Tíminn - 06.03.1982, Side 9
Sunnudagur 7. mars 1982
menn og málefni
Atvinnuleysi og glundroða
hefur verið afstýrt
■ Frá fundi borgarstjórnar Reykjavikur.
Mikilvægur
árangur
Forustugreinar Mbl. bera
þess ótvirætt merki, aö þaö tel-
ur Framsoknarflokkinn hafa
bezta póliti'ska stööu af þeim
flokkum, sem Sfjálfstæðisflokk-
urinn á i höggi við. Þess vegna
beinir það árásum sinum nú
einkum gegn honum.
Þetta kemur ekki á óvart.
Framsóknarflokkurinn er
sterkasta afliö i niíverandi
stjórnarsamstarfi og þvi má
mest þakka honum þann árang-
ur, sem ríkisstjórnin hefur náð.
Mikilvægasti árangurinn er
tvimælalaust sá, að hér hefur
verið nægatvinna tvö undanfar-
in ár, eða siðan núv. rikisstjorn
var mynduð. Þessi árangur hef-
ur náðst á sama tima og at-
vinnuleysi hefur stóraukizt i
flestum löndum öðrum og þó
einkum þeim, þar sem skoðana-
bræður Sjálfstæðisflokksins
ráða.
Það er heldur ekki litill
árangur, að hér hefur tekizt á
þessum tima að tryggja nokk-
um veginn stöðugan kaupmátt
verkamannalauna. í flestum
öðrum löndum hefur kaupmátt-
ur þessara launa rýrnað veru-
lega.
Þá er þess að geta, að hlutur
þeirra, sem áður voru verst
settir, sparifjáreigenda, hefur
verið stórlega bættur. Komið
hefur verið f veg fyrir, að fjár-
munir þeirra eyddust i eldi
verðbólgunnar eins og gerðist
áður.
Um allt land hefur verið hald-
ið uppi margháttuðum framför-
um, sem styrkja hag og af-
komumöguleika þjóðarinnar i
framtiðinni. Framkvæmdir I
landinu hafa sjaldan eða aldrei
verið meiri.
Þannig mættihalda áfram að
telja upp þann árangur, sem
náöst hefur af störfum rikis-
stjórnarinnar.
Hagstæður
samanburður
Af hálfu Morgunblaðsins er
talsvert talið á þeim áróðri, að
ekki hafi tekizt að ná þvi marki
að telja verðbólguna niður á
þann hátt, sem heitið var i
stjórnarsáttmálanum. Það er
rétt. Þar hafa komið til sögu
efnahagserfiðleikar, sem ekki
voru séðir fyrir, bæði af erlend-
um toga og innlendum. Við-
skiptakjörin við útlönd hafa
verið óhagstæð. Þrýstihdpar og
stjórnarandstaða hafa samein-
azt um að spyrna gegn hjöðnun
verðbólgunnar.
Þrátt fyrir þetta náðist sá
árangur af niðurtalningunni á
siðastliðnu ári, að verðbólgan
varð ekki nema rúm 40% f stað
þess, að hiín varð tæp 60% árið
áður.
Þegarsamanburður er gerður
á þróun atvinnumála og efna-
hagsmála he'rlendis og erlendis
á undanfórnum tveimur árum,
getur Framsdknarflokkurinn
vissulega unað vel sinum hlut.
Það var vissulega áhættu-
samt að ráðast i stjórnarsam-
vinnu með aðilum, sem gátu
reynzt ótraustir, eins og Fram-
sóknarflokkurinn gerði I febrú-
ar 1980. Um annað var ekki að
velja,ef ekki átti að koma til al-
gert stjórnleysi. Sannarlega
hefur þetta tekizt betur en
margir þorðu að vona þá.
Glundroða afstýrt
á Alþingi
Morgunblaðið beinir spjótum
sinum gegn Framsóknarflokkn-
um af fleiri ástæðum ei þeim,
að stjórnarsamstarfið hefur
tekizt betur en menn þorðu yfir-
leitt að vona. Morgunblaðið ger-
ir sér ljóst, að sú kenning þess
er endanlega hrunin til grunna,
að glundroði sé óhjákvæmilegur
á Alþingi og i borgarstjórn
Reykjavi"kur, ef ekki njóti við
forustu Arvakursdeildar Sjálf-
stæðisflokksins.
Morgunblaðiö kennir Fram-
sóknarflokknum réttilega um
það, að þessar kenningar þess
eru ekki frambærilegar lengur.
Bæði i núverandi rikisstjórn og
borgarstjórn Reykjavikur hafa
Framsóknarmenn átt mestan
þátt i' þvi, að tekizt hefur heilla-
rikt samstarf, þótt Arvakurs-
deild Sjálfstæðisfíokksins komi
þar hvergi nærri, heldur sé I
fýlu og reyni að vera Þrándur i
Götu eftir þvi, sem helzt verður
við komið.
Núverandi rikisstjórn var
mynduð eftir langt stjórnar-
myndunarþóf, sem virtist ætla
að ljúka með algeru stjórnleysi.
Framsóknarflokkurinn tók þá
áhættuna af þvi að taka þátt i
ríkisstjóm, sem margir spáðu
þá fárra lifdaga. Reynslan hef-
ur orðið önnur, og árangur betri
en flestir þorðu að vona. Is-
lendingarhafa komiztbetur af á
undangengnum tveimur árum
en flestar þjóðir aðrar, þrátt
fyrir óbilgjarna stjórnarand-
stöðu og stuðning hennar- við
hvers konar þrýstihópa.
Glundroða afstýrt
í borgarstjórn
Svipað hefur gerzt i borgar-
stjórn Reykjavilcur. Sjálfstæðis-
flokkurinn missti þar meiri-
hluta sinn i borgarstjómar-
kosningunum 1978. Arvakurs-
menn reyndu að hugga sig með
þvi', að nú myndi glundroða-
kenning þeirra sannast i verki.
Hinir þrir andstöðuflokkar
Sjálfst æöisflokk si ns , sem
mynduðu oröið meirihluta i
borgarstjórninni, myndu ekki
koma sér saman og flest lenda i
öngþveiti og vitleysu. Aður en
ár væri liðið myndi þurfa að
kjósa aftur og þá myndu Reyk-
vikingar reka glundroðaflokk-
ana af höndum sér.
Ekkert af þessu hefur rætzt.
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag
komu sér saman um að stjórna
borginni og ráöa ópólitiskan
mann til aðgegna borgarstjóra-
embættinu. Fjölmargt I rekstri
borgarinnar hefur snúizt til
betri vegar, fjármálastjórn
hennar verið traust og fram-
kvæmdir með meira móti.
Ýmislegt stendur þó enn til
bóta, enda fjögur ár of stuttur
timi til að leiðrétta allt, sem
miöