Tíminn - 14.02.1982, Side 24
Sunnudagur 14. febrúar 1982
Stórlap gegn Rússum
— íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn risavöxnu liði Sovétmanna og tapaði 17:25 (8:11)
■ „Þetta eru hreinir járn-
karlar. Ég held ég megi
segja að þetta séu erfið-
ustu andstæðingar sem ég
hef leikið gegn"> sagði Al-
freð Gíslason úr KR eftir
að sovéska landsliðið í
handknattleik hafði sigrað
það íslenska með 25 mörk-
um gegn 17 i Laugardals-
höllinni í gærkvöldi. Staðan
i leikhléi var 11:8, Sovét-
mönnum i hag.
„Þaö er alveg greinilegt aö
þetta er eitt allra besta lið i
heiminum i dag, ef ekki það
besta. Þeir leika mjög fast og
gefa ekkert eftir. Þeir hafa á að
skipa mjög hávöxnu liði sem er-
fitt er að leika gegn. En við eigum
að geta gert betur”, sagði Alfreð.
Það var aldrei spurning um það
hvort liöið væri sterkara I leikn-
um i gærkvöldi. Sovétmennirnir
hafa svo griðarlega yfirburði i
öllu sem viðkemur likamsbygg-
ingu að með ólikindum er. Lengst
af voru islensku leikmennirnir
sem kettlingar i höndum þeirra.
íslendingar skoruðu fyrsta
mark leiksins en Sovétmenn jöfn-
uðu mjög fljótlega.
Islendingar náöu siðan aftur
forystu en siöan ekki söguna
meir. Eftir að staðan varð 2:1, Is-
landi i vil, tóku Sovétmenn öll
völd á vellinum i sinar hendur og
eins og áður sagði var staðan i
leikhléi 11:8 þeim i vil.
Sovétmenn juku fengið forskot i
siðari hálfleik og þá var eins og
leikmenn islenska liðsins bæru
alltof mikla virðingu fyrir and-
Njarðvík-Fram 76-75
■ „Eftir þennan sigur þá hef ég
ekki trú á öðru en að Njarðvik-
ingar verði Islandsmeistarar.
Þetta var toppleikur og sigurinn
gat lent hvoru megin sem var. Nú
er nóg komið af töpum hjá okkur'
og við ætlum ekki að tapa fleiri
leikjum,” sagði Kolbeinn Krist-
insson, þjálfari Fram i körfu-
knattleik.
Fátt getur nú komiö i veg fyrir
að Njarðvikingar hljóti titilinn
eftir 76—75 sigur yfir Fram i
Njarðvik i gærkvöldi. Þegar
venjulegum leiktima var lokið
var staðan jöfn 70—70, en Njarð-
vikingar voru sterkari i fram-
iengingunni og sigruöu.
„Þetta var toppleikur út i gegn
og einn best dæmdi leikur sem ég
hef séð” sagði Kolbeinn. Leikur-
inn var allan timann i járnum en
Njarðvik þó ávailt með for-
ystuna. Danny Shouse skoraði 28
stig fyrir Njarövik en hjá Fram
voru Brazy og Viðar stigahæstir
með 19 stig. Dómarar voru Sig-
urður Valur og Sigurður Val-
geirsson.
röp—.
stæðingnum. Sigur Sovétmanna
var þó i stærra lagi, en lokatölur
urðu 25:17 eins að framan er
getið.
„Viö áttum að geta gert mun
betur. A móti jafn sterku liði og
það sovéska er, veröum við að
nýta þau færi sem við fáum, en
svo var ekki i kvöld”, sagði Hilm-
ar Björnsson, landsliðsþjálfari
eftir leikinn. „Við þurfum að nýta
færin mun betur og stoppa hraða-
upphlaupin hjá þeim ef við eigum
að geta staðið i þeim”, sagði
Hilmar.
Alfreð skoraði flest mörk fyrir
Island eða 3, Ólafur, Páll, Óttar,
Þorbergur, Steindór og Kristján
Arason skoruöu allir 2 mörk og
þeir Sigurður Sveinsson og Guð-
mundur Guömundsson skoruðu
sitt markið hvor.
Oleg Gagin skoraði flest mörk
fyrir Sovétmenn eða 8 (5v).
Þýskir dómarar dæmdu mjög
vel.
SK/röp-.
■ Steindór Gunnarsson svifur hér inn I teiginn og skorar annað mark sitt gegn Sovétmönnum.
Timamynd Róbert
LITAVER - LITAVER — LITAVER - LITAVER — LITAVER LITAVER - LlTAVER — LiTAVER
dP LITAVER
Auglýsir
í fullum
★ Veggfóður - Verð frá kr. 30.00 rúllan
★ Veggdúkar - Breidd 53 cm, 65 cm og 1 m.
★ Veggstrigi - Verð frá kr. 10.00 m.
★ Veggkorkur - Breidd 89 cm.
★ Stök gólfteppi, 100% ull.
★ Gólf teppi - Breidd 3,66 og 4 m.
★ Gólfdreglar - Breidd 80 cm. og 1 m.
★ Gólfdúkar, allar gerðir
★ Teppabútar, stórlækkun
Líttu við í Litaver
því það hefur ávallt borgað sig
Ertuaöbyggja
viitubreyta
þarftuaöbæta
útsala
st- 'Æ
Grensásveg 18
Hreyfilshúsinu QO aaa
Simi Ö2444
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER