Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 14. febrdar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson Uþróttir), Skafti Jonsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auolýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387. 86393. — Verð i lausasölu s.OO. Askriftarqjald á mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Wimm menningarmál Mikilvægustu kjaramálin ■ Það er ekki úr vegi á þeim tima, þegar unnið er að nýjum kjarasamningum, að rifja upp hver séu helztu kjaramál launamanna um þessar mundir. Afstaða stéttasamtakanna og stefna stjórnar- valda hljóta framar öðru að mótast af þvi. Mikilvægasta hagsmunamál launastéttanna er tvimælalaust atvinnuöryggið. öryggisleysi i þeim efnum brýtur menn niður andlega og likam- lega, jafnvel þótt einhverjar atvinnuleysisbætur séu i boði. Þetta er viðurkennd staðreynd i öllum þeim löndum, þar sem atvinnuleysi hefur rikt á siðastl. árum. ísland er i hópi örfárra landa, þar sem atvinnu- öryggi hefur verið traust að undanförnu. Þegar menn gagnrýna islenzkt stjórnarfar, mega þeir ekki láta sér gleymast, að tekizt hefur að ná þvi mikilvæga takmarki að halda atvinnuleysinu ut- an dyra. Það markmið þarf að vera áfram leiðar- ljós stjórnarvalda og stéttasamtaka. Annað mikilvægasta hagsmunamál launastétt- anna er að halda verðbólgunni i skefjum. Engar stéttir tapa meiru á óðaverðbólgu en launastétt- imar. Þeim tekst verst að halda hlut sinum, þegar óðaverðbólga ræður rikjum. Einkum gildir þetta þó um láglaunafólk. Það á þvi að vera sam- eiginlegt baráttumál launþegasamtaka og stjórnarvalda að leitast við eftir megni að ráða niðurlögum óðaverðbólgu. Þótt baráttan fyrir hækkuðum launum sé mikilvæg, er hún gagnslitil eða gagnslaus, ef verðbólgan eyðir stöðugt launahækkunum og jafnvel meiru til. Kauphækkanir koma þvi aðeins að gagni, að það takist að halda verðbólgunni hæfilega i skefjum. Það leikur ekki neitt á tveimur tungum, að mesti orsakavaldur þeirrar verðbólgu, sem hefur verið landlæg hér frá striðslokum, er visi- tölukerfið svonefnda. Hér er ekki aðeins átt við visitölubætur á laun, heldur einnig hliðstæðar hækkanir á verðlagi landbúnaðarvara og sjávar- afurða. Nú ná þessar vixlhækkanir einnig orðið til vaxta og margra annarra þátta, en hjá þvi varð ekki komizt, ef eðlilegt jafnvægi átti að haldast. Af þessum ástæðum er vissulega ástæða til að fagna þvi, að rikisstjórnin hefur hafið viðræður við stéttasamtökin um breytingar á visitölukerf- inu eða nýjar viðmiðunarreglur, sem gætu leyst það af hólmi. Næðist samkomulag um nýja við- miðun, sem gæti dregið úr verðbólgunni, væri stigið stórt skref til að tryggja atvinnuöryggið og skapa skilyrði fyrir bætt lifskjör. Það er ljóst, að þetta verður ekki neitt auðvelt verk. En til mikils er lika að vinna. Þess vegna ber að vænta að allir viðkomandi aðilar geri sitt bezta til að vinna að lausn þessa mikla vanda- máls. Þ.Þ. STÖKUR AÐ NORÐAN ■ Ein af myndum sr. Bolla Gústavssonar á sýningunni. SAFNAÐARHEIMILI BÚSTAÐASÓKNAR Málverkasýning. Sr. Bolli Gústavsson 47 myndir Opin 7.