaginn 29. október kl. 16-18 .
Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist
reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að
taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn
í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn-
unni og með því.
Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 .
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626
kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur
ÚTIHLAUP að vetri er góð heilsubót. Hafa þarf þó í huga
að klæða sig vel, sérstaklega á höfði og höndum. Til að verjast
beinhimnubólgu í fótleggjum er ráð að hlaupa í legghlífum og
ekki er verra að þær séu úr ull.