Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 14. febrúar 1982 ■ Viktor Korchnoi brosir afsak- andi: „Ég verö aö biöja þig aö komameömérá kaffiteriuna. Ég á eftir aö snæöa morgunverö”. Eftir aö hafa kúfaö disk sinn með rúnnstykki, langloku, ommelettu og bláberjaskyri segir hann til skýringar: ,,Ég var i all- an morgun aö reyna að ná sam- bandi við konuna mina. Sima- sambandiö viö Leningrad er slæmt þegar ég á i' hlut. En þaö tókst að lokum”. Hann slær frá sér m eð hendinni. ,,Það er ekkert aö frétta af þessum málum. Fjöl- skylda mi'n hefur enn ekki fengiö leyfitil aö fara frá Sovétrikjunum og sonur minn er enn i fanga- búöum. Unnusta hans er hins vegar komin til New York. Þau voru i felum saman er hann reyndi að komast hjá herþjónustu en einum mánuði áður en hann náöist sótti f jölskylda stúlkunnar um leyfi til aö hún fengi að flytj- ast til Israel. Það var veitt og hún fluttist siðar til Bandarikjanna. Þau skrifast á en bréfin komast ekki á leiðarenda”. Hann stingur upp i sig stórum bita af ommelettu, segir siöan: „Fyrirgeföu. Þú vilt væntanlega komast aö meö spumingar um mál sem eru meira á döfinni”. — Reyndar ekki. Ég ætlaöi aö hyrja á þvi aö biöja þig aö segja mér frá uppruna skákferils þins „Sjálfsagt, sjálfsagt. Ég er fæddur i Leni'ngrad 1931 og byrjaöi ekki að stunda skák að ráöi fyrr en ég var orðinn þrettán ára. Þá fór ég aö safna skákbók- um, þreifa fyrir mér viö rann- sóknir og tefldi mikiö i Ungliöa- höllinni i borginni. Þetta hef ég reyndar rætt um i smáatriöum i bók sem ég skrifaði eftir að ég kom til Vesturlanda og heitir á ensku „Chessismy life” — Skák- in er lif mitt”. — Varstu þegar á unga aldri staöráöinn i aö komast á toppinn? Korchnoi hlær. „Það er erfitt aö segja. Ég átti mér þrjú áhugamál i æsku. Fyrst var tónlistin, mitt hljóöfæri var pianóið. 1 öðru lagi langaöi migtil að veröa leikari og var farinn að þreifa fyrir mér á þvi sviöi. Þriöja áhugamáliö var auövitaö skákin. Þaö kom svo i ljós smátt og smátt aö ég var alls ekki til þess fallinn aö veröa tón- listarmaður, hvað þá leikari, og þvi einbeitti ég mér aö skákinni. Tvi'tugur aö aldri náöi ég meistaratign þremur árum síöar varö ég alþjóölegur meistariog 25 ára var ég oröinn stórmeistari. Þeim titli náöi ég meöal annars meö þvi aö deila efsta sætinu á Hastings-skákmótinu 1955-56 með Friðriki Ólafssyni”. — Þií hefur teftt á glfurlegum fjölda skákmóta. Er eitthvert eitt mót sem stendur upp úr cr þú ift- ur til baka? „Ég hef ekki einu sinni tölu á þeim skákmótum sem ég hef unn- iö”, segir Korchnoi og brosir, „hvað þá öllum þeim sem ég hef tekið þátt i. Ætli ég hafi ekki sigrað á svona 25-35 alþjóðlegum mótum, og það er erfitt að velja eitt einstakt. Minnisstæðast er mér þó þegar ég sigraði á skák- þingi Sovétrikjanna i fyrsta sinn, árið 1960. Þetta var erfitt mót, mjög erfitt og ekki sist sálfræði- lega. Ég tefldi nokkrar mjög erfiðar skákir, en að lokum tókst mér að sigrast á erfiðleikunum og vann þrjár skákir i röð undir lok mótsins og varð sovéskur meist- ari”. — Mig Inngar aö vikja að einu. Það er almennt viðurkennt að livergi i heiminum er jafn mikið gert fvrir skáklistina og skákiðk- endur og i Sovétrikjunum. Engu að siður vilja margir skákmeist- arar flvtja burt og spreyta sig annars staðar, leggja jafn vcl á sig flótta til að sleppa. „Sjáðu til. Fyrsti nissneski meistarinn sem kaus aö flytjast úr landi — þaö var Alexander Alekhine, fyrrum heimsmeistari — spáöi mjög nákvæmlega fyrir um þróun skáklifs i Sovétri'kjun- um. Hann sagöi sem svo aö fyrst svo strangar reglur giltu um hvaöeina i Sovétrikjunum sem raun bæri vitni og mannréttindi af skornum skammti, þá myndu einstaklingshyggjumenn — menn sem sætta sig ekki viö aö aðrir hugsi fyrir þá — fljótlega lenda i vandræðum. Sovésk yfirvöld ályktuðúá þessa leiö: maöur sem hugsar, hann veröur sjálfstæöur. Og sá sem er sjálfstæöur, hann getur ekki veriö trúr þegn Sovét- rikjanna. Hvaö eiga þessir menn aö gera? Jú, þeir leggja fyrir sig skák. Skákin er meinlaus, abstrakt iþrótt. En það kemur fyrir aðskákmenn fara að hugsa út fyrir takmörkin sem iþróttinni erusett,skákörvar jú hugsunina. Og þar með sjálfstæði ein- staklingsins. Og svo kemur einn daginn að þvi að maður gerir sér grein fyrir þvi umhverfi sem maður lifir i, maður sér galla þess og takmarkanir. Þá er nær óhjákvæmilegt að lenda upp á kant við kerfið. Það er þess vegna sem skákmeistarar vilja flytjast á brott, þeir eru farnir að hugsa sjálfstætt. Möguleikarnir til að