Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 12
Sunnudagur 14. febrúar 1982 bergmál Kr ekki mál að hætta þessari vitieysu? LISTAMANNALAUN? ■ Laun handa listamönnum? Er það ekki nokkurn veginn sjálfsagt mál að hið opinbera hljóti að styrkja á einn eða annan hátt, viðleitni til lista i landinu? Það er jú á allra vitorði að þrátt fyrir að Islendingar séu löngum taldir listhneigðir menn — þeir lesi mik- ið.fari oft á sýningar og konserta, hengimargar myndir upp á vegg- ina hjá sér — þá er svo fjarri lagi að listamennirnir geti lifað mannsæmandi lifi af list sinni, nema fáir einir. Og sýningum i leikhúsunum verður varla við- haldið nema til komi utanaðkom- andi fé, aðgöngumiöar niður- greiddir og einhverjir skattar niðurfelldir. Sama máli gegnir um hljómleika, kvikmyndagerð og þar fram eftir götunum. Al- menningur verður að leggja lista- mönnum sinum lið, aö öðrum kosti yrði gróöurinn áreiðanlega fátækari. Þá er það ákveðið. En þá er eftir sú spurning, hvernig verður best hlúð að listamönnum? Er þaö til að munda bæði rétt og sjálfsagt að úthluta listamanna- launum — svokölluðum — á þann hátt sem gert var siðastliöinn miðvikudag? Sex menn, allir skipaðir af stjórnmálaflokkun- um, koma saman og makka um hverjir skuli fá launin að þessu sinni, löngu viöurkennt að úthlut- •unin sú fer ekki siður eftir póli- tiskum skoðunum listamannanna en verðleikum þeirra raunveru- legum. Nefndarmenn eru sira Bolli Gústavsson, lormaöur, Jón R. Hjálmarsson, Gunnar Stefáns- son, Magnús Þórðarson, Halldór Blöndal og Sverrir Hólmarsson: eru þeir endilega réttu mennirnir til að dæma um hverjir eru verðugir launa? Og þó svo væri — sexmenningarnir sjálfsagt hinir prýðilegustu listunnendur og hafa sitt vit á málum — gera þeir það þá á réttan hátt? Réttan hátt, segi ég. Það er nú það, vandi er um slikt að spá. En hitt held ég samt að liggi i augum uppi að skipu- lagið eins og það er núna er um það bil eins vitlaust og þaö frek- astgetur verið, og kemur fáum — ef nokkrum — að gagni. Til hvers er þá verið að þessu? Ja, ég spyr þig'- Hugum að þessu skipulagi. Listamannalaun skiptast i raun i þrjá flokka, en laun i efsta flokk — svonefndan heiöurslaunaflokk — veitir Alþingi. Þar sitja nú 15 manns en voru tólf i íyrra. Þetta eru i langflestum tilfellum menn sem komnir eru á efri ár, hafa starfað áratugum saman aö list sinni og hafa væntanlega allir komið sér að minnsta kosti sæmi- lega fyrir i lifinu. Ég vil taka sér- staklega fram að mér dettur ekki i hug að kasta nokkurri rýrð á þessa ágætu menn: engu að siöur held ég aö ýmsir aðrir listamenn þyrftu þá peninga sem þeir fá i hendur freinur. Þeir fá nú 33.050 krónur (af hverju þennan fimm- tiu kall?!) Hvað á til dæmis Hall- dór Laxness að gera við þessa peninga? Það er liklegt að eðli- legt sé af rikinu að haida úti sér- stökum viðurkenningum til þeirra listamanna sem hafa unnið Íengi og vel að list sinni og lagt mikið af mörkum til islensks menningarlifs, en ég er bara hræddur um að þaö fé sem veitt er til þeirra verði til þess að aðrir, yngri menn sem eru að brjótast áfram bæði i listinni og lifinu, fái minna i sinn hlut. Þvi sannarlega veröur enginn auðugur af að hljóta listamannalaun! Ekki hlutverk ríkisins að viðurkenna lista- menn í efri flokki sem úthlutunar- nefndin áðurnefnda sér um að veita laun, eru nú 94 listamenn af öllu tagi. Niu hafa bæst við siðan i fyrra: Gisli Magnússon, Gisli Sigurðsson, Gréta Sigfúsdóttir, Jónas Guðmundsson, Karen Agnete Þórarinsson, Kristinn Reyr, Óskar Aðalsteinn, Sveinn Björnsson og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Það er fjarri mér að draga i efa verðleika nokkurs þessara manna, en af hverju endilega þeir en ekki einhverjir aðrir? Sumir hafa jú ekkert gefið út i mörg ár, aðrir ekki haidið sýningu og svo framvegis. Það sem ég á viö er að þetta skipulag er gersamlega ó- tækt: aö einhverjir menn — hvursu ágætir sem þeir kunna að vera — úthluti náðarsamlegast peningum til þeirra sem þeir geta allir verið nokkurn veginn sáttir við, án þess að hafa i raun nokkr- ar forsendur fyrir úthlutuninni. Eða eftir hverju er íarið? Eru þettalauneða er þetta viðurkenn- ing? — sex manna hóps úr stjórn- málaflokkum. Satt aö segja held égaðúthlutunin nú sýni allra best fullkomið gjaldþrot þessa skipu- lags sem nú er farið eftir og mig grunar að nefndarmenn viti þaö sjálfir. Litum á hvernig þeir út- hluta i neðri flokkinn. Þar eru nú 40 listamenn en voru 53 i fyrra. Væntanlega hefur þaö stjórnast af fé þvi sem úthlut- unarnefndin hafði til umráða að fækkað var um svo marga, en hvað tók hún tii ráða þegar átti að skera niður? Jú, ekki mátti ein- ungis taka 13 út — þá hefði litið út fyrir að þeir væri siðri listamenn en hinir sem eftir sátu. Svo það var brugöið á það ráð að endur- nýja allan flokkinn taka inn 40 sem ekki fengu i fyrra. Gott og blessað aðláta eitt yfir alla ganga en er þetta ekki sönnun þess að nefndin telur sig alls ekki vera að úthluta launum heldur viður- kenningum? Þvi miður er það lika svo að i hugum alit of margra hafa þessi listamannalaun tekið á sig mynd allsherjar viðurkenn- ingar. Þú færö ekki listamanna- laun, ergó: þú er enginn, eða að minnsta kosti lélegur, lista- maður. Auðvitað er það ekki i verkahring rikisins að veita lista- mönnum gæðastimpil — nema þá um væri að ræða einhvers konar heiðursviðurkenningu eins og fyrr var drepið á — það er públikumið sem veitir þá viður- kenningu eða gagnrýnendur ef ekki vill betur til. Rikið á að gera svo vel að halda kjafti þegar þessi mál ber á göma en láta sér nægja að styrkja listamenn svo dugi. Hvað er hægt að gera við 5 þús. kr.? Þvi þessi „laun” duga ekki. Þeir sem eru i efri flokk fá 10 þús- und krónur — eina gamla milljón — þeir sem eru i neðri ílokk fá 5 þúsund krónur. Hvað er hægt að gera við 10 þúsund krónur? Að sönnu ýmislegt, þetta eru ein sæmileg mánaðarlaun. En mundu þessir peningar verða til þess að styrkja listamennina til mikilla dáða i viðureigninni við sköpunarþörfina geta þeir lifaö nokkuð áhyggjulausu lifi á þessu fé og skapað mikið og gott á meðan? Auðvitað ekki. Og 5 þús- und króna úthlutunin til þeirra i neðri flokknum er náttúrlega al- vegútihött! 5 þúsund krónur? Til hvers i ósköpunum? Sjálfsagt ágætt að fá 5 þúsund krónur upp i hendurnar en til hvers, að þykjast vera að veita þetta sem lista- mannalaun? Það er fáránlegt. Ég les i blöðum að úthlutunar- nefndin hafði nú til ráðstöfunar eina milljón 115 þúsund krónur. Það vill segja 111.5 gamlar milljónir sem mörgum er enn tamt að hugsa i. Ekki er þetta of- fjár en sæmileg summa þó Þessa peninga mætti : virki- lega nota, til þess aö efla og styðja við bakið á listsköpun i landinu en svona gerist það ekki. Að henda 10 þúsundum i 94 og 5 þúsundum i 40. Verður ekki til að skapa listaverk, er ég hræddur um. En þessir peningar eru bundnir i viðurkenningum sem úthlutunarnefndin nú og fyrrum hefurséðástæðutilaðveita. 1 efri flokknum eru menn til að munda til lifstiðar, þeir losna ekki nema deyja! Sem er asnalegt, að ekki sé fastar að orði kveöið. Þótt ein- hver listamaður geri akkúrat ekkert i tuttugu þrjátiu ár eða þá flestir sammála um að það sé nú öldungis ekki merkilegt, þá fær hann samt sin listamannalaun. Við sjáum mörg dæmi um slika menn á listanum yfir þá sem nú fengu pening. Eitt gott fyllerí! Og það sem enn fáránlegra er — það er verið að veita laun mönnum sem allir vita að eru i góðum stöðum úti i bæ, þiggja prýðis laun og hafa svosem ekk- ert að gera við peningana nema helst fara á eitt gott fylleri!! Sumir þessara manna eru meira að segja á launum hjá sjálfu rik- inu. Enn tek ég fram að það er langt i frá ég vilji móðga neinn, svo ég tek býsna augljóst dæmi Tilhversað veita Jóni Helgasyni i Kaupmannahöfn tiu þúsund krón- ur? Allir vita að Jón er frábært ská'ld, en þarf hann þessa peninga? Hann yrði liklega fyrstur til að þvertaka fyrir það. Og hvernig stendur á þvi að viðurkenndir og stöndugir leikar- ar eru á listanum? Það eru ungu og upprennandi leikararnir sem þurfa á peningum að halda hinir gamalreyndu hafa þegar öðlast viðurkenningu ieikhúsgesta og þurfa ekki á þessu sjónarspili rikisins að halda. Hins vegar mætti i tilviki leikara, stofna sér- stakan sjóð sem styrki þá til utan- farar eða annars álika sem ég álykta að hafi góð og þroskavæn- leg áhrif á leikara. Duga 10 þús- und, ég tala ekki um 5 þúsund, langt? Eða kvikmyndagerðarmenn. 1 neðri flokknum er Ágúst Guð- mundsson. Hann gerði frábæra kvikmynd á siðasta ári af hverju fær hann fimm þúsund kall út á það? Og af hverju þá ekki hinir, sem eru að vinna myndir sinar núna? Er ekki alveg eins, eöa ennþá frekar, ástæða til að styrkja þá? — þó styrkurinn mætti vera ögn hærri! Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að hér er ekki um laun að ræða heldur viðurkenningu. Sex menn eru að klappa Ágústi á koll- inn og segja: Gott hjá þér. Farðu og keyptu þér eitthvað fallegt! Kannski Ágúst geti keypt sér eitt- hvað fallegt, en það er ekki hlut- verk listamannalauna. Lista- mannalaun eiga að vera til þess aðauðveldalistamönnum lifið, og listsköpunina ekki gefa þeim vasapening. Djöfulinn vita stjórn- málaflokkar um listir? Ein milljón 115 þúsund, sagði Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.