Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 2
Sunnudagur 14. febriiar 1982
2
á stúfunum
■ Tónleikarnir voru auglýstir I
mars en haldnir i febrúar. Engu
aó siður rambaði maöur á réttan
staö á réttum tima, svona þvi sem
næst, þetta var á Hótel Borg i
fyrrakvöld. Fjórar hljómsveitir
ætluöu að troöa upp: Purrkur
Pilnik, Q4U, Jonee Jonee og eitt-
hvert fyrirbæri sem taldi ástæðu
til aö nefna sig Linsubuff
Haraldar Hilditannar. Fyrir utan
dyr stóð pinu drengur og seldi
dýru verði merki hljómsveitar-
innarSjálfsfróun, þaumerki voru
eins og við mátti búast.
Inni var diskótek, i byrjun.
Mikið spilað af Stranglers og fór
vel á þvi. Þarna væru mættir
úlpumenn i hrönnum (sjá
skýringu siðar) og nokkrir leður-
klæddir, striðhærðir, slagorða-
málaðir. Ég viðurkenni fúslega
að ég gat engan veginn greint
hvort þar voru á ferð „pönkarar”
eða ... „gervipönkarar”. Það er
ekki einn og sami hluturinn, eins
og ég vænti að liggi i augum uppi.
Hljómsveitin QU4 samanstendur
til dæmis af „pönkurum” og
engum „gervipönkurum”. Fyrir
fáum dögum birtist i Dagblaðinu
& Visi samtal sem Oddrún Vala
Jónsdóttir, poppfréttaritarinn
knái, átti við meðlimi þessarar
hljómsveitar — þar veður á
súðum! Ég get ekki stillt mig um
að birta valda kafla úr þessu
samtali, um leið er hljómsveitin
Q4U sæmd nafnbótinni „ljós vik-
unnar” og getur gengið að kerti
ÚLPUMENN Á
HLJÓMLEIKUM
sinu visu hér upp á ritstjórn
Helgar-Timans.
„En hvað finnst ykkur um
fólkið sem sækir tónleika hjá
ykkur, eða bara yngra fólkið yfir-
leitt?” spyr Oddrún Vala.
Stendur ekki á svarinu, að þvi er
viröist.
„Yngri krakkarnir eru bestu
áheyrendurnir, þeir sýna hvað
þeim finnst, ef þeir eru ánægðir
þá klappa þeir og vilja fá að
heyra meira en ef þeim leiðist þá
sýna þeir það lika, klappa ekki
endalaust eins og þeir eldri. Til
dæmis á Borginni sem er nú fræg
fyrir að þangað sækja aöeins
pönkarar, hvað sem þaö er nú
fengiö, ég get sagt það með góöri
samvisku að þar eru yfirleitt
svona fimm manneskjur sem
geta kallast pönkarar. Þar er
yfirfullt af kúltúrliði og það eru
leiðinlegustu áheyrendurnir, þeir
eru eins og sprellikarlar, það er
togað i band og þá klappa allir.
Engin aksjón. Það er ekkert til
hjá þessu fólki sem gæti kallast
frjáls hugsun, það er búið að
troða sig út af bókum og stað-
reyndum* Voðalega leiðinlegt.
Það hugsar alltof mikið, það er
málið. Hér þykir enginn maður
með mönnum nema geta lesið
Islendingasögurnar aftur á bak.
Úlpumenni”.
Hver láir Oddrúnu Völu þó
henni sé spurn: „Úlpumenni,
hverskonar fólk er það?”
„Pólitiskir egóistar með sitt
hár og ganga i ðlpum og drekka
Gevalia. Það er hinn týpiski
menntaskólamaður sem mætir á
fundi hjá Eik m .1. til að gefa skit i
Fylkinguna, reykir sig útúr
stoned og talar um byltinguna.
Málið er ekki hvað þú getur
heldur hvað þú gerir, og svo gerir
þetta fólk ekki neitt — jú, gefur
skit i Fylkinguna og svo gefur
Fylkingin skit i Eik m.l.
Ef það væri almennilegt fólk á
bak við samtök eins og her-
stöðvarandstæöinga, þá væri
þetta hreyfing sem væri búin aö
sjá til þess að herinn væri farinn
til fjandans. Það er nefnilega
munur á þvi að pæla þetta út
sjálfur en að lesa allt uppúr bók.”
Snilldarlegt! Lifi frjáls hugsun
hljómsveitarinnar Q4U! Þarna
kom það, af hverju ekkert hefur
verið „gert”. En munur, að hafa
pælt þetta allt út sjálfur! Glaður
gæfi égúlpunamina fyrir það! Og
þá þetta hér:
„Hvernig finnst ykkur svo að
búa hér?” — er spurt.
„Það er falleg náttúra og allt
það en fólkið er alveg fáránlegt,
hefur litið og ónotað heilabú...
Égseginúekki meira. Þarna er
mergurinn málsins, kjarnyrtur,
og ekki skafið utan af hlutunum!
