Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. febrúar 1982 11 Korchnoi yppir öxlum. „Ég get litið sagt um mál Spasskys vegna þess aðþað er mér ráðgáta. Hér i eina tið, áður en Spassky varð heimsmeistari og meðan hann hélt titiinum, þá mátti hann kall- ast andófsmaður. Hann fór sinar eigin leiðir og gaf yfirlýsingar sem komu mjög illa við sovésk yfirvöld. A fyrirlestri sem hann flutti meðan hann var heims- meistari var hann meðal annars spurður hvers vegna Kéres hefði aldrei orðið heimsmeistari i skák. Hann svaraði á þá leið að gæfan hefði ætið verið Kéres andstæð ekki siðuren ættjörð hans.Sú ætt- jörð er Eistland sem Sovétrikin lögðu undir sig i síðari heims- styrjöldinni og hafa undirokað siðan. Þetta kom honum i koll eftir að hann hafði tapað fyrir Fischer og um tima var Spassky jafnvel hræddur um lif sitt. En að lokum fékk hann að giftast þess- ari stúlku, hann fékk að flyt jast til Frakklands, og siðan hefur hann verið sauðtryggur sovéskum yfir- völdum. Ég veit ekki hvað gerðist. Hann fer i vitlausa átt! Ég get nefnt að Spassky hefur jafnan sagt að hann hefði áikert á móti þvi að tefla við mig á skák- mótum, en eins og allir vita snið- ganga Sovétmenn öllmót þar sem ég er keppandi. En þegar á hefur reynt hefur Spassky alltaf fundið sér einhverja afsökun til að hætta við keppni i mótum þar sem hann veit að ég mun tefla. Nú i mars erum við báðir skráðir til keppni á opnu móti i Sviss. Auðvitað er allsekki vi’st að við myndum tefla saman þar sem mótið er opið en það gæti farið svo. Mér leikur ® ..Bóris Gúlkó hafnaði tilboði Karpovs og féll i ónáð. Ég vona að menn á Vesturlöndum gleymi lionum ekki”. hugur á að vita hvort Spassky muni mæta”. Nú fær Korchnoi sér stutt matarhlé en heldur áfram áþessa leið: „Taktu eftir einu. Það eru ekki sovésku stórmeistararnir sem sniðganga mót þar sem ég keppi. Það eru skákyfirvöldin sem eru undir beinni stjórn mið- stjómar kommúnistaflokksins. Af sovésku skákmönnunum er það aðeins Karpov — og ef til vill Petrósjan — sem mér fellur illa við persónulega. Hinir eru vinir minir.eða aðminnsta kosti kunn- ingjar og ég veit að þeir hefðu ekkert á móti þvi að tefla við mig. Enþað máekki. Yfirvöldin leggja blátt bann við þvi. Sjáðu hvernig fór fyrir Rómanisjin og Júsúpov. Þeir mættu til leiks á Lone Pine-skák- mótið ifyrra og vissu ekkifremur en aðrir, að ég myndi keppa þar. Þegar ég birtist þar óvænt ruku þeir i simann og reyndu að ná sambandi við sovéska sendiráðið til að fá skipanir um hvað þeir ættu að gera. Þeir náðu ekki i neinn, það var sunnudagur og sendiráðið lokað. Hvað gátu þeir annað gert en sest niður og hafið taflmennsku eins og ekkert hefði i skorist? Ég mætti meira að segja Júsúpov i einni umferðinni og vann hann. En hvaða afleiðingar hefur þetta haft? Hefurðu orðið var viö að Rómanisjin og JUsúpov væru tiðir gestir á alþjóðlegum skákmótum utan Sovétrikjanna siðan þetta gerðist?” Korchnoi ætlast sýnilega ekki til þess að fá svar við þessari spurningu. — Heldurðu að Sovétmenn muni hætta að sniðganga þau mót þar sem þú ert meðal keppenda? „Þa𔄠segir Korchnoi og er JLtii'IÍÍJ, mikið niðri fyrir, ,,er ekki sist undir þeim komið sem halda skákmót á Vesturlöndum. Skipu- leggjendur skákmóta hafa látið sovésk yfirvöld kúga sig. Yfir- völdin tilkynntu eftir að ég flýði að sovéskir skákmenn myndu ekki taka þátt i mótum þar sem ég tefldi einnig, og i langflestum tilfellum hafa menn tekið það gott og gilt. Þeir bjóða annaðhvort mér eða Sovétmönnum. Ef þeir sem halda skákmót bjóða mér eitt árið til þátttöku þá bjóða þeir ekki Sovétmönnum. Þeir vilja ekki einu sinni láta reyna á hvað Sovétmenn muni gera. Arið eftir vilja þeir — ósköp skiljanlega — fá sovéska meistara og þá er mér ekki boðið. Reykjavikurskák- mótið 1980 er undantekning en þá gat ég ekki komið og Sovétmenn vissu það svo þeir sendu óhræddir menn á mótið. Mér var hins vegar ekki boðið á hið geysisterka skák- mót i Montreal