-14. febr. 1982 ■ Þaö sem er m.a. óhentugt viö sýningar, sem standa aöeins skamma stund er þaö aö þær fá yfirleitt ekki umfjöllun i blööum aö heitiögeti.fyrr en þær eru af- staönar. Ekki svo aö skilja aö sýningar veröi betri, — eða verri viö greinar i' blööunum. Vig- staðan hefur á hinn bóginn breyst. Greinin kemur og sýning- in getur ekki lengur svarað fyrir sig sjálf, ef þvi er að skipta og vera kann að færri sjái sýningu því öll umfjöllun eykur aðsókn, að þvi er menn telja. Sýning á teikningum sr. Bolla Gústavssonar i Laufási i safnaðarheimili Bústaðakirkju stóö þvi miöur aöeins eina viku. Listamaðurinn gat þess einhvers staðar að hann hefði gripið þessar myndir með sér suður, er hann fór i öðrum erindum og fengið þarna með þær inni. Sýningunni valdi hann heitið Stökur að norðan. Sr. Bolli hefur fengist við myndlistarstörf býsna lengi. Hefur gjört böklýsingar og teiknað myndir i timaritauk ann- ars. Þessar myndir hefur maður séð sumar i blöðunum, en á sér- staka myndlistarsýningu hefur undirritaður ekki komið áöur hjá sr. Bolla. Ég hefi áður getið þess að teikning eða málverk hefur ekki átt upp á pallborðiö hjá guð- fræðingum og hátt settum em- bættismönnum. 1 æviskrám þeirra er yfirleitt aldrei getið um að þeir hafi teiknaö eða málaö þótt svo að segja hvert prentað eöa Utgefið orð sé tiundaö. Til dæmis má nefna, að þess er ekki getiði prestataliað Jón Helgason biskup (1866-1942) hafi verið einn af merkustu málurum landsins og sama má segja um Magnús Jóns- son guðfræöiprófessor og ráðherra. 1 sömu bók eru störf hans rakin nema málverkið og var hann þó kostum búinn um- fram aðra menn i málverki. Þetta kom f hugann, þegar ég fór að sjá sýningu sr. Bolla Gústavssonar að það muni þurfa nokkurt áræði fyrir sóknarprest jafnvel á dögum frjálslyndis, að efna til sýninga á teiknuðum myndum, fyrst teikning kemst ekki i metoröalista þeirra er sög- una skrá. Sýningin Sýning sr. Bolla Gústafssonar hafði að geyma 47 teikningar. Sjö teiknuð bókamerki en afgangur- inn voru myndir af ýmsu tagi. Mannamyndir, myndir af sögu- frægum stöðum. I mannam yndum hef ur sr. Bolli náð talsverðri leikni. Ekki aöeins i tækni þannig að allir, sem þekkja fyrirmyndina í sjón geta þekkt hana af teikningunni. Það er í sjálfu sér ekki svo örðugt. Hitt verður að teljast merkara, þegar maður telur sig þekkja mann sem maöur aldreihefur séð af teikningu. En það telur maður sig g eta i ým sum tilvikum. Vi 1 ég nefna myndina af Fjalla-Bensa. Þaö er innblásin mynd og hlýtur að vera likari honum en aðrar myndir. Enþað er einmitt þarna sem nýtt þrep er stigið i gjörö mannamynda. Aö þær eru and- litsheimild en lika eöa ef til vill fyrst og fremst listaverk. Þá þótti mér myndin Eftir skólanefndarfund góð, þótt i spaugsamara lagi væri hún. Yfir- leitt fer spaug illa i myndlist eins og t.d. hreyfing gjörir lika. En þarna næst einhver sérstakur og þjóðlegur blær. Sr. Bolli leggur mismikla vinnu i myndir og sumar fástrikaöar, eða fáorðar myndir, báru með sér mikla sveitasælu. A vissan hátt má segja, að sr. Bolli brjóti þarna vissa hefð. Og ef til vill eigum við von á að fleiri prestar sem mála, eöa teikna, komi fram i dagsljósið og starfi sem listamenn fyrir opnum gluggum. Prestar senda frá sér ljóðabækur og skáldsögur og þykja ekkert minni prestar fyrir og vonandi fær myndlistin að búa við sömu kjör i húsi presta og ljóöið. Sr. Bolli hefur verið tiður gest- ur á myndlistarsýningum undan- fama áratugi og einn af þeim mönnum sem gaman og fróðlegt er að hitta á myndlistarsýning- um. Og nú hefur hann spilað út sjálfur góðu spili og verður fróð- legt að fylgjast með framvindu mála. Jónas Guðm undsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.