Fréttablaðið - 28.10.2008, Page 20

Fréttablaðið - 28.10.2008, Page 20
 28. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Það er metnaðarmál hvers fyrirtæk- is að huga vel að starfsfólki sínu og á þetta ekki síst við á tímamótum og stórhátíðum. Leikhúsin bjóða upp á gjafakort sem sniðugt getur verið að færa starfsfólki en með því móti er verið að gefa skemmtun og eftir- minnilegar stundir. Boðið er upp á fjölbreytta efnisskrá fyrir alla ald- urshópa og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gjafakort Þjóðleikhússins gildir á eina sýningu og gildir til tveggja ára í senn. Kortið er afhent í fal- legu hulstri og kostar 6.800 krónur fyrir tvo en veittur er magnafslátt- ur þegar keypt eru fleiri en tuttugu og fimm kort í einu. Þeir sem kaupa þrjátíu kort eða fleiri fyrir 10. nóv- ember fá gjafakortið á 5.000 krón- ur. Einnig er sérstakt tilboð á gjafa- kortum á Kardimommubæinn en þar býðst hvert sæti á 2.000 krón- ur fram til 30. desember. Líka er boðið upp á jólahlaðborð í Þjóðleik- húskjallaranum þar sem meistara- kokkurinn Siggi Hall kætir bragð- laukana í vetur. Þar er hægt að panta leikhúsveislur og jólahlað- borð á aðventunni. Í Borgarleikhúsinu er einn- ig boðið upp á gjafakort allan árs- ins hring en þar eru auk þess til- boð fyrir hópa af öllu tagi. Boðinn er hópafsláttur fyrir hópa sem eru stærri en tuttugu manna og eru gerð tilboð í afslátt fyrir hópinn. Stærri hópum býðst að fá skoðunar- ferð um leikhúsið fyrir sýningu og auk þess er hægt að panta gómsæta máltíð. - hs Kjörið er að bjóða starfsmönnum í leikhús þar sem upplifa má eftirminnilegar stundir. Einnig er hægt að borða saman áður en haldið er á sýningu. MYND/ÞJÓÐLEIK- HÚSIÐ Eftirminnilegar stundir að g Gjafakörfur fullar af góðgæti koma sér vel og hæfa ávallt tilefninu. Allir njóta þess að gæða sér á sælgæti og gera vel við gesti í mat og drykk. Öll þurfum við að borða og ekki spillir fyrir að gæða sér á góðgæti og munaðarvöru. Víða má fá gómsæt- ar gjafakörfur, stútfullar af matvöru sem leikur við bragðlaukana. Auk þess er mikil búbót að fá fulla körfu matar á heimilið. Í sérútbúnum gjafakörfum má oft finna sælkeravöru sem hinn almenni borgari veitir sér ekki á hverjum degi, hvað þá um þessar mundir. Því er kjörið að gleðja fólk með björg í bú því góðgætið í gjafakörfun- um er víst til að kæta heimilisfólk eða í það minnsta gesti og gangandi. Hér gefur að líta tillögur að gjafakörfum frá nokkrum sælkerafyrirtækjum bæjarins. - hs Fullt hús matar og mu „Við erum með gott úrv eins erum við með úrval Ostabúðinni á Skólavörðust hvert kjötmeti í stærri k erum við með gott ú Kaffitár býður upp á ilmandi kaffiskrín og -körfur sem innihalda nýbrennt kaffi, nýbakaðar smákökur og biscotti úr eldhúsi Kaffitárs og konfekt frá Freyju. Einnig er í boði mikið úrval af gjafavöru sem upplagt er að setja í körfurnar og er kaffið fengið án krókaleiða sem þýðir að bóndinn fær um 30% hærra verð en ella. Te & kaffi framleiðir ekki aðeins sælkerakaffi h eins og laufte, sultur, hunang, súkkulaði, brjós bjóðum nokkurn veginn allt sem á einhvern hát Guðmundur Halldórsson sölufulltrúi. Hægt er að Karl K. Karlsson b gjafa og kappkos gjafakörfu fyrir sta fjölbreyttar og falle Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í leikhúsunum en þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá og tilboð fyrir hópa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.