Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. febrúar 1982 5 þessu landi berjast kommúnistarnir meö öllu sem þeir hafa, lika meö hryöjuverk- um. Viö verðum aö hefjast handa gegn þeim.” Þetta sagði einn her- ráðgjafinn, John D. Webber of- ursti, sem sjálfur féll fyrir kúlu skæruliða 1968. 1 upphafi átti Coin-stefnan að leggja undir sig „hjörtu og sálir” innfæddra, á endanum varð hún aðeins hvati fleiri morða og hryðjuverka. Og loks þegar Cart- er forseti sneri með hryllingi baki við stjórninni sem forverar hans i embætti höfðu stutt var það um seinan. Nú sjá sérfræðingar frá Argen- tinu, en þar i landi eru um 16.000 stjórnarandstæðingar hreinlega týndir, um að mennta dauða- sveitirnar. Og siðan Reagan tók við berast aftur hjálpargögn frá Bandarikjunum: Vörubilar, jepp- ar og fjarskiptabúnaður. 1 E1 Salvador við hliðina á varð borgarastriðiö þess valdandi að Coin-stefnan var enduruppvakin i Washington. Sérfræðingar með reynslu frá Vietnam hjálpuðu til við að skipuleggja endurbætur á skiptingu jarðnæðis, en reyndar voru þær aldrei til nema i orði. Undir fölsku flaggi endurbóta fékk herinn oft tækifæri til að þefa uppi verkalýðssinna meðal bænd- anna og taka þá af lifi. En mest áhersla er þó lögð á hernaðaraðstoðina frá Washing- ton, þvi án hennar ætti fallvölt herstjórn Napóleons Duartes vart langra lifdaga auðið. A siðasta ári þáði hún 35 millj. dollara i aðstoð, nú á næstu dögum koma 25 millj. dollara i viðbót og svo i ofanálag 40 millj. i viðskiptahjálp. „Hamar og steðji” Og nú læra hermenn frá E1 Salvador að heyja strið hjá „Green Berets” úrvalssveitun- um. „Við reynum að kenna þeim siðmenntaðar hernaðaraðferðir”, segir Wallace Nutting hers- höfðingi. A siðasta ári útskrifuðu bandarisku hernaðarráðgjafarnir hreyfanlega hersveit sem var ætlað að ráðast að bækistöðvum skæruliðanna. En þessi svo- kallaða „Brigada Atlacatl” sveit gat ekki stært sig af miklum ár- angri i baráttunni við skæruliða. Hún fór i fjölmargar „hreinsunarferðir” en lánaðist aðeins að reka skæruliðana á undan sér, upplýsti einn Coinsér- fræðingurinn. Hér er komin ein skýringin á fjöldamorðunum, þessar sveitir eiga að eyðileggja undankomuleiðina til fólksins fyrir skæruliðunum, með öðrum orðum „taka vatnið frá fiskun- um”. Tilgangur aðgerðarinnar „Hamar og steðji” i desember siðastliðnum var að hreinsa eitt af sterkustu skæruliðasvæðunum i landinu, i Morazan-héraðinu. Á endanum settiaðgerðin nýtt met i hryðjuverkum . Skæruliðarnir voru alltaf utan seilingar her- sveitarinnar. í Mozotesbyggð höfðu meðlimir i lúterskum söfn- uði ekki viljað taka þátt i undan- haldi uppreisnarmanna, þeir töldu sig ekki fylgja neinum að máli og urðu eftir i þorpum sin- um. Eftirmálinn varð þessi: „Her- inn rak fólkið úr húsunum og raðaði þvi upp”, sagðieinn þeirra sem lifðu af i „Radio Vencere- mos”, útvarp uppreisnarmanna, nokkrum vikum siðar. „Konum- ar voru dregnar afsiðis, nauðgað og þær skotnar. Börnin voru kyrkt,skotin eða brennd lifandi. Hver sem þrjóskaðist við að koma út Ur kofa sinum var brenndur þar inni.” Meira en þúsund manns létu lifið. Fyrir nokkru hélt bandariski, sendiherrann, Deane Hinton þvi fram að hann sæi enga ástæðu til að leggja trúnað á þessar frá- sagnir. Samt var það einmitt úr- valssveitin „Brigada Atlacatl”, útskrifuð úr skóla Bandarikja- manna, sem stóð fyrir hryllings- verkunum. Salvadorski hermaðurinn Carlos Gómes Mon- tano sagði i viðtali