Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. febrúar 1982 23 ma&ur! Þó að hjólin eyöi litlu þá er þetta ferlega dýrt. — Hvernig farið þið að þvi að reka hjólin? K.: Ég vinn með skólanum i Garðshorni. Ha.: Karlinn og kerlingin borga það yfirleitt. Hu.: Það er yfirleitt hægt að redda pening. — Breyttist vinahópurinn með tiikomu mótorhjólanna? K.: Maður kynnist náttúrulega fullt af krökkum i kringum hjólin. Hu.: Það eru svo margir sem nenna ekki að ganga! Ha.: Vinahópurinn breytist ekki þannig að maður hætti að vera með gömlu vinunum þó þeir eigi ekki hjól, hópurinn stækkar frekar, það er að kunningjunum fjölgar. — Finnst eða fannst ykkur flott að vera á mótorhjólum? K.: Fyrst fannst manni þetta æðislegt, svo kemst maður fljótt að þvi hversu þægilegt þetta er. Ha.: Maður notar hjólin mikið vegna þess hve fljótur maöur er á milli staða. K.: — og maður litur ekki eins á hjólin i dag eins og maður gerði t.d. fyrir 2 árum. Þetta er meira til þæginda. — Er þá ekki næsta skref að fá sér bilhræ til að liggja yfir eða undir og keyra siðan próflaus i einhvern tima? K.: Ha! Nei, ertu vitlaus! — Er tekið tillit til ykkar i um- ferðinni? Hu.: Það er misjafnt, stundum og stundum ekki. — Hvað komist þið hratt á hjól- unum? Það rífa allir innsiglin af Hu.: Við eigum ekki að komast yfir 50 km hraða á klst. vegna þess að hjólin eru innsigluð, en maður tekur auðvitað innsiglið af og þá kemst maður yfir 100 km hraða á klst. K.: Það rifa allir undan- tekningalaust innsiglin af. — Hafið þið þá aldrei verið teknir fyrir of hraðan akstur? Hu.: Jú ég var tekinn á 105 km hraða á Hafnarfjarðarveginum, en þrætti fyrir það, sagöist vera á 85 km hraða og löggan samþykkti það. — Þegar þú varst tekinn á þess- um hraða gerði lögreglan ekki athugasemd út af þvf að innsiglið var farið af hjóiinu? Hu.: Nei, hún skipti sér ekkert af þvi, hún gerir þaö aldrei, maður fær bara sekt. — Hafið þið lent i slysi á hjóiun- um? Hu.: Ég var keyröur niður um daginn, en var i 100% rétti, ég marðist aðeins, og fékk allt borg- að úr tryggingunum. — Hafið þið einhver önnur á- hugamái? K.: Já ég er mikið á skiðum. Hu.: Ég veit ekki, ekkert held ég, jú! Ég á talstöö og ligg oft yfir henni. Ha.: Ég æfi iþróttir. — Þegar þið hugsið tii baka finnst ykkur ekki glæfralegt að hafa verið á hjóiunum próflausir? K.: Jú sérstaklega vegna þess að maður hafði ekki umferðar- reglurnar á hreinu, eins og t.d. hver ætti réttinn þegar maður kom að gatnamótum, maöur gerði bara eitthvað. Lika vegna þess að maður var i gjörsamleg- um órétti t.d. ef maður hefði slas- að einhvern þá þyrfti maður að borga sjálfur skaðabætur til hins slasaða, úr eigin vasa. Ha.: Það sama skeður ef eitt- hvaö kæmi fyrir þann, sem maður reiðir þó maður hafi próf. Hu.: — maður er alltaf i órétti þegar maður reiðir. — Geriö þið ykkur grein fyrir þeim slysahættum sem geta staf- að af þessum hjólum? Ha.: Já, já. Hu.: Þetta er ekkert oísalega hættulegt maður keyrir venjulega bara hratt á steyptum, beinum vegi, hvað ætti að geta komiö fyrir? K.: Góði, það hafa mörg slys einmitt skeð við þannig aö- stæður! — Aö lokum voru þeir sammála um það að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta jafnvel átt sér staö á beinum, steyptum vegi. Sigriöur Pétursdóttir. 