Tíminn - 14.02.1982, Qupperneq 6
6
Sunnudagur 14^, febrúar 1982
■ Forseti Ouatemala, Lucas
Garcia. „Aö taka vatniö frá fisk-
unum.”
„Svo óralangl
frá Guði og svo
nálægt
Bandaríkjunum”
Walkers, heldur lika stór-
höföingjar peningavaldsins i leit
að nýjum gulilöndum. Til þessa
nutu þeir stuðnings og verndar
bandariska landgönguliðsins.
,,Ég hef lagt mitt af mörkum til
að Haiti, Kúba og Nicaragua skil-
uðu arði i fjárhirslur National
City Bank og bankahiís Brown-
bræðranna”, sagði Smedley
nokkur Butler 1935eftir meira en
30 ára þjónustu i' landgönguliðinu.
Hann lýsti sjalfum sér sem
„fyrstu gráðu bófa á vegum auð-
valdsins, bankanna og Wall
Street”. ,,1916 var það Dómini-
kanska lýðveldið i nafni banda-
riskra sykurkaupmanna. 1903
hjálpaði ég til við að „friða”
Hondúras til hagsbóta fyrir
ávaxtafyrirtækin.”
Kaf fi-, sykur- og bómullarfyrir-
tæki en þó fyrst og fremst járn-
brautasamsteypur og banana-
veldið United Fruit keyptu frjó-
sömustu landsvæðin á spottpris
og urðu fljótt stærstu landeig-
endurnir i rikjum Mið-Ameriku
og aö mestu leyti þeir sem höfðu
siöasta orðið. I Guatemala
eignaðist United Fruit-hringur-
inn, sem af innfæddum er
kallaður „E1 Pulpo” (margfætl-
an) fljótt land sem náði frá einu
úthafi til annars. Bændurnir áttu
ekki annarra kosta völ en aö
verða daglaunamenn á plantekr-
um banankónganna. 1 skáldsögu
sinni „Græni Páfinn” lýsir
Asturias þvi hverjum augum
bananafurstarnir litu óskorað
veldi sitt í Mið-Ameriku: „Við
eigum hafnir, járnbrautir, land,
byggingar”, segir Minor Keith,
ættfaðir United Fruit fullur af
stolti. „Dollarinn streymir, menn
tala ensku og fáni okkar er dreg-
inn að húni”.
Hvenærsem þessu ákjósanlega
fyrirkomulagi var ógnað greip
Washington til harkalegra að-
gerða. OrðTafts forseta árið 1912
voruþau að Bandarikin útilokuðu
„alls ekki virka ihlutun til að
tryggja fjármálamönnum sinum
heppilega fjárfestingarmögu-
leika”.
t Honduras 1911 var Banda-
rikjavinsamlegum forseta ógnað
af byltingu, Bandarikjamenn
sendu bryndrekann „Tacoma”
snimendis á vettvang. Herskipið
„Marblehead” sá um að halda
uppi röð og reglu i E1 Salvador
árið 1906 þegar erjur stofnuðu
viðskiptahagsmunum Bandarikj-
anna i hættu. Lýðveldið Panama
var ekki stofnað fyrr en 1903 og þá
fyrir tilstuðlan bandariskra fall-
byssubáta. Bandarikin greiddu
þá hinu unga riki tiu milljónir
dala fyrir „eilifan” umráðarétt
yfir hálfkláruðum skipaskurði
FrakkansLesseps sem siðar varð
að mikilvægustu vatnaleið álf-
unnar, bæði hvað varöar verslun
og hermennsku. Það var svo ekki
fyrr en 1977 að Panamastjórn
tókst að £á Bandarikjamenn til að
láta af hendi skurðinn og svæöið i
kringum hann.
t Nicaragua sem var hernumið
af bandariskum landgönguliðum
árið 1911, gripu Bandarikjamenn
til ýmissa ráða til að hafa áhrif á
gang kosninga. Til dæmis hurfu
bandarisku hermennimir ófor-
varendis á braut 1916, sem siöan
leiddi til þess að ihaldsmaðurinn
■ Reagan forseti og Duarte forseti El Salvador.
//Reagan sendi aftur á móti vopn, skotfæri/ orrustuflug-
vélar og fallbyssur."
Chamorro var kjörinn forseti.
Hann náði sér niðri á stuðnings-
mönnum sinum með reglugerð
sem kvað á um að Bandarikin
hefðu ,,að eilifu einkarétt til að
grafa skurðá milli heimshafanna
á ákjósanlegum stað i
Nicaraguanskri grund, með full-
komnu skattfrelsi og án allra
skuldbindinga”.
Harðstjórar eða
bolsévismi
Tiu árum siðar gripu Bandarik-
in aftur inn i gang mála i
Nicaragua og þá I fyrsta sinn
undir þvi yfirskini sem þeir hafa
æ siðan notað þegar ófriðarblikur
eru á lofti i' Mið-Ameriku. Sam-
kvæmt bandariska utanrikis-
ráðherranum Frank Kellog þurfti
að bjarga Nicaragua frá
bolsévismanum. Fyrir utanrikis-
málanefnd þingsins studdi
Kellogg mál sitt með heldur vafa-
sömu plaggi þar sem þvi var
haldið fram að Moskva notaði
Mexikana sem þá höfðu gert
fyrstu sósialisku byltingu i
vesturheimi til þess að senda
vopn og herm enn til N ica ra gua t il
að efla uppreisnarsveitir Juans
Sacasa sem ætluðu að ganga til
bols og höfuðs á stjórn Diaz for-
seta sem naut dyggilegs
stuðnings Bandarikjastjórnar.
Hliðstæðan við það sem sfðar hef-
ur gerst er augljós.
Og hliðstæðurnar eru fleiri —
likt og siðar varð i Dóminikanska
lýðveldinu,Libanon og Kambodiu
fyrirskipaði Washington land-
göngu bandariskra sérsveita „til
þess að vernda bandariska rikis-
borgara”, i þetta sinn á Karabia-
hafsströnd Nicaragua. Land-
gönguliðarnir fóru sextiu kiló-
metra inn i landið um „hlutlaus
svæði” og vörðu loks höfuðborg-
ina Managua gegn framrás
uppreisnarhersins. Þegar þeir
loks yfirgáfu landið árið 1933
skildu þeir eftir þjóðvarðlið sem
taldi um 3500 manns til að gæta
laga og reglu. Foringi þess hét
Anastasio Somoza og varð brátt
að algjörum einvaldi i landinu.
Hann var aðeins einn af kynslóð
fáránlegra og blóðþyrstra harð-
stjóra sem Washington-stjórnin
hampaði til þess að sporna við
vaxandi óróa i Mið-Ameriku i
kjölfar alheimskreppunnar.
1 E1 Salvador komst til valda
maður að nafni Maximiliano
Hernández, sem m.a. bar ábyrgð
á fjöldamorðunum árið 1932.
Þjóðin kallaði hann ,,E1 Brujo”
(galdramanninn) þvi hann var á
kafiisvartagaldri og fyrirhonum
voru mannslif nánast einskis
virði. Hann trúði þvi nefnilega að
sál dauðs manns flyttist yfir i
annan likam a, en dýrin dæju i eitt
skipti fyrir öll. Hann lýsti þvi yfir
jafnvel opinberlega að það væri
verri synd að drepa maur en
mann.
t Guatemala var annar nóti
Bandarikjastjórnar og hegðaði
sér álika ruglingslega, Jorge
Ubico. Hann lét skreyta höll sina
með styttum af Napóleon og
byggja eftirlikingu af Effelturn-
inum I sárfátækri höfuðborg
sinni. Upp á eigin spýtur ladtkaði
hann laun opinberra starfsmanna
um helming og bannaöi „að ei-
lifu” allar launahækkanir. Jafn-
framt kom hann þvi til leiðar aö
allri ábyrgð plantekrueigenda
gagnvart lögunum var aflétt.
Reglugerð hans gegn flökkulifi
skyldaði alla indiana yfir átján
ára aldri aö færa ibók alla vinnu-
daga sina. Ef menn voru ekki
nógu vinnuglaðir var þeim refsað
meö fangelsisvist, ólaunaðri
plantekruvinnu eða nauðungar-
vinnu við vegagerð.
*
Olánsamur
umbótamadur
Bandariski utanrikisráðherr-
ann Henry L. Stimson, sem hafði
átt hlutdeild að ihlutun Banda-
rikjanna i Nicaragua, sagði harla
ánægður: ,,NU hefur Mið-Ame-
riku skilist að þar getur engin
rikisst jórn setið við völd án viður-
kenningar okkar, og að þær sem
við ekki viðurkennum hljóti að
falla. Hacobo Arbenz ofursti lærði
þetta af biturri reynslu i upphafi
6ta áratugsins I Guatemala er
hann gerði fyrstu og hingað til
einu tilraunina til að koma á
laggirnar réttlátu stjórnkerfi I
þessu fjölmennasta riki Mið-
Ameriku. Hjá þessari bændaþjóð
áttu þá tvö prósent allra landeig-
enda meira en sjötiu prósent af
öllu ræktanlegu landi. Til þess að
leiðrétta þetta misrétti lét Arbenz
gera varfærnisleg lög um endur-
bætur á eignarhaldi á landi. Um-
bætur hans voru i hæsta máta
hægfara og engan veginn i ætt við
komúnisma eða samyrkjubú-
skap.
En ofurstinn hafði ekki reiknað
með United Fruit, stærsta land-
eigandanum iGuatemala sem þó
nytjaði varla nema tiu prósent af
jarðnæði sinu. „Margfætlan”
bærði á sér og bandariska leyni-
þjónustan CIA lét sprengjuflug-
vélar fljúga á höfuöborg Guate-
mala frá Nicaragua og Hondúras.
Bandariski sendimaðurinn Peuri-
foy fór i forsetahöllina með
spennta byssu og fór fram á af-
sögn forsetans. Dauðhræddur
leitaði þessi ólánsami endurbóta-
maður hælis i mexikanska sendi-
ráðinu.
Hægri maðurinn Castillo
Armas sem þá tók völdin undir
merki Washington-stjórnarinnar
gaf stórjarðeigendunum allt land
sitt aftur og skuldbatt sig til að
„af-sovéti'sera” landið. Til þess
að komaþessu háleita markmiði i
kring bannaði hann verkalýðs-
félög og stjórnmálaflokka, leysti
upp þingið og afnam stjórnar-
skrána. „Þjóðarnefnd til höfuðs
kommúnismanum” hóf þá of-
sóknir gegn öllu sem ekki var á
hægri kantinum, baráttu sem enn
stendur yfir af fullum krafti.
Strax á fyrstu sex mánuðum
veldis si'ns þáði stjórn Castiollos
BOmilljónir dala sem viðurkenn-
ingu frá Bandarikjastjórn —
þakkaði siðan fyrir sig árið 1955
með þvi að skrifa undir samning
um sameiginlegar varnir gegn
erlendri ihlutun að frumkvæði
Bandarikjanna. Það er illa komið
fyrir niðjum þeirra sem eitt sinn
reistu hina glæsilegu hámenningu
Maya-indíana og enn eru þeir að
greiða eftirstöðvar þessarar
verslunar. Þar þénar verka-
maður ekki meira en einn dollar
fyrir dagvinnu sina (tæpar tiu
krónur) og hvergi er meira ólæsi
og barnadauði i Sauður-Ameriku
að Haiti undanskildri.
Bylting í
Nicaragua,
uppreisn
í E1 Salvador
Við svipaða eymd lifir einnig
meirihluti i'búa annarra Mið-
Ameri'kurikja. En tveimur ára-
tugum eftir að Castro og menn
hans náðu völdum á sykureynni
Kúbu tókst loks aftur að velta
stjórn sem var studd af Banda-
■ Höfuð og lfkami myrts Salva-
dorbúa sett i kistu.
rikjunum. 1979 rak „Frente
Sandinista de Liberacion
Nacional” (FSNL) i Nicaragua
son áðurnefnds Somozas frá völd-
um, það erekkiofætlað að mestur
hluti þjóðarinnar hafi tekið þátt i
byltingunni.