komast brott eru hins vegar að- einstveir: að sækja um leyfi til að flytjast til Israel eða flýja, eins og ég gerði. En eftir sem áður á ég i striöi við alltveldi Sovétrikjanna. Og stend einn, þegar allt kemur til alls”. — Annar sovcskur stórmeistari sem á i ekki ósvipuðum vand- ræðnm og þú er Bóris Gúlkó. Veistu hvernig hans mál standa nú? ,,Já, það veit ég”. Korchnoi verður alvarlegur á svip. „GUlkó á við mikinn vanda að striða. Ég skal segja þér hvernig þetta gekk fyrir sig. Eftir að ég flUði til Vesturlanda árið 1976 skrifuðu sovésk skákyfirvöld plagg þar sem ég var fordæmdur mjög harðlega og þetta plagg ætluðust þau til að allir sterkir skákmeist- arar skrifuðu undir. Sumir gerðu það aðrir f réttu að þeir hefðu gert það! Þó vantaðifjögur nöfn á list- ann. Mikhæl Botvinnik, David Bronstæn,Boris Spassky ogBóris GUlkó. Gúlkó hafði alla tiö reynt að vera trúr og dyggur þegn Sovétrikjanna bæði i einkalifi og yfir skákborðið, en samviska hans bannaði honum að skrifa undirþetta skjal. Það varekki vel séð af yfirvöldum, en hann lét andúð þeirra ekki á sig fá og tókst að sigra á skákþingi Sovétrikj- anna áriö 1977. Sá sem vinnur Þreyttur á að tefla við Sovétríkin titilinn skákmeistari Sovétrikj- anna er einhver virtasti ein-. staklingurinn þar eystra og yfir- völdin gátu ekki gengiö framhjá honum þegar valið var i ólympiu- sveitina sem tefla átti i Buenos Aires árið 1978. Þardróstsovéska sveitin meðal annars á móti hinni israelsku. GUlkó er Gyðingur og það vildi svo til aö hann tapaði skák sinni gegn Bleiman. Þegar heim kom var hann sakaður um að hafa tapaö skákinni viljandi til að hjálpa kynbræörum sínum fremur en löndum sinum. Fárán- leg ásökun en þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Skömmu siðar sótti hann um leyfi til að flytjast til Israel, ásamt konu sinni Onnu sem er i hópi öflugustu skák- kvenna So vétrikjanna og ef tir það var GUlkó frystur. Hann var tek- inn af launaskrá, honum var bannað að tefla opinberlega, hann var sviptur skáktimaritum og blöðum, og loks var nafn hans þurrkað Ut úr öllum sovéskum fræðiritum um skák. Setjum svo að í einhverri fræðibókinni heföi verið birt skák hans við Tæmanov til að varpa ljósi á tiltekið byrjanaafbrigði. 1 nýjustu útgáfu þeirrar bókar stæði nú að þarna tefldi Tæmanov viö NN. Gúlkó varekki lengur til. Hann leitaði til dómstólanna til aö fá leiðréttingu sinna mála en fékk ekki. Næst gerðist það að i desember 1980 fékk GUlkó heimsókn. Það var stórmeistarinn Anatóli Karpov. Karpov gerði GUlkó tilboð. Hann sagði sem svo: viö — taktu eftir: Við — skulum endurreisa þig til fyrri virðingar, þú skalt komastafturá launaskrá og fá aö tefla bæði heima og erlendis ef þU gengur aö ákveðnum skilyrðum. Nefnilega aö þú dragir umsókn þina til að flytjast til Israel til baka étirofan i þig ýmis ummæli sem þú hefur látið falla, og loks að þú aðstoðir mig litillega við undirbúning einvigis sem ég mun bráðlega heyja við Korchnoi. GUlkó neitaði. Allt situr þvi við það sama. GUlkó hefur að visu fengið að tefla dálitið á siðasta ári en hann nýtur þóengra réttinda á borð við aðra skákmeistara. Það bætti ekki úr skák að eftir að hann sigraði á meistaramóti Moskvu á siðasta ári flutti hann tölu þar sem hann lýsti yfir stuðningi við mig og baráttu mina við að fá fjölskyldu mina lausa. 1 septem- ber á siðasta ári var smyglað Ur landi nokkurs konar viðtali sem GUlkóhafði átt við sjálfan sig, þar sem hann útskýrir aðstöðu sina. Þetta viðtal þýddi stórmeistarinn og sovéski útlaginn Lev Albúrt sem teflir nú hér á Reykjavikur- skákmótinu og það hefur verið birt i fjölmörgum blöðum og timaritum um allan heim. Þetta viðtal var áskorun Gúlkós um hjálp. Ég vona að menn á Vestur- löndum gleymi honum ekki”. Korchnoi þagnar, alvarlegur á svip, en heldur svo áfram: „Ekki veit ég hvort Gúlkó hefur þurf t að gefa eitthvað eftirtil að fáað tefla að nýju en hitt hef ég heyrt að fyrirá aðgiska mánuðisiöan hafi Gúlkó reynt aö ná sambandi við Karpov. Hann skrifaði honum bréf en Karpov svaraði ekki. Þetta mál sýnir svo ekki verður um villst i hversu nánum tengsl- um Karpov er við valda- maskinurnar i Sovétrikjunum. Hann er verkfæri þeirra sem ráða i alræöisrikinu”. — Bóris Spassky, fyrrum heimsmeistari lentieinnig saman við vfirvöldin en fékk að lokum aö flytjast úr landi og býr i Paris. Hann teflir engu að siður undir fána Sovétrikjanna og þú, og fleiri, hafa gagnrvnt hann fyrir það. Hvers vegna?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.