Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. febrúar 1982 19 á bókamarkadi Sam Shepard: True West Faber og Faber 1981 ■ Eitt nýjasta leikrit Shepards, sem er ekki aðeins einn afkastamesti heldur og virtasti leikritahöfundur i Ameriku nú til dags. Leikfélag Reykjavíkur sýndi sem kunnugt er leikrit hans Barn i garðinum i fyrravor og haust við góðar viðtökur yfir höfuð. True VVest var frumsýnt i Bandarikjunum i árslok 1980 og hlaut prýðisviðtökur, það þótti vera nýr og ekki ómerkur þáttur i mýtugerð Shepards á ameriskum anda og hugs- unarhætti. Aðalpersónan er rithöfundur sem skrifar kvik- myndahandrit, hann lendir upp á kant viö bróður sinn og sléttuúlfarnir góla úti i myrkr- inu. Gagnrýnendum bar saman um að þetta væri eitt besta leikrit Shepards i nokkurn tima. Og hafa þeir þó ekki sparað lofið fram að þessu. aHiiiiiiioiiriaiiH THEMILUONGOPY BESTSELtEE NOW UPDATED MÖRE ENTEIES THAN EVER BEPORE I'/ iVj ■ rlih‘iH34i*lM Steven H. Scheuer: Movies on TV 1982—83 Bantam Books 1981 ■ Hér er komin ný útgáfa uppflettirits um kvikmyndir. bað er að visu aðeins miðað við kvikmyndir sem banda- riskir sjónvarpsáhorfendur geta búist við að sjá i kössun- um sinum, en engu að siður má hafa af þvi nokkurt gagn oggaman. Stuttar klausur eru um hverja kvikmynd, upplýs- ingar um þjóðerni, fram- leiðsluár, ieikstjóra og helstu leikara, og stutt komment er einnig á hverja mynd. Dómur og honum til staðfestingar stjörnugjöf, sem er að visu alltaf umdeild, en gefur þó i flestum nokkra visbendingu. Hér eru óteljandi kvikmyndir — nei, þær eru rúmlega 11 þúsund — afgreiddar i um- fram handhægu formi, við segjum ekkert um áreiðan- leikann. Alistair MacLean: River of death Fontana1982 ■ Gamalkunnur þessi. Að flestra dómi hefur MacLean hrakað ákaflega i reyfara- skrifum sinum undanfarin ár,v með sivaxandi velgengni, en hér má sjá ýmis merki þess að hann hafi reynt að taka sér ta*. Formáli gerist i býska- landi striðsins, nasistaforingi er að leggja á flótta með digra sjóði og skilur félaga sinn einan eftir. Löngu siðar leggur undarlegur leiöangur af stað i leit að týndri borg i myrk- viðum Amazon, þar ku vera gull en ofar i huga flestra er þó að þar mun leynast eftirsóttur maður og ekki af góðu. Sagan sver sig að flestu leyti i ætt við siðari bækur MacLeans, en þó er hún öllu trúverðugri og meira spennandi en hinar siðustu, sem voru vægast sagt slappar. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og' menningar. Colin McEvedy: The Penguin Atlas of African History Penguin 1980 ■ Mjögskemmtileg bók, hafi menn gaman af kortum og/eða sögu Afriku. Hér er á mjög skýrum og fallega geröum kortum rakin saga heimsálfunnar, allt frá þvi hún var hluti af Gondwana- landi og til þessa dags. Á vest- urlöndum gætu menn hneigst til aðálita að saga Afriku hafi hafist daginn sem fyrsti hviti maðurinn steig þar á land, en það er langt i frá — auðvitað. bessi kort eru ekki sist nákvæm hvað varðar þjóðflokka og búsetu þeirra og flutninga náttúrulega rúmast ekki i ekki stærri bók, nein smáatriði, enda er ætlun bókarinnar aðeins að gefa heildarmyndina. McEvedy hefur áður gefið út historiu- atlas alls heims i þremur bindum fyrir Penguin og hann er nú fyrir sakir einfaldleika orðinn eftirsóttur kortdráttar- maður. Eru luktir og glitmerki í lagi á hjólinu þínu? lUMFERÐAR 'RÁÐ Land-Rover eigendur Eigum ávallt mikið úrval af Land-Rover varahlutum á mjög hagstæðu verði: Girkassahjól Öxlar aftan Kambur/Pinion Hurðarskrár Hraðamælisbarkar Tanklok Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 S.38365. Girkassaöxlar Öxulflansar Stýrisendar Motorpúðar Pakkdósir o.m.f'1. Reykjavik. Bændur - Hestamenn Framleiði: Heyvagna — Gripavagna Jeppakerrur — Fólksbilakerrur Geri upp gamla vagna Allir vagnar á fjöðrum. Hafið samband sem fyrst og tryggið ykkur vagn fyrir vorið. Upplýsingar i sima 99-6367 eða Klængsseli, Gaulverjabæ. ARGERÐ 1982 A GREIÐSLUKJÖRUM SEM EKKI HAFA ÞEKKST HÉR Á LANDI Station: Verð Lánað til 8 mánaða Utborgun kr. 9.500.00 Fólksbíll kr. 42.150.00 Lánað til 8 mánaða kr. 35.000.00 Utborgun kr. 7.150.00 Aukin fyrirgreiðsla möguleg. T.d. beðið eftir láni eða sölu á eldri bíl. Trabant er þekktur á íslandi frá árinu 1963 og eru nokkrar Trabantbifreiðar af þeirri árgerð enn í notkun. Ef miðað er við verð, afskriftir og eyðslu, er ódýrara að aka Trabant, en að fara í strætisvagni. EN HVAÐ ER AÐ GERAST? Leiðinlegt en satt. Bill á islandi er orðinn stöðutákn, en ekki raunsæi vegna notkunar. Jafnvel þeir, sem helst viðra sig upp við verkalýð og alþýðu, telja Trabant ekki nógu fint merki fyrir sig. Ég þekki — og þú þekkir marga — sem aka á bilum sem kosta i dag jafnvel yfir tvö hundruð þúsund króna - en eiga ekki ibúð eða annað húsnæði fyrir sig og sina. Er það furða þótt efnahagsástandið á tslandi sé eins og það er i dag, þegar meirihluti þjóðarinnar er haldinn slikum sjúkleika? TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ ♦/- ♦ — Vonarlandi •Sogamýri 6 simi 33560 </«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.