Þremur mánuðum eftir fall
Somozas létu ungir herforingjar i
ElSalvador tilskararskriða gegn
einræðisherranum Carlos Hu-
berto Romero og mynduðu sam-
steypustjórn herforingja og
óbreyttra borgara, sem reyndar
varð ekki langlif. Þvi hægri
sinnaðirhermenn á vegum þeirra
200 fjölskyldna sem eiga nánast
allt i landinu stóðu i veginum og
bældu hatrammlega niður hverja
tilraun til endurbóta. 1 þessu þétt-
býlasta landi Mið-Ameriku eiga
aðeinssex fjölskyldur 72.000 hekt-
ara landsmeðan um 300.000 smá-
bændur verða að gera sig ánægða
með aðeins 43.000 hektara. Meira
en helmingur E1 Salvadorbúa
hefur meðaltekjurnar 133 dollara
á ári.
Uppgefnir yfirgáfu umbóta-
sinnarnir samsteypustjórnina i
upphafi siðasta árs — á eftir sátu
sem fastast herforingjar og héldu
eftir kristilega-demókratanum
Napoleon Duarte sem nánast
valdalausri strengbrúðu. Sfðasti
endurbótasinnaði herforinginn,
Majano ofursti var látinn fara i
lok 1980 og býr nú i útlegð i
Mexikó. Siðan hafa flestir um-
bótasinnarnir gengið til liðs við
vinstri sinnaða skæruliða, i sam-
einingu hafa þeir eftir kúbanskri
og nicaraguanskri fyrirmynd
myndað frelsisbreiðfylkinguna
„Farabundo Marti”. Það var
strax á siðustu öld að kúbanska
skáldið og þjóðhetjan José Marti
hrópaði vigorð samtakanna og
blés til baráttu gegn Stóra bróður
i norðri: „Nú er runnin upp i
Spænsku-Ameriku stundin til að
lýsa yfir ööru sjálfstæði sfnu”.
Washington-stjórninni hefur
reynst erfitt að leiða þetla hjá
sér.
Carter forseti sætti sig við
þessa nýju bylgju hann taldi sig
jafnvel geta umborið byltingar.
Hann vildi siðan vinna byltingar-
mennina á sittband með vinsemd
og f járhagsaðstoð og koma
þannig i veg fyrir að riki Mið-
Ameriku yrði háð stuðningi frá
Austantjaldslöndum. Viljinn var
lika fyrir hendi meðal upp-
reisnarmanna — einn armur
Sandinistahreyfingarinnar sem
var dyggilega studdur af
jafnaðarmannaflokkum viða um
heim, hét einmitt „Tercerista”,
þeir sem fara hina þriðju leið.
Góðir og
vondir gæjar
En fyrir þennan möguleika var
fljótt lokað. Eftir kosningasigur
Ronalds Reagans var ekki lengur
talað um að biðla til byltingar-
hreyfinga, hvað þá að fjármagna
þær. Gamalkunnug heimsmynd
Washington-stjórnarinnar varð
aftur ofan á, þar sem heiminum
er skipt i' góða gæja og vonda
gæja likt og i kúrekamyndum
Strax eftir að Reagan tók við
völdum var farið að túlka óróann
i suðri sem hluta af baráttunni
milli austurs og vesturs. Að mati
Haigs utanri'kisráðherra eru upp-
reisnarhreyfingar á borð við þær
mið-amerisku náskyldar hinum
„alþjóðlega terrorisma”.