árið 1979 af þvi skipuleggjandinn vildi fá sovéska keppendur og mér hefur af sömu ástæðu, aldrei verið boðið á hin sterku skákmót sem árlega eru haldin i Tilburg, Hollandi. Ég er viss um að ef nógu mikið væri i húfi fyrir Sovétmenn þá myndu þeir láta sig hafa það að mæta. Ég er reyndar töluvert hryggur yfir þvi að mér er ekki lengur boðið i skákmót i Hollandi, þvi landi þar sem ég bjó fyrst eftir að ég flúði vestur á bdginn. Holl- endingar þora ekki að hætta á reiði Sovétmanna, þeir skilja ekki að það verður að bjóða þeim byrginn. Þá láta þeir undan, fyrr eða síðar”. — Ef við vikjum nú að öðru næstu hei msmeistara keppni. heldurðu að þér takist að verða áskorandi Karpovs i þriðja sinn? „Ég held að ég eigi góða mögu- leika á þvi en mig langar ekki til þess. Ég er orðinn þreyttur á að tefla við stórveldi, dauðþreytt- ur’ ’. — Svo þií ætlar ekki að reyna? „Ég get ekki svarað þvinúna”. — En hver telurðu að eigi mcsta möguleika, auk þin? Hvert er til álit þitt á hinni nýju stjörnu Sovétmanna, Garri Kasparov? „Mér likar ákaflega vel við taflmennsku hans, i fyrsta lagi. Hann teflir bæði rökrétt og örugg- lega en engu að siður er alltaf rúm fyrir imyndunaraflið i skák- um hans. Hann er sýnilega skap- andi skákmeistari en það er sjaldgæft um svo sterka skák- menn. Arangur hans hingað til er lika með ólikindum, hann er jú ekki orðinn nitján ára gamall. Að visu verð ég að segja að eftir að hafa skoðað skákimar frá siðasta sovétmeistaramóti — þar sem Kasparov og Lev Psakhis urðu efstir og jafnir — þá fannst mér skákir Psakhis vera meira sann- færandi, auk þess sem þetta var annað árið i röð sem hann sigraði á mótinu. En Kasparov er yngri maðurog hanná framtiðina fyrir sér, sérstaklega vegna þess að hann er sjálfstæður skákmaður og hermir ekki eftir öðrum. t lagi eru skákrannsóknir Kasparovs bæði nákvæmar og góðar. 1 heild þykir mér skákrannsóknum fara hnignandi i Sovétrikjunum, og liklega eru margar ástæður fyrir þvi'. Ein þeirra snertir mig per- sónulega. Ef sovéskir skákskýr- endur neyðast til að skýra minar skákirþá eru þeir i nær öllum til- vikum óheiðarlegir. Þeir verða alltaf að reyna að sanna að ég tefli verr en andstæðingurinn, sérstaklega ef það er Karpov. Svona nokkuð gengur auðvitað ekki, þetta er ekki skákskýringar heldur póliti'skir fimleikar. Og ellilega hrakar taflmennskunni i framhaldi af þeim. Kasparov er undantekning. Rannsóknir hans eru hlutlausar nákvæmar og greinargóðar”. — Arið 1970 var haldin mikil skákkeppni þar scm sovéskir skákmenn áttu i höggi við sam- einaða sveit allra annarra landa. Sovétmenn unnu naumlega. Heldurðu að þcir gætu unnið slika keppni nú, ef hún væri fram- kvæmanlega af pólitiskum ástæðum? „Hún væri auðvitað alls ekki framkvæmanleg vegna þessaðað minnsta kosti einn og kannski tveir,keppenda iheimsliðinu yrði fyrrum Sovétmenn. En ef unnt væri að halda þessa keppni... ja, það ererfitt að segja. Sovétmönn- um hefur sjáanlega hrakað að undanförnu. Þeir misstu ólympiumeistaratitilinn árið 1978 til Ungverja sem var gifurlegt áfall og á ólympiumótinu 1980 unnu þeir með m jög grunsamleg- um hætti. Þeir urðu jafnir Ung- verjum að vinningum en töldust hafa fleiri Sonnenborn-Berg stig heldur en keppinautarnir. Það var ekki sist undarlegur ósigur Skota í siðustu umferðinni sem lagði þeim til þau aukastig sem þurfti og við skulum ekki gleyma þvi að meðal keppenda i skosku sveitinni var David Levy mikil- virkur skákrithöfundur sem á mikil og arðvænleg viðskipti við Sovétmenn. Það mun lika hafa verið hann sem réði þvi að enskur títiD sjálfsævisögu Karpovs var „Chess is my life” eða nákvæm- lega sama nafn og á minni bók. Ég held að þetta hafi verið gert tii að varpa skugga á mina bók. En tölum ekki um það. Það er augljóst mál að sterkustu skák- menn Sovétmanna nú eru svo óstöðugir að til vandræða horfir fyrir þá. Nægir að minna á Mik- hæl Tal sem átti góða spretti á siðasta ári en stóð sig mjög illa á Wijk aan Zee mótinu um daginn. Að undanskildum Karpov geta Sovétmenn nú ekki treyst á neinn sinna manna. Þeirstanda sig frá- bærlega á einu móti, mistekst á hinu næsta. Um þessar mundir þykir mér Tséshkovsky tefla einna best, og Kúpreitsjik”. — Gætirðu þá imyndað þér að skákmeistarar frá Vesturlöndum gætu á næstunni ógnað heims- meistaratitli Sovétrikjanna? ,,Hér komum við aftur að þvi sem ég minntist á áðan. Sá sem skorar sovéskan heimsmeistara á hólm, hann þarf að berjast við Sovétrikin eins og þau leggja sig. Við vitum að sovéska hernaðar- vélin er vel smurð. Sá sem gæti sigrað sovéskan heimsmeistara þarf að vera töluvertmiklu sterk- ari skákmaður en Sovétmaður- inn, til að vega upp á móti þeim þunga sem sovéska kerfið er. Það kann ýmis ráð til að trufla hafa áhrif á og jafnvel brjóta niður þá sem það lystir. Hugsanlegur áskorandi frá Vesturlöndum yrði þvi að fá mjög öflugan stuðning sins lands”. — Ilvernig litist þér á mögu- leika ungra stórmcistara á borð við Jan Timman? ,,Ég er mjög hrifinn af stil Timmans svo og skákrannsókn- um hans. Hann er að visu nokkuð óstöðugur en ég held að það sé vegna þess að hann gætir ekki nægilega vel að fjárhagslegu hliðinni. Sömuleiðis hef ég mikið áUtá Yassir Seirawan frá Banda- rikjunum, hann var reyndar að- stoðarmaður minn i heims- meistaraeinviginu á siðasta ári. Þessirmenn og fleiri, eiga mögu- leika á að ná mjög langt, en svo ég taki það fram enn einu sinni: það er erfitt að kljást við Sovét- rikin. Ég þekki það sjálfur!” Hann drepur tittlinga framan i mig. — Að lokum: þekkirðu nokkuð til ungra islenskra skákmanna? „Nei, ég verð að viðurkenna að ég þekki litið til þeirra. Ég þekki auðvitað stórmeistarana ykkar tvo og öðru hvoru hef ég rekist á skákir Helga Ólafssonar alþjóða- meistara. Það litla sem ég veit hefur þó sannfært mig um að ef rétt er á málum haldið verður framtið Islendinga björt. Þið eig- ið hérmarga mjög efnilega skák- menn um það er ég ekki i vafa”. Og nú var Korchnoi búinn með brekkfastinn. —«j Auglýsingasfmi Tímans er 18300 Lán úr Lífeyrissjóði ASB og BSFÍ Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita ián úr sjóðnum til sjóðsfélaga. Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. febr. n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins að Suðurlandsbraut 30 kl 10-16 simi 84399. Tækjaviðgerðarmenn Okkur vantar nokkra vana bifvélavirkja eða réttingamenn til viðgerða á þunga- vinnuvélum. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar i sima 91-19887 eða 92-1575 mánudaginn 15. febr. íslenskir aðalverktakar s.f. Keflavikurflugvelli. Í5I Til sölu Tilboð óskast i vélbúnað og tæki Sorpeyðingastöövar Reykjavikurborgar á Ártúnshöl'ða. Hér er um að ræða, tvo stálsivalninga 20 m langa og 3.1/2 m i þvermál ásamt legum og drifum 19 rafmótóra og nokkur færibönd, hristisiur og fl. Búnaður þessi verður til sýnis frá og meö 15. þ.m. til og með 17. þ.m. kl. 13-16. Tilboð i lausa hluti ásamt niðurrifi og brottflutningi á þeim föstu verða opnuð hjá Innkaupa- stofnun Reykjavikurborgar föstudaginn 19. febr. n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuv«-gi 3 — Sími 25800 'Q' Útboð Áburðarverksmiðja rikisins Gufunesi ósk- ar eftir tilboðum i sölu á 77 tonnum af steypustyrktarstáli. Útboðsgögn fást á skrifstofunni i Gufu- nesi. Frestur til að skila tilboðum er til 26. febrúar 1982. Áburðarverksmiðja ríkisins. Húseigendur athugið Félagsmálaráðuneytið hefur heimilað að veita nokkra undanþágu frá byggingarreglugerð nr. 292/1979, að þvi er varðar samþykkt á ibúðum er gerðar hafa verið án leyfis byggingaryfirvalda tima- bilið 24. mars 1965 til 16. mai 1979. Undan- þágan gildir til ársloka 1982. Nánari upplysingar gefur byggingarfull- trúinn i Reykjavik. Byggingarfulltrúinn i Reykjavik. SUNIM- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar — ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiöi 5, Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.