Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 20
Sunnudagur 14. febrúar 1982
Nútíminn velur vinsælar hljómplötur
og vinsæl lög. Takið þátt!
■ Þegar við hér d Helgar-Tim-
anum vorum litlir menn og höfð-
um óskaplegan áhuga á poppi og
popptónlistarmönnum (sem nú
eru flestum gleymdir) voru allra
handa vinsældalistar og vin-
sældakosningar okkar ær og kýr.
Þetta var auðvitað á gagníræða-
skólaárunum i Hagaskóla. Þegar
dró að áramótum rikti mikil
spenna um hvaða hljómsveitir
yrðu kjörnar vinsælastar það árið
af lesendum Melody Maker eða
Nútimans, eins og hann hét þá og
heitirenn.Eða þá hverjiryrðu út-
nefndir bestu söngvararnir, git-
arleikararnir, hljómborðsleikar-
arnir, trom m uleikararnir
o.sv.frv. Á þessum árum tröllriðu
hljómsveitir eins og Yes, Emer-
son Lake og Palmer, Genesis,
JethroTull og Led Zeppelin öllum
listum og voru miklir l'lokka-
drættir milli fylgismanna þessara
hljómsveita, sem jafnvel leiddu
til hatrammra blaðaskrifa. Eitt
sinn ætlaði vinur minn Benni pis
að niða niður hljómsveitina
Gentle Giant sem þá stóö nokkur
styrr um i sendibréfi. Þaö komst
blessunarlega aldrei frimerkt á
ieiðarenda. En zeppelinski al-
þýðumaðurinn var ólatur við aö
setja frimerki á sinn póst, enda
teljast skrif hans um ágæti Led
Zeppelin i Nútimann til bók-
mennta þessarar þjóðar.
Eftir einhver áramótin voru i
gangi stór og mikil veðmál i
emm-bekknum um hver yrði kos-
in vinsælasta hljómplata ársins
1974 af lesendum Nútimans.
Benni pis veðjaði á Tubular Bells
með Mike Oldfield, Luigi á
Journey to the Centre of the
Earth með Rick Wakeman og
Jules Verne, Jón Atli á Fulfilling-
ness First Finale með Stevie
Wonder, en ekki munum við á
hvað Sveinn og Skúli veðjuðu.
Benni pis reyndist koma af fjöll-
um, ágiskun Luigis var ekki svo
fjarri lagi, en auðvitað var það
Jón Atli sem vann! En eitthvað
gekk honum brösulega að inn-
heimta féð, 100 kall gamlan á
kjaft. Benni fann nefnilega ein-
hverjar veilur i framkvæmdinni
og neitaði að borga, og auðvitað
fóru allir hinir strákarnir að
dæmi hans. Svo tókum við lands-
próf og hættum að lesa poppsiður
af sama krafti og áður. En hér
situr Benni pis og á allt i einu að
fara aö skrifa poppsiöur, þrátt
fyrir að hann sé löngu búinn aö
missa af strætisvagninum — og
auðvitað er þaö fyrsta sem hon-
um dettur i hug að hafa vinsælda-
könnun.
Nóg um það — i þeirri trú að
æskulýð þessa lands þyki enn
nokkuð til slikra skoöanakannana
eða vinsældakosninga koma.höf-
um við afráðið að gangast fyrir
slikuhér i Nútimanum. Við látum
hljómsveitirnar og hljóðfæraleik-
arana sigla sinn sjó, en gefum
fólkikostá aðútnefna hverjar eru
aö þeirra viti bestu isiensku LP
plötur siðasta árs, bestu útlendu
LP plötur síðasta árs, bestu is-
lensku lög siðasta árs og bestu út
lendu lög siðasta árs — þ.e. 1981.
Þannig skiptist vinsældavalið i
fjóra hluta, en á hvern seðil skal
tilnefna þrjár islenskar og þrjár
útlendar plöturog þrjú islensk og
þrjú útlend lög. Atkvæðaseölana
birtum við hér i blaðinu næstu
þrjár vikurnar, skilafrestur renn-
ur út 3ja marsog við vonumst til
að geta birt úrslitin helgina þar á
eftir, 6 - 7da mars.
Við mælumst til þess að fólk
merki atkvæðaseðlana með nafni
og heimilisfangi, en úr þeim at-
kvæðaseðlum sem reynast i sam-
ræmi við úrslit könnunarinnar
drögum við siðan fjóra seöla, einn
fyrir hvern flokk, siðan verður
eigendum þeirra umbunað með
hljómplötu að eigin vali i hljóm-
plötudeild Fálkans.
Útfyllta atkvæðaseðla skal sið-
an senda:
Nútimanum/Dagblaðið Tfminn
Sfðumúla 15
105 Reykjavik
Útsala
GaHabuxur áður kr. 310,- nú / kr. » / 150,-
Vattvesti áður kr. 240,- nú kr. 150,-,
PBs . áður kr. 310,- nú kr. 170,-
Velúrgaliar áður kr. 350,- nú kr. 150,-
Telpnabuxur áður kr. 199,- nú kr. 100,-
Herraskyrtur áður kr. 120,- nú kr. 60,-
Háskólabolir áður kr. 114,- nú kr. 60,-
Dönsk leðurkuldastígvél: - i
kvenna áður kr. 560,- nú kr. 390,-
karla áður kr. 881,- nú kr. 450,-
Gærufóðruð kuldastígvél, karia áður kr. 550, nú kr. 195,-
Inroskðr barna áður kr. Rfl. «JU|T nú kr. 15r ,
Inniskór kvenna áðurkr. 40,- nú kr. 20,
Æfingaskór áður kr. 155,- nú kr. 95,-
Rnnsk LappakukJastfgvél áður kr. 490,- nú kr. 250,-
Leðurskór með hrágúmmísóla áður kr. 340,- nú kr. 15Í,-
Drengjaskór úr leðri áður kr. 270,- nú kr. nc !Or
DOMUS
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGREIMNIS
LAUGAVEGI 91 - SÍMI 12723
Atkvæðaseðill
Þrjár íslenskar LP plötur sem að
þínu viti sköruðu fram úr
á árinu 1981:
1.
2.
3.
Þrjár erlendar LP plötur sem að
þínu viti sköruðu fram úr
á árinu 1981:
1.
2.
3.
Þrjú íslensk lög sem að
þinu viti sköruðu fram úr
á árinu 1981:
1.
2.
3.
Þrjú erlend lög sem að
þinu viti sköruðu fram úr
á árinu 1981:
1.
2.
3.