Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. febrúar 1982 9 menn og málefni SÓSÍALISTAR í HÆGRI BEYGJU ■ Agreiningur sósialista tekur á sig hinar margbrotnustu myndir og oft litt skiljanlegar og sem betur fer stundum skop- legar. Þrætubókarlistvirðistsó- sialistum i blóð borin og allt það japl og jaml og fuður sem þeir tileinka sér i umræðunni er „moðhausunum” sem ekki eru innvigðir i fræðin óskiljanlegt með öllu. Langt er nú um lið ið siðan „dialektisk efn- ishyggja” var upp á sitt besta og „söguleg nauösyn” fyrir bi, nema hjá heims- veldissinnunum i Sovét. Fyrir nokkrum árum skörtuðu lærð- ar greinar i Þjóðviljanum einhverju sem gefið var heitið „visindalegur sósialismi”, sem gefa átti fyrirheit um lausn flestra eða allra sambúðar- vandamála. Hvaðan þetta kom, hvað það var, og hvert það fór er hulin ráðgáta. En sjálfsagt vita þeir þetta sem hugtakið notuðu i tima og ótima, og sennilegast er það alveg nóg. S.l. sumar efndu sósialistar til skrýtinnar og skemmtilegrar upákomu er þeir Kjartan Jó- hannsson formaður Alþýðu- flokks og Svavar Gestsson fc*-- maður Alþýðubandalags sendu skoðanabróður sinum Mitter- rand hugheilar hamingjuóskir i tilefni glæsilegs kosningasigurs. Málgögn beggja formannanna máttu vart vatni halda af hrifn- ingu vegna sigursins og hefði gleði þeirra vartorðiðeinlægari en þótt Svavar eöa Kjartan hefðu verið kjörnir Frakklands- forsetar. Svo hófst gamanið. Allaballar sögðu forsetann vera allaballa, og voru fransklærðir bók- menntafræðingar leiddir til vitnis um það í málganginu, en kratarsögðu að Mitterrand væri ekkert annað en réttur og sléttur krati sem ætti hug- myndafræðilega samleið með Alþýðuflokknum og hananú. Mikið hefur sljákkað i deilunni um eignarhaldið á franska só- sialistaflokknum og enn sem komið erhafa allaballar ekki elt hann inn í Aþjóðasamband jafnaðarmanna. Krötum afneitað Enn einn ganginn hafa só- sialistarnir i krataflokknum og allaballaflokknum fundið sér verðugt ágreiningsefniog fara á kostum i hugmyndafræðinni. Hinn vigreifi ritstjóri Alþýðu- blaðsins Jón Baldvin Hanni- balsson skrifaði leiðarakorn laugardaginn 6. febrúar undir fyrirsögninni Paradísarmissir og það er hvorki meira né minna en hin skandinaviska paradís sem glötuð er. Danskir sósial-demókratar fá heldur en ekki á baukinn og fá jafnvel Sviar sinn skammt. Eftir áratuga valdasetu jafn- aðarmanna i Danmörku lýsir Alþýðublaðsritstjórinn niður- stöðunni þannig, að þar sé ekki annað en .Jélagsráðgjafaríki”, þar semfjárlögin séu mestan part upp á krit. Hin pólitiska forysta er veiklunduð og ráð- þrota og kemur sér ekki saman um nein úrræði. Tvær milljónir manna lifa á opinberu framfæri sem opinberir starfsmenn eða framfærsluþiggjendur en 1.7 mflljón manns starfa i atvinnu- lifinu. Félagsráðgjöf er höfuðat- vinnuvegurinn og launa- þiggjendur i' þeirri grein og „vúlgermarxistarnir” á fjöl- miðlunum bregðast hinir verstu við og spyrja aumingja Anker forsætisráðherra af ■ Jón Baldvin. ■ Anker Jörgensen. ■ Kjartan. þjósti hvort hann ætli aö svikja velferðarrikið, ef hann lætur sér detta eitthvað i hug til að létta á rikisf ram í ærslunni. Svona lét Jón Baldvin gamm- inn geisa og hefur Danskurinn íiklega ekki fengið jafnhörmu- lega útreiö i svo stuttu máli