En það voru þessir tónleikar.
Eftir nokkra bið stigu nokkrir
drengir upp á senuna, þeir brostu
feimnislega. Var þarna komin
hljómsveitin Linsubuff Haraldar
Hilditannar? Likast til ekki. Að
minnsta kosti spiluðu þessir
drengir ekki nema eitt lag og
gerðu það, ef satt skal segja,
mjög illa. En þeim fannst gaman
að þessu og sumum áheyrendum
einnig.
Hljómsveitin Jonee Jonee birtist
næst, söngvarinn þusaði eitthvað
um að einhverjir hefðu ekki mátt
spila vegna aldurs, eða þannig
skildi ég það. Linsubuffið ungt?
Satt að segja haföi ég bara
gaman af Jonee Jonee, nema ég
hefgrun um aðsöngvarinn —sem
við Oddrún Vala munum ekki
hvað heitir — hafi hlustað um of á
Einar Orn Benediktsson, Purrks-
raddara. Kannski er það bláber
misskilningur. Nema hvað eitt
lagið fjalaði um Helga Hóseas-
son, og þá var nú sumum nóg
boðið. Upp reis gildvaxinn, hvit-
hærður maður vel yfir miðjum
aldri, hafði fengið sér einum of
mikið i staupinu, og öskraði:
„VIÐ ERUM ALLIR ISLEND-
INGAR OG SVONA BULLU-
SKAP VILJUM VIÐ ENGAN
HAFA!”
Aftur á móti var augljóst að
flestir annarra áheyrenda létu
sér þennan bulluskap vel lika og
hljómsveitinni var yfirleitt vel
fagnað. Ein stúlka blistraði meir
að segja eftir hvert lag.
Nú kom hlé og siðan var röðin
komin að Q4U, með stóra og
notaða heila. Söngkonurnar tvær
setja mestan svip á þennan flokk,
sem flytur hart og gróft „pönk”
rokk, nokkurn veginn eins og það
var á velmektardögum Sex
Pistols og Stranglers. Sannlega
ekki öllum að skapi, en hljóm-
sveitinmun eiga sér formælendur
ófáa. Hins vegar varð ég var við
að söngkvensurnar Ellý og Linda
ollu aödáendum sinum og karl-
rottum miklum vonbrigðum: þær
fóru ekki úr að ofan! Það er
engum hægt að treysta nútildags,
meir að segja Bubbi Morthens
syngur stundum heilt kvöld full-
klæddur.
En hvað um það. Að lokum var
togað i spotta og úlpumennin
■ Hljómsveitin Purrkur Pilnikk
klöppuðu kurteislega. Enginn
annar.
Fyrir ári siðan var Purrkur
Pilnik ekki til, svo vitað sé. Nú
voru þeir aðalnúmerið á þessum
tónleikum og auðheyrilega aöal-
ástæða þess að s vo margir lögðu á
sig að koma. Þvi það var troðið á
Borginni, úlpumennin i algerum
meirihluta. Segðu mér hverjir
eru vinir þinir og ég skal segja
þér hver þú ert.
Einar örn Benediktsson er til
fyrirmyndar. Hann kom fyrir
sjónir sem ákaflega geðþekkur
ungur drengur — máske ekki sú
imynd sem hann vildi vekja en
má vel viðuna. Og meira að segja
ég get heyrt að honum hefur farið
geysilega mikið fram sem
söngvara, ellegar raddara. Sviðs-
framkoman bara skemmtileg.
Það sem ég tók lika eftir og
heyrði var að hljóðfæraleikar-
arnirþrir — þeir heita Friörik, og
spilar á gítar, Bragi, bassa-
leikari, og Asgeir á trommúr —
voru góöir. Þrusugóðir, myndi
Friðrik Indriðason segja en hann
hefur nú öðrum hnöppum að
hneppa frá... Lög, hjóðfæraleikur
og söngur — allt er þetta fjöl-
breyttara og betra en áður.Hins
vegar er mér ekki gefinn sá hæfi-
leiki að heyra orðaskil i textum
þó heyrðist betur i Einari en fyrri
söngvurum þetta kvöld.
Eitt má ég til með að gera
athugasemd við. Eins og við
rannsóknarblaðamennirnir á
— engin sorgarbönd...
Helgar-Timanum upplýstum
fyrir nokkrum vikum þá er látinn
Hermann Pilnik, stórmeistari i
skák, nafngjafi Purrksins að
hálfu. Er Einari Erni voru færð
þessi tiðindi sór hann að næst er
hljómsveitin kæmi fram myndu
meðlimir bera svört sorgarbindi.
Ég veit ekki betur en þessir tón-
leikar séu hinir fyrstu siðan frétt-
irnar spurðust út, en þeir fjór-
menningar báru engin sorgar-
bönd. Þetta kallar maður að hafa
fjarlægst uppruna sinn.
—Luigi.