Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 22
Sunnudagur 14. febrúar 1982
■ Krá vinstri Þorsteinn, Hugi, Hraldur og Kjartan.
Ég bersl á fáki fráum!
Unglingasíðan ræðir við þrjá mótorhjólatryllara
■ </Honda"/ //Yamaha", „Suzuki" „allir strákarnir
fá hjól!" Hver kannast ekki við þennan frasa?
Þetta virðist vera visst skeið á þroskaferli flestra
stráka, að dást að þessum mikla krafti sem þeir
geta hamið milli fóta sér. En hvers vegna eru yfir-
leitt bara strákar á mótorhjólum? Ég hef litla trú á
því að þetta sé einungis karlkyns íþrótt, alla vega
hef ég séð ófáar stelpur sitja aftan á mótorhjólum,
æpandi kannski af „æsing" eða „hræðslu". Þetta er
kannski endurvakning rómantíkurinnar i nútíma-
legum búningi, sem sagt að það sé karlmannlegt að
vera á mótorhjóli, þvi þar fá strákarnir tækifæri til
aö sýna listir sínar og þor með ýmsum brögðum.
Einnig gæti svarið falist í undirtektum foreldra, jú
það er i lagi þó strákurinn fái hjól, það er bara eðli-
legt. En stelpan! Hvað hefur hún að gera með það?
hún er kolrugluð!
En hvað um það.flestir sem ætla sér komast
yfir mótorhjól og keyra það jafnvel próflausir.
Foreldrar virðast standa ráðalausir gagnvart þess-
um vanda, og hafa kannski þurft.að horfa upp á
börn sin limlestast eða að þau hafi hlotið varanleg-
an andlegan skaða af völdum slyss á mótorhjólinu.
Ég náði tali af þrem 15 ára Garðbæíngum sem allir
eiga og hafa áhuga á mótorhjólum. Þeir heita
Kjartan Björgvinsson, Hugi' Ingibjartsson og
Haraldur Grétarsson.
K: Ég rændi fyrsta mótorhjól-
inu frá bróftur minum þegar ég
var 13 ára það er að segja ég
borgaði ekkert út og afganginn
eftir minni. En blessuð ekki
skrifa þaö þvi þá rukkar hann
mig!
Hu.: Ég vann 500.000.- gamlar
krónur i happdrætti þegar ég var
14 ára og fyrir þann pening keypti
ég mér hjól.
lla.: Mamma og pabbi hjálp-
uðu mér að kaupa hjól þegar ég
var 14 ára þaö er að segja þau
borguöu útborgunina og ég ein-
hvern slatta.
— Nú fáið þið ekki próf á hjólin
fyrr en 15 ára keyrðuð þið próf-
lausir tii að byrja með?
K.: Já blessuð vertu þaö gera
flestir, ég fékk hjólið 13 i ó-
keyrsluhæfu ástandi. Ég geröi við
þaö i snatri og byrjaði að nota
þaö.
H.: Ég átti að horfa á hjólið
inni f bilskúr þangað til ég yrði 15
ára og fengi prófið, en auðvitað
freistaðist maður, og til aö byrja
meö mátti maður keyra fram og
aftur götuna heima en maður
varð fljótt þreyttur á þvi svo þetta
þróaðist fljótlega út i þaö að
maður var farinn að keyra um
allan Garðabæinn.
— Hvað sögðu forcldrar ykkar
viö þvi aö þiö væruð að keyra
próflausir á hjólunum?
Ila.: Þeir „sungu” i fyrstu!
K.: Þeim var náttúrulega mjög
illa við þaö, en hvaö gátu þau gert
við vorum komnir meö hjólin i
hendurnar.
Notaði aukalyklana þegar
löggan tók hina
Hu.: Ég var tekinn einu sinni,
löggan tók lyklana af hjólinu
minu og ætlaöist til að mamma
myndi geyma þá og ábyrgjast að
ég myndi ekki snerta hjólið fyrr
en ég fengi prófið. Mamma
treysti sér ekki til þess aö ábyrgj-
ast þetta svo löggan fór með lykl-
ana mina, en ég notaöi auðvitaö
aukalyklana af hjólinu!
K.: Löggan reyndi oft aö ná
mér og vinum minum en tókst
þaö aldrei við stungum hana
alltaf af.
— Hvernig?
K.: Viö þræddum alla göngu-
stigana og stundum slökktum við
ljósin á hjólunum ef það var
myrkur og keyrðum ljóslausir,
við gátum alltaf stungið hana af.
— Hver er tilgangurinn meö þvi
að eiga mótorhjól?
Ha.: Hjólið er mjög gott sam-
göngutæki maður er miklu fljót-
ari i ferðum en annars.
K.: Svo er það lika leiktæki.
— Hvað meinarðu með leik-
tæki?
K.: Nú það er hægt aö nota það
til aö stinga iögguna af! svo er
lika mjög gaman aö fara i sand-
gryfjurnar og tæta þar upp og
niöur.
— Eruö þið i einhverjum mótor-
hjólakiúbb?
K.: Já ég er I V.Í.K. sem er
skammstöfun fyrir Vélhjóla-
iþrótttaklúbbinn. Þetta er
klúbbur fyrir áhugamenn um
Motor Cross hjól, en það eru tor-
færuhjól sem maöur notar ekki á
götuna, klúbbmeðlimir hittast
einu sinni i mánuði á Hótel Loft-
leiðum og rabba saman en á
sumrin er oft fariö i ferðir út á
land.
Stoppaðar buxur, járn-
slegnir skór, brynja og
hjálmur
— Þarf ekki vissan útbúnað ef
maður er á torfæruhjóium?
K.: J ú ég á buxur sem eru allar
stoppaöar, svo er ég I járnslegn-
um skóm, siðan er maöur i brynju
sem sett er yfir bringuna og
siðast en ekki sist hjálmur.
— A hvernig hjólum eruð þiö?
Ha.: Við erum allir á 50
kúbbiga Hondum, en Kjartan á
lika Yamaha torfæruhjól.
— Hafiö þið ferðast eitthvað út
á land á hjólunum?
K.: Ég fór i fyrrasumar til Sel-
foss.
Hu.: Við förum litiö út á land á
þessum hljólum, þetta eru aðal-
lega samgöngutæki innanbæjar.
— Stefnið þiö að þvi að fá ykkur
stórt götuhjól og ferðast til út-
ianda á þeim?
Hu.: Nei alls ekki, það er
ekkert gaman að þeim, ég ætla
miklu heldur aö fá mér stórt tor-
færuhjól, maður kemst svo æðis-
lega margt á þeim. Það væri t.d.
fint fyrir bændur að smala á
þeim, það er hægt að klifra upp
flest fjöll og komast yfir flestar
ár.
Ferlega dýrt
— Hvernig stendur á þvi, að
miklu færri stelpur en strákar eru
á mótorhjólum?
K.: Það er eiginlega okkur
eiginlegt að hafa kraftinn á milli
fótanna — AhahaA! —
Ha.: Þær vilja kannski nota
peningana I annað, þetta er dýrt
sport, fyrst þarf maður að kaupa
hjólið og svo er þaö bensiniö