siðan Jón biskup Arason lýsti viðureign sinni við þá i Viðey hér um árið. Kratar lofsungnir Enþarna var of gott tækifæri til að láta ónotað að troða illsak- ir við Alþýðublaðið. Af öllum mönnum ris ekki nerna Kjartan Þjóðviljaritstjóri upp til varnar dönskum sósialdemó- krötum og ber jafnvel blak af öðrum skandinaviskum krötum ileiðinni. Ekki þarf meira til en að Alþýðublaðið snúist gegn j a f na ð a r s t e f n u n n i á Norðurlöndum svo að Þjóövilj- inn taki upp hanskann fyrir hana, og nú er fagnaðarerindið að saga sósialdemókrataftokk- anna i Noregi, Sviþjóð og Dan- mörku sé löng og merk, eins og Kjartan kemst að orði. Málgagni sósialisma og þjóð- frelsis var svo mikið niðri fyrir vegna ummælanna, að stefnu- breytingu Alþýðublaðsins var flengt upp á forsiðu og vitnað þar i „góðan og gegnan Alþýðu- flokksmann”, sem bað þá á Þjóðviljanum að geta hvaðan ummælin um dönsku kratana væru fengin. Gáfnaljósin gátu upp á Mogens Glistrup, og svo var leiðarinn undir fyrirsögn- inni Glistrup á Alþýðublaðinu. Siðan upp komst um skandi- navisku kratana um siðustu helgi linnir vart umfjölluninni um efnið. Þeir Jón Baldvin og Kjartan skrifast nær stööugt á i blöðum sinum og vandlætingin skin út úr hverri setningu. Hinn fyrrnefndi úthúðar stjórnar- stefnu norrænu jafnaðarmann- anna og hinn ver hana. Von er að ÞÞ velti fyrir sér i Timanum „Mikið hefur Alþýðu- flokkurinnbreystsi"ðaná dögum Jóns Baldvinssonar og Harald- ar Guðmundssonar.” Stefna til hægri En fleira hefur breyst. Allt eins mætti maður velta fyrir sér: Mikið hefur Alþýðubanda- lagið breyst siðan á dögum Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar. Það hefði einhvern tima þótt saga til næsta bæjar að Þjóðviljinn tæki upp hjá sér að verja stefnu skandinavi'skra sósialdemó- krata og eiga þá i höggi við Alþýðublaðið. Þjóðviljinn kemst að því að Alþýðublaðið sé á hraöferö til hægri og dugir ekki m inna en a ð likja skoðunum ritstjóra þess við skoðanir og stefnu Ronalds Reagan, Margaret Thatcher og MogensGlistrup.Ekki er nú Jón Baldvin kominn lengra til hægri ennþá. En á hvaða hugmyndafræði- lega ferðalagi skyldi Kjartan Olafsson varaformaður Alþýðu- bandalagsins vera? Þótt hann sémaöur enn á besta aldri hefur hann þó lifað að mæra félagana Stalin, Krústsjev og Brésnjef og allt þeirra æði. Þá hefur hann daðrað við Evrópukommúnista og alls kyns marxisma vitt og breitt um veröldina, yljað sér við bræðraþel franskra jafn- aðarmanna og hefur núuppdag- að fiffið i dönskum krötum, og telurferilþeirra hinn merkasta. Sú var tiöin, og hún ekki löngu liðin, að fylgjendur Alþýðu- bandalaganna á Islandi töldu sósfaldemókrata einhver mestu pólitisku úrhrök sem andann draga á þessari jörð. Um þetta vitna mikilúðleg bókmennta- verk og nær 50 árgangar af Þjóðviljanum, og er visað til þessa ef sanna þarf. Skandi- naviskir jafnaðarmenn voru allra krata verstir og ömurleg- astar voru lýsingarnar á þeim Umaerþeirvoru að byggja upp þau velferðarþjóðfélög, sem nú riða til falls að sögn Alþýðu- blaðsins, en Þjóðviljinn ver félagsmálastefnu sósial- demókrata á Norðurlöndum heilshugar, og af sannfæringu. Skríða í kratabólið Vel má rétt vera að Alþýðu- flokkurinn hafi tekið kúrsinn til hægri og eigi ekki hægt um vik með að rétta af. Þar sem kommarnir hafa einkarétt á söguskoðun verða aðrir aö láta sérduga brjóstvitið til að reyna að átta sig á stefnubreytingu þeirra. Það sem var fyrir nokkrum árum, að þeirra sögn, argasta hægrivilla sýnist nú vera það leiðarljós sem þeir stýra eftir. Það vill segia að þeir elta kratana ihægri beygjunni eins og glefsandi rakkar. Oddur Olafsson ritstjórnarfulltrúi skrifar Hvar þetta kapphiaup endar má guð einn vita. Það þarf meiri spámann en þann er hér situr á áhorfendapalli til að sjá hvar i'slenskir kratar bera niöur næst til að leita sér fyrirmynda og stefnu og hve lengi allaböll- um helstá þvi hugmyndafræði- lega bræðralagi er þeir hafa nú valiö sér, en öll söguleg rök hniga aðþvi'að hvorugur aöilinn lætur af lauslætinu og að alla- ballar skri'ði i þau ból sem kratar hafa velgt og eru hlaupn- ir úr. Það er kannski skemmra i það en margur hyggur að Alþýðubandalagið verði hreinn hægri flokkur. Að minnsta kosti hefur það tekið upp stefnu Glistrups i varnarmálum ó- mengaða og hver veit nema að það séfleira nýtilegtaf hugsjón- um þess góða manns? Ná þeir íhaldinu? Ef heldur sem horfir og kratarbruna áfram upp á hægri kantinum með allaballa á hæl- unum kemur að þvi að ihaldið megi fara að vara sig. Að vísu hefur það nokkurt forskot og eitthvað dugir frjálshyggjuhug- sjónin enn og svo má alltaf efla upp nýja leiftursókn. En vonandi verður allur þessi bægsiagangur ekki til þess að hrekja ihaldið enn lengra til hægri, en þá er sú hætta fyrir hendi að það dragist aftur úr svo að þarna er eins gott aö vera á varöbergi. En hvernig sem það fer er áreiðanlegt að „blúndu- bolsar”, „vúlgermarxistar” og hugmyndafræðingar verða ekki i neinum vandræöum með aö útskýra stefnunaog sýna fram á söguiega nauðsyn þess að hægri beygjan á breiöa veginum liggi til framtiðarrikisins. Fyrirmyndarríki Vonandi lifa velferðarriki Norðurlanda það af þótt Jón Baldvin sé búinn að afneita þeim og Kjartan hafi tekið þau upp á sinn eyk. Þau þjóðfélög sem þar hafa verið byggð upp eru vafalitiö þau bestu sem tek- ist hefur að forma á þessari jörð. Þótt vissulega megi margt að þeim finna er ekki hægt að benda á neina aðra þjóöfélags- gerð sem tekur þeim fram. Þótt efnahagslegir erfiðleikar steðji að eru þeir sist meiri en annars staðar gerist. Það er óréttmætt og fávislegt að halda þvi fram að allt sé i kaldakoli á Norður- löndum þótt á móti blási. Vel má rétt vera að fulllangt hafi verið gengið i félagsmálalöggjöf margs konar og að hún sé dýr en það þýðir ekki aö þessar þjóðir standi á brauðfótum og þurfi að taka upp algjörlega nýja stefnu. Sem betur fer eru norrænir stjórnmálamenn yfirleitt ekki haldnir kredduföstum viðhorf- um um lausn mála og þótt Ank- er Jörgensen sé að reyna að hægja svolitið á hvað viðkemur kostnaðarsömum útgjöldum til félagsmála, þýðir það ekki að hann eða aðrir danskir forystu- menn ætli að kasta velferðar- rikinu fyrir róða, eða að það sé að falli komið. Norrænu þjóðirnar geta verið stoltar af þeirri félagshyggju sem þær byggja samfélög sin á og þótt margir hafi tamið sér að hafa allt á hornum sér varðandi Norðurlönd og ibúa þeirra og þjóðfélagsgerð eru Norðurlönd- in þrátt fyrir allt fyrirmyndar- riki veraldarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.