Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. febrúar 1982 7 opinberri gagnrýni eins og þegar Hvi'ta bókin var birt hefur þessari skýrslu enn ekki verið dreift. En innihald hennar lak þó út. bar er söguleg og þjóðfélagsleg þróun i Mið-Ameriku algjörlega vanmet- in og þvi blákalt haldið fram að KUba æsi hægri menn þar til of- beldisverka til þess að geta not- fært sér mótsvör hinna kúguðu i eigin þágu. Margir ganga enn lengra i áróðrinum. Þegar skæruliðamir i E1 Salvador sprengdu mikilvæg- ustu brú landsins i loft upp fyrir þremur mánuðum, var þvi haldið fram að 500 Kúbanir hefðu skipu- lagt og framkvæmt verkið. I Washington er sagt að þessi saga eigi upptök sin hjá leyniþjónustu hersins „Defense Intelligence Agency”. Enf Bandarikjunum hafa menn einnig risið upp og andmælt stefnu stjórnarinnar i Mið-Ame- riku likt og menn andmæltu ihlut- uninni i Vietnam á siðasta áratug, þótt auðvitað sé þessi hreyfing mun minni. Siðustu vikurnar hafa verið farnar mótmælagöngur i 80 borgum Bandarikjanna og þess krafist að þjálfunarbúðirnar i Fort Benning og Fort Bragg verði lagðar niður. Andstæðingar stjómarinnar eru hneykslaðir á „árásargjarnri hernaðarsinnaðri og ihlutunarsamri” utanrikis- stefnu Reagans. Aðrir benda á hversu þversagnakennd hún er — að túlka baráttu milli rikrar fá- mennisstjórnar og snauðrar al- þýðu sem baráttu milli austurs og vesturs. Jafnvel ihaldsamir repú- blikanar eru órólegir: „Stjómin lærir ekki nógu fljótt af m istökum sir.um. Hún vill ekki horfast i augu við það hvað ástandið á þessu svseði er flókið”. A Bandarikjaþingi myndaðist meirihluti sem æskti þess að haft væri samband við byltingar- mennina. ,,Við ræðum ekki við hryðjuverkamenn”, svaraði einn ráðgjafi Haigs. Nokkru siðar lof- aði Haig þvi þó persónulega að komið yrði á fundi milli fulltrúa sins og skæruliða. Fundurinn var svo haldinn um miðjan desember en bar engan árangur. „Þá sigrum við lfka!" 18da janúar skrifuðu leiðtogar uppreisnarmanna bréf til Reagans forseta og fóru þess á leit að reynt yrði að finna friðsamlega lausn: ,,E1 Salvador- búar sem dást að lýðræðislegum anda Bandarikjanna, skilja ekki hvers vegna þér eruð staðráðinn i að styðja rikisstjórn sem er að fremja þjóðarmorð”. En fyrir nokkru fullyrti Reagan að mannréttindi ykjust dag frá degi íEl Salvador, brátt væri full ástæða til að auka hernaðarað- stoðina. Þvi búa skæruliðarnir sem hafa á meira en 4000 vel vopnuðum hermönnum að skipa sig til úrslitaorrustu gegn stjórnarhernum. Bækistöðvar þeirra i fjöllunum i héruðunum Chalatenango og Morazán eru taldar óvinnandi. Og á siðasta ári börðust þeir á nýjum vigstöðvum i sjö héruðum. Aðeins fáeinum kilómetrum suður af héraðshöfuðborginni Usulután gekk blaðamaður frá „Washington Post” fram á búðir meira ai 100 skæruliða. Þeir gerðu ekkert til að reyna að fara huldu höfði. A þjóðvegi i San Francisco Gotera sem liggur i átt til Hondúras i norðri hitti hann kollega hans frá ,,New York Times” skæruliða á gönguferð. Strætisvagn sem átti leið framhjá nam staðar, farþegarnir réttu þeini appelsinur. Uppreisnar- mennimir urðu greinilega rikari af vopnum eftir hina árangurs- lausu sókn sérsveitanna inn i Morazán. Og enn ráðast her- mennirnir i örvæntingu sinni yfir að hvorki gengur né rekur að óbreyttum borgurum. Fyrir tveimur vikum réðust þeir á þorpið Jocoatique i Morazán- héraði með stórskotaliði og eld- flaugum. 