við „New York Times” að bandariskir ráðgjafar hefðu einnig verið viðriðnir pyntingar á föngum. Bandarikin eru órjúfanlega tengd þessum striðsglæpum i bakgarði si'num, þótt enn séu þau að reyna að kom- ast yfir andlegar þrengingar sem leiddu af Vietnam-striðinu, þessa óréttlætanlega og fyrirfram tapaða striðs þar sem 55.000 Bandarikjamenn og næstum tvær milljónir Vietnama týndu lifi. Eða er Rómanska-Amerika ekki innifalin i bakþönkunum sem leiddu af áfallinu i Vietnam? „Þriðju landamæri Bandarikjanna” Þessi leiðtogaþjóö hins frjálsa heims er þekkt fyrir annað en að sýna tepruskap þegar hún þarf að vernda hagsmuni sina eða fram- fylgja þeim einhvers staðar á hnettinum. í þessu sambandi talaði Terence Todman, fyrrum ráðgjafi um málefni Suður-Ame- riku um „the third frontier of the United States” (þriðju landa- mæri Bandarikjanna), likt og þaö væri einhvers konar nýtt villt vestur. Það eru orðin meira en 150 ár siðan að Simon Bólivar, frelsis- hetja Suður-Ameriku dró bitran lærdóm af samskiptunum við Stóra Bróður i'norðrisem þó hafði i upphafi verið fyrirmynd hans: „Þaö er eins og Bandarikin séu valin til þess af forsjóninni að steypa Suður-Ameriku i glötun i nafni frelsisins”. Otbreitt viðhorf norður-ameriskra stjórnmála- manna og kaupahéðna til lýðveld- anna sunnan Rio Grande-árinnar túlkaði William Maxwell Evarts, fyrrum utanrikisráðherra Bandarikjanna, i skálarræðu sem hann hélt i hófi i New York : „Ef við horfum á kort af Suður-Ame- riku sjáum við að þessi heims- hluti er i laginu eins og kjötlæri. Sámur frændi hefur langa kvisl, hann mun éta þetta læri upp til agna”. Sámur frændi beit af mestum krafti i efri hluta lærisins, i Mið- Amerikurikin. Á einum áratug hrifsuðu Bandarikin næstum helming landsins frá nágranna sinum Mexikó — landsvæðið sem nú er fylkin Texas, Kalifomia, Arizona, Nýja Mexikó, Nevada, Utah og Colorado. Mexikóforset- inn Porfiro Diaz sagði i ör- væntingu: „Aumingja Mexikó, svo langt frá Guði og svo nálægt Bandarikjunum!” Skömmu siðar hugsuðu Banda- rikjamenn sér til hreyfings i lýðveldunum á eiðinu sem þá voru tiltölulega friðsöm og flest- um gleymd og sem enn i dag telja vart meira en 20 milljón ibúa og eru viðlika stór og fylkin Utah og Nevada samanlögð. Fremstur i fylkingu ævintýra- manna sem nefndu sig „Hina amerisku breiðfylkingu ódauðlegra” fór sjóræninginn William Walker með ránum og morðum riki úr riki um miðja siðustu öld. Hann hafði umboð ýmsra þekktra fjáraflamanna, m.a. J. Pierpoint Morgans. Hann lét Utnefna sig forseta i Nicara- gua, mælti svo um að þar væri enska þjóðtunga og endurreisti þrælahald sem þar hafði löngu verið afnumið. Þegar hann sneri aftur til Bandarikjanna var hon- um vel fagnað og sjálfur Buchanan forseti hlóð hann lofi. Þrjátiu árum eftir dauða hans hóf „Hreyfingin um ameriska innlimun” merki hans á loft, en yfirlýstur tilgangur hennar var að espa Mexikó, Hondúras eða Kúbu til að gripa tilvopna og sæta siðan færist. „Við verðum bara að gæta okkar”,sagði einn félaginn, ,,að enda ekki uppi eins og hann”. Walker var skotinn þegar hann reyndi að seilast til valda i Hondúras. „Margfætlan” Brátt voru það ekki bara ævin- týramenn sem fetuðu í fótspor Sunnud. 14.feb. k!.2030 Laugardalshöll Keflavík: Mánud. 15.feb. kl.2030 RUSSNESKA BJORN/NN? Handknatt/eikssambandió er handhafi /þróttastyrks Sambands ísienskra samvinnuféiaga 1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.