Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. febrúar 1982 17 ■ Strikkar ■ Distarterúpi ■ Flúri á fiðrildaveiðum ■ Eyðimerkurstökkvar- inn, eftir langa vist matarlaus með mönnunum en eru i raun annarar ættar, sem sé komnir af fuglaætt — mörgæsum. Nokkrar mörgæsategundir þroskuðu með sér þann hæfileika að klekja egg sin út inni i líkamanum, svo af- kvæmin fæddust lifandi og eftir það þurftu mörgæsirnar ekki að leita til strandar en gerðust alger sjávardýr. Nasir þeirra færðust upp á höfuðiö og efri hluti goggs- ins breyttist i fullkomna siu, ekki ósvipað skiðum þeim sem sumir hvalir höfðu. Vortexarnir eru þó ekki einu afkomendur mörgæs- anna sem hafast við i sjónum, ýmis smærri afbrigöi lifa einnig góðu lifi en halda flest gogg sinum litt breyttum. Flatsnákur líkur snigli Uppi i fjöllunum, þar er nú lik- ast til margt á seyði ekki siður en annars staðar. „Rúffla” heitir lit- ið dýr, sem komið er af kaninum, og nærist einkum á mosagróðri. Stærstu dýrin sem hafast við i fjöllunum eru „greitur” sem eru vafalitið komnar af fjallageitum sem þekktust i gamla daga. Mik- ill munur er á karl- og kvendýrum þessarar tegundar. Karlkynið hefur stórt flatt horn sem aðal- lega er notað i innbyrðis átökum um kvendýrin, en þau eru aftur á móti búin háu og hvössu horni sem er lifshættulegt öllum þeim sem komast i tæri við það. Greit- ur þessar ferðast i flokkum, eitt karldýr og nokkur kvendýr og af- kvæmi þeirra, og stendur karlinn vörð. Sjái hann hættu nálgast reisir hann langa rófu sina og kvendýrin flýja i skjól eða snúast til varnar ef svo ber undir. Hættan kemur ekki sist frá „sjúrökkum”, sem munu kómnir af mörðum, en miklu stærri. Sjúrakkarnir eru gráleitir og eiga auðvelt með aö dyljast i stór- grýttum fjöllunum, þeir veiða i hópum og umkringja bráðina áður en þeir láta til skarar skriða. Einhver sérkennilegasta skepnan sem þrifst I fjöllunum er áreiðanlega „fallmúsin”. Hún er ekki merkileg fullorðin en ungarnir hafa á enda rófu sinnar hárbrúsk sem minnir á biðukoll- ur. Þegar ungu fallmýsnar yfir- gefa hreiður foreldra sinna kasta þeir sér eitthvað út I loftiö og geta borist með vindinum i allt að 24 klukkutima. Margir láta náttúr- lega lifiö en fallmýsnar eignast svo mörg afkvæmi að nægilega margar komast ætið af. Þrátt fyrir að heimsálfa sú sem kölluð var Ástralia á dögum mannsins hafi nú sameinast Evrósiu er dýralif þar enn tiltölu- lega einangrað. Hinir miklu regn- skógar sem þekja Astraliu gera að verkum að erfitt er að trúa þvi að fyrir aðeins siðan var Astralia hluti Suður- heimsskautslandsins. Hún losnaði frá um það bil og tók aö reka norður á við. Fyrir 50 milljón árum — um það er maöurinn var upp á sitt besta — var Astralia stödd á eyðimerkur- svæðinu og var þá kunn fyrir sér- kennilegt dýralif. Hin langa ein- angrun álfunnar olli þvi að þar þróuðust ýmsar aðrar tegundir en viðast annars staðar, einkum pokadýr. Er Astralia fyrir 10 milljón árum rakst á Asiu, hlóðst upp gifurlegur fjallgarður sem er fáum fær nema fuglinum fljúg- andi og þvi heldur Astralia ein- angrun sinni að mestu. Fjall- garöur þessi er miklu hærri en hæsti fjallgaröur á dögum mannsins, Himalæjafjöll. Þau pokadýr Ástraiiu sem mest áber- andi voru i eina tið,kengúrur, en „giantölur” hafa nú leyst þær af hólmi. Giantölurnar eru stærri og hafa þurft að aðlagast hitnandi veðurfari i álfunni. Þær eru reyndar stærstu frumskógardýr i heimi, ná þriggja metra hæð og ■ Valúi'ant verður 5 metrar á liæð riku og Asiu um heiminn. Raunar var sú eldvirkni þegar byrjuð er maðurinn var við lýöi og hafði þá hlaðiö upp eyjaklasanum sem kaliaður var Hawaii, en nú hefur — sunnar —- myndast stór eyja að nafni Batavia. Eins og liggur i augum uppi eru fuglar oftastnær fyrstu dýrin sem nema land á nýjum stað en I þessu tilfelli voru það leðurblökur. Ekki er vitaö hvernig það vildi til, en er fyrstu fuglarnir komu til eyjarinnar löngu siðar höfðu leðurblökurnar nær alveg lagt undir sig eyna og eru þar enn þann dag I dag ein- ráðar. Ýmis litil spendýr hafa þó numiö land en engum tekist að þróast til nokkurrar stærðar. Leðurblökurnar á Bataviu hafa þróast á margan og margvisleg- an hátt. Nefna má „flúrurnar” sem hafa misst vængi sina en i staðinn komiö