Carter forseti sendi miö-ame-
risku herforingjunum aðeins
búnað sem ekki var hægt að nota
til að drepa fólk, táragas og tal-
stöðvar, Reagan sendi aftur á
móti voprvskotfæri, orrustuflug-
■ A þennan hátt vara dauða-
sveitirnar „Hvita höndin”
tilvonandi fórnarlömb sin við.
vélar og fallbyssur. 56 bandarisk-
ir hernaðarráðgjafar, um 12 pró-
sent af foringjaliði E1 Salvadors-
hers eru nú ein forystusveitin i
hernum og láta æ meira til sin
taka i stri'ðinu. „Hver einasti her-
foringi i' E1 Salvador hefur notið
bandariskrar menntunar, annað
hvort hér heima eða i E1 Salva-
dor”, segir Robert Costa i banda-
risku samstöðunefndinni með E1
Salvador, „eftir að þjálfunar-
skólunum í Fort Bragg og Fort
Benning lýkur verði að auki sex
prósent óbreyttra hermanna
menntuð beint eða óbeint af
Bandarikjamönnum”. Alls á að
þjálfa 1600 Salvadorbúa I þessum
æfingabúðum á bandariskri
grund. I lok desember var svo
hafist handa um þjálfunina, tim-
inn var valinn með þvj augnamiði
að þingið gæti ekki maldað i mó-
inn og spillt ánægjunni fyrr en
störf þess hæfust aftur eftir jóla-
leyfi 25ta janúar.
Margt fleira bendir til þess að
Bandarikin séu siður en svo að
hugsa sér til hreyfings i þessum
heimshluta. 1981 voru haldnar
sameiginlegar heræfingar banda-
riskra hersveita og herja tólf
Suður-Ameríkurfkja þar á meðal
Venezúela, Kólombiu og m.a.s.
Haiti. Og riki sem Carter hafði
sniðgengið tóku nú aftur þátt i
herleiknum — Guatemala, Chile
og Argentina.
Bandariskir landgönguliðar
æfðu landgöngu á Karabi'ahafs-
eyju i' þaula og bandariski sjóher-
inn hafði samflot með herskipum
frá Hondúras og E1 Salvador.
Forboði Carters forseta gegn
Chile og Argentinu var aflét.t— nú
eru aftur seld bandarisk vopn til
þessara rikja. Nýji argenti'nski
forsetinn, Leopoldo Galtieri,
þakkaði fyrir sig með þvi að lofa
aö senda hersveitir til E1 Salva-
dorhvenærsem þess væri fariðá
leit. Svokallaður „járn-þri-
hyrningur” suðursins — Argen-
tina, Uruguay og Chile — á sér
þannig huggulega samsvörun i
„járn-þrihyrningi norðursins” —
E1 Salvador, Hondúras og Guate-
mala. Hondúraser einnig vel búið
vopnum og ráðgjöf frá Banda-
rikjunum, við landamæri E1
Salvador vinna sveitir frá báðum
rikjunum að þvi að króa skæru-
liðana af.
Venezúela fær orrustuflugvélar
af gerðinni F-16, tilgangurinn er
greinilega sá að geta rofið varnir
Kúbu úrsuðri. Svipaðar sending-
ar til hins heldur vanbúna
Mexikóhers gætu gert herinn þar
að pólitisku afli sem gæti ögrað
þjóðernisflokknum sem þar situr
við völd. ,,Ef ég væri Nicaragua-
búi myndi ég byggja mér loft-
varnabyrgi”, sagði einn starfs-
maður þingsins i Washington við
utanrikisráðherra sinn Alexander
Haig.
„Við ræðum ekki
við hryðju-
verkamenn!”
Lesefnið sem hann hefur notað
til að styðja fullyrðingar sinar um
að Kúba og Nicaragua og þar af
leiðandi Moskva bæru ábyrgð á
ástandinu á svæðinu hefur þótt
heldur fátæklegt, þar er frægust
Hvita bókin um E1 Salvador sem
útbýtt var meðalþingmanna fyrir
ári siðan. I nýrri skýrs.lu frá ráðu-
neytinu siðan i desember stóð
eitthvað á,þessa lejð: „Umsvif
Kúbana gera ágreining sem áður
vareinungis svæðisbundinn að al-
þjóðlegu og hernaðarlegu stór-
máli”. Til þess að komast hjá