55 Próf- lausum strákum á mótor- hjólum fjölgar ört” - segir Þorvarður Björgulfsson, sem tvivegis hefur orðið íslandsmeistari i Mótorcross- keppninni ■ Þeir sem áhuga hafa á mótorhjólum sem leik- tækjum eða sporti fylgjast sennilega meö Mótor Cross keppnum sem haldnar eru með vissu millibili. Mér fannst því tilvalið að ræða við Þorvarð Björgúlfsson sem unnið hefur Islands- meistaratitilinn tvisvar í Mótor Cross keppnum. — Hvað varstu gamall þegar þú fékkst fyrst áhuga á mótorhjól- um? — Ég var 13 ára, þá voru strákarnir að byrja að fá sér hjól og maður varð alveg sjúkur þeg- ai þeir voru tætandi hjólin upp og niður göturnar próflausir og fannst náttúrlega óréttlátt að þeir fengu að keyra um, en ekki ég. — Hvers vegna varst þú ekki iika á hjóii? — Þaö var númer eitt af þvi að foreldrar minir sögðu þvert nei við þvi aö ég væri á hjólinu próf- laus. Svo spilaði peningaleysið einnig inn i, ég átti náttúrlega ekki pening fyrir hjóli þegar ég var 13 ára gutti. Þá fór dellan i lægö i smá tima, en þegar ég var að verða 15 ára keypti ég mér fyrsta hjólið, og var þá búinn að aura saman öllum þeim pening sem ég náöi i. Upp úr þvi varö ég bitinn og kokgleyptur af dellunni. Frá 15 til 17 ára aldurs er mótor- hjól eina löglega farartækið sem unglingar mega vera á, fyrir utan reiðhjól, maöur verður mjög fljótt háður þessu farartæki, þaö er létt og lipurt og maöur nennir hreinlega ekki að labba neitt eftir að maöur veröur háður þeim, þetta er nákvæmlega þaö sama og hendir bileigendur. — Er mikið um það að krakkar keyri hjólin próflaus? — Já mjög mikið, það má segja a& flestir sem hafa áhuga á mótorhjólum komist yfir hjól á aldrinum 13-14 ára. Ég held ég geti sagt aö aukningin á próflaus- um strákum á mótorhjólum hafi byrjaö fyrir svona 5-6 árum og siðan hefur þeim fjölgað ört. Foreldrar kaupa sér frið — Hvers vegna? — Krakkar hafa miklu meiri pening handa á milli i dag en áður tiökaöist, foreldrarnir eru of upp- teknir af sjálfum sér og skipta sér takmarkað að þessu og jafnvel kaupa sér friðinn. Lögreglan tek- ur ekki nógu hart á þvi aö krakk- ar séu að keyra próflausir, þegar hún tekur próflausan einstakling þá er farið með hjólið niður á stöð og foreldrarnir látnir sækja það, og siöan er smá peningasekt. Þetta getur endurtekið sig aftur og aftur. — Hverja telur þú skýringuna á þvi aö færri stelpur eru á mótor- hjólum en strákar? — Ég tel að það geti veriö margar ástæður fyrir þvi, þær hafa yfirleitt mikiö minni pening handa á milli en strákar, sem stafar fyrst og fremst af þvi hve þær fá verr launaða vinnu og einn ig hversu erfitt er fyrir þær að fá vinnu á sumrin. Nú svo, ef þær eignast einhvern pening, þá kjósa þær yfirleitt frekar aö eyða hon- ■ Þorvarður i einu al' sinum frægu stökkum! um i eitthvað annað. Astæöan gæti lika veriö þessi gamla, þekkta um hlutverkaskiptin. Svo getur það lika verið almennings- álitið, ég man eftir þvi þegar ég var að byrja, þá voru nokkrar sem fengu sér hjól, þær misstu fljótlega samband við hinar stelpurnar, sem voru ekki á hjól- um, en komust ekki alveg inn i hóp strákanna, sem voru á hjól- um, þær urðu þvi mjög oft einar og á milli hópa, og yfirleitt fengu þær viöurnefni af hjólinu. En sem betur fer er þeim alltaf aö fjölga og ég get bætt þvi viö að strákar liti frekar upp til stelpna sem eru á hjólum. — Hvenær byrjar þú svo i Mótor Cross? — Dellan fyrir torfæruhjólun- um kviknaði i gryfjunum. Félags- lifiö er venjulega mjög mikið þar og þangað getur maöur farið og fengið útrás á hjólinu þ.e. tætt upp og niður hæðir og dali, prjón- aö og stokkið, óáreittur af iög- reglunni. Upp frá þessu gerðist ég félagi i Mótor Cross klúbbnum. Reynir á þol og hugsun — Hvað er Mótor Cross? — Mótor Cross er fyrst og fremst sport, þetta er keppnis- grein og önnur erfiðasta Iþrótta- greinin. Þegar maður er i keppni eöa að æfa þá reynir þetta bæði á þol og hugsun. Maður þarf að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir um það hvernig og hversu mikið á aö halla hjólinu i beygjum, hvar eigi aö bremsa og hvar eigi að vinna upp hraöann. Til gamans má geta þess aö þeir sem æfa þrekæfingar reglulega eru gjörsamlega búnir eftir einn góðan túr á torfæruhjóli. Þessi iþróttagrein er mjög fjölbreytt niaður kemst um allt bæöi á vetr- um og sumri. — Fer gróðurinn ekki illa á þvi þegar þið tætið upp og niður fjallshliðar og fjöll? — Það er útbreiddur misskiln- ingur að við tætum upp allan gróður um þær slóðir sem viö för- um, þvi i þeim ferðum sem ég hef farið i, þá hafa veriö tætt upp fjöll, sem eru gróðursnauð, en við förum um göngustiga á þeim stöðum sem eru grónir, leiðirnar eru alltaf valdar i gróðri og pass- aö er upp á aö eyðileggja ekkert. — Eru margir félagar I Mótor Cross klúbbnum? — Nei það eru ekki margir félagar i klúbbnum. Þessi grein fær mjög litla kynningu i fjölmiöl- um og er þá hægt aö nefna sjón- varpið sérstaklega. Bjarni Felix- son hefur marg oft lofaö að koma og láta taka myndir en alltaf svikið það. Þetta er mjög slæmt þvi vió þurfum bara góöa kynn- ingu, það hefur marg oft komið fyrir að fólk slysast til að koma á keppni, það verður undan- tekningalaust mjög hrifiö, og þakkar okkur fyrir góða og spennandi keppni. Fólk hefur oft orö á, aö það hefði ekki trúaö, aö þaö gæti verið svona gaman á keppnum. Munar oft mjóu að maður sé hreinlega keyrður niður — Finnst þér vera tekiö tillit til fólks á mótorhjólum i umferö- inni? — Nei alls ekki, það kom oft fyrir að það munaði mjóu, að maður væri hreinlega keyröur niöur, þvi ökumenn bifreiöa reikna aldrei með þvi aö mótor- hjól eöa aðrir farkostir en bilar séu I umferðinni. — Hvaö mundir þú ráöleggja unglingum á mótorhjólum i um- feröinni aö varast? — Ég myndi segja að maöur mætti aldrei trúa á náungann, taka verður fáránlegustu við- brögö með i reikninginn. Mitt motto er að ef maður ætlar að lifa það af að vera á mótorhjóli á göt- unni, þá veröur maöur aö vera eins og einstaklingur sem haldinn er ofsóknarbrjálæöi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.