100 manns létu lifið meðal þeirra voru aðeins örfáir skæruliðar. t fyrra hörfuðu skæruliðarnir inn á svæði sin undan þrýstingi stjórnarhersins. Fyrir nokkrum vikum voru þeir aftur á ferð i höfuðborginni San Salvador. Með aðstoð flugliðsforingja sem höfðu gengið yfir i raðir þeirra eyði- lögðu þeir tólf orrustuflugvélar á flugvelli við höfuðborgina. Og fyrir skömmu sögðu þeir blaðamanni „New York Times” hverjar þeir teldu sigurb'kur sin- ar: „Úr þvi að Vietnamarnir unnu sigur, þá sigrum við lika!” eh þýddiog endursagði úr „DerSpicgel” Auglýsing frá Námsflokkum Reykjavíkur Tölvufræðsla Ný námskeið hefjast 15. febrúar. Grundvallarhugtök tölvutækni rædd. Tölvumálið Basic kennt og notkun þess æfð. Notkun tölva i dag kynnt og fram- tiðarhorfur i tölvutækni. Kennslustundafjöldi 32, æfingastundir til viðbótar a.m.k. 8. Kennt er 2x2 kennslu- stundir á viku og gert er ráð fyrir að nem- andi æfi sig a.m.k. 1 stund að auki i skólanum. Námskeiðinu lýkur i lok april. Kennsludagar: Mánud. ogfimmtud. kl. 17.15-18.35 Byrj. I. Mánud. og miðvikud. kl. 18.40-20 Byrj. II Mánud. og fimmtud. kl. 20.10-21.40 Framh.fl. Innritun i sima 12992 frá kl. 13-15 á mánud. 15. febr. Kennslugjald 745 krónur, greiðist i fyrsta tima. Kennslustaður: Laugalækjarskóli Vörn gegn kulda Kuldagallinn frá Finnlandi Hlýr - sterkur - loðfóðraður HEILDSÖLUBIRGÐIR JOBCO hf. Vatnagörðum 14 Símar 39130 - 39140 Námsflokkar Reykjavikur, Frikirkjuvegi 1, simi: 12992. Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa 1. Ritarastarf: Góð vélritunarkunnátta, svo og kunn- átta i ensku, þýsku og norðurlanda- máii nauðsynleg. 2. Sölustarf: Um er að ræða hálfsdags starf. Nauð- synieg kunnátta i ensku, þýsku og norðurlandamáli. 3. Afgreiðslustarf: Um er að ræða starf við afgreiðslu og tiltekt á kjötvörum. Umsóknareyðublöð hjá starfsmanna- stjóra er veitir nánari uppiýsingar. SAMBANÐ ÍSLSAMfiNNUFÉlAGA STARFSMANNAHALO Vakin er athygli innflytjenda og fram- leiðenda á reglugerð nr. 479/1977 um gerð iláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu hættulegra efna: Á merkimiða skal auk nafns framleiðanda (seljanda) greina heiti efnis og styrkleika i hundraðshlutum eða mólstyrk ef við á. Á merkimiða mega ekki vera myndir aðrar en vörumerki eða nafnmerki fyrirtækis. Setja skal varnaðarmerki á ilát undir ein- stök eíni. Merkimiðar og varnaðarmerki skulu vera eins greinileg á ilátum og frekast er unnt. Þá eru seljendur þessara efna hvattir til að gæta varúðar við geymslu og sölu þeirra og láta þau ekki af hendi við börn og unglinga ef ætla má að um misnotkun geti verið að ræða t.d. ýmiskonar limteg- undir og kveikjaragas. Heilbrigðiseftirlit ríkisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.