sér upp hárrauðum kraga umhverfis andlitið svo aö likist algengu blómi á þessum slóöum. Flúrurnar sitja rólegar á jörðinni og snúa hausnum upp I von um að laða að skordýr sem þær gleypa siðan I snatri. önnur tegund sem misst hefur flughæfileikann eru „sjalottar” sem hafast viö i trjánum og hafa eina stóra kló á hverjum útlim. Þeir halda aö mestu kyrru fyrir, hanga neöan úr greinunum og éta lauf og skordýr, eöa þá smáspen- dýr sem hætta sér of nálægt. Niðri á ströndinni eru leöur- blökutegundir sem hafa stungiö sér til sunds og nota leifar vængj- anna sem sundfit. Þessar „sæ- leðurblökur” hafa þróast mjög svipað og mörgæsir frá flugdýr- um til sjávar-, og eru sumar teg- undirnar farnar að halda sig æ lengur í sjónum. Annars hreyfa þær sig á landi með þvi að stökkva um á halanum en nota fremri útlimina til stuönings. ekki sinn lika annars staðar. Má þar sérstaklega nefna grasætur sem halda sig á sléttunum. Ann- ars vegar er um að ræða „strikk- ana” sem eru fjórfættir en hlaupa aðeins með afturfótunum og hins vegar „wakkana” sem eru lik- Horranar lega háþróuðustu hlaupadýr I heimi. Wakkarnir hafa aðeins tvo útlimi, ákaflega sterka afturfæt- ur, en þeir halda jafnvægi með halanum. Langur hálsinn gefur dýrunum gott útsýni um sléttuna, jafnvel yfir geysihátt grasið sem þar vex. Helstu rándýrin á svæðinu eru „gúrratar” sem komnir eru af möröum og/eöa minkum, en likjast núoröiö einna helst jagúarnum sem þrifust á tima manna og voru af kattarætt. Annað svæöi sem áður var landtengt en er nú eyja er Lemúria sem áður var austasti hluti Afriku. Lemúria losnaði frá áður en rabbúkarnir höfðu leyst antilópur af hólmi og þvi lifa af- komendur þeirra enn á þessari „nýju” eyju. „Valúfantinn” er stærstur þessara dýra, hann nær fimm metra hæð og hefur allt að metra löng horn til að grafa eftir rótum sem hann nærist aöallega á. Er tvær landhellur rekast á er mikil hætta á eldvirkni og svo er um þann stað þar sem mætast hellurnar er flytja Norður-Ame- Öttalegastar leðurblaknanna eru „næturþrammararnir”, hrikalegar sem ná einum og hálf- um metra á hæð. Er leður- blökurnar iögðu undir sig jörðina beittu þær framfótunum — i þeirra tilviki vængjunum — mest til gangs og smátt og smátt varð til skepna sem gekk að fullu upp- rétt á framfótunum. Afturfæturn- ir eru búnir sterkum fingrum og klóm en snúa fram I stað aftur. Næturþrammararnir eru alveg blindir en hafa þróaö ratsjár- og heyrnarskyn sitt til hins ýtrasta svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Stuttu yfirliti yfir dýrarikið eins og það er nú — fimmtiu milljón árum eftir að maðurinn hvarf af sjónarsviðinu — er lokiö. Þaö er alls ekki okkar hlutverk að spá um framtiðina en þó getum við séð fyrir miklar breytingar — til dæmis næstu 50 milljón árin. Heimsáifurnar munu halda áfram að hreyfast og þannig munu aöstæður stöðugt breytast og skapa skilyrði fyrir nýjar og breyttar tegundir. Þaö má til dæmis leiöa likur að þvi að brátt veröi Amerikurnar komnar i há- marksfjarlægö frá Evrópu og Af- riku og fari að færast nær að nýju. Þvi muni norður hluti Ameriku aftur verða eyja. Eins kemur til greina að stór hluti landfiæmisins sem eitt sinn var Asiaevrópaaf- rikaástralia muni rifna frá sömu- leiðis aö Ástralia haldi áfram norður með ströndinni og rifni ef til vill frá. Og þaö getur Iika verið að Antartika yfirgefi loks suöur- pölinn og fari á flakk. Allt mun þetta breyta dýralifi mjög veru- lega. Bara aðekkirisi upp skepna á borð viö manninn og fari állka hamförum. Náttúran var nógu lengi aö ná sér eftir hann. —ij tók saman og endursagöi eru þvi vel til þess fallnar að ná upp i trén sem smærri jurtaætur ná ekki til. önnur dýr sem áber- andi eru á þessu svæði eru „possetar”, einnig pokadýr, sem er skyldastur tapirum af þeim dýrum sem þekktust er maöurinn var til. Possetarnir eru ekki ólikir afkomendum villisvina annars staöar. Þá má nefna „flatsnák- inn” sem er stór og myndarlegur með þykkan og digran skrokk. Flatsnákurinn hreyfir sig likast snigli. Blindar drápsvélar Eftir aö syðri hluti Ameriku hinnar fornu losnaöi frá nyröri hlutanum fyrir á að giska 20-30 milljónum ára, hefur þróast þar sérkennilegt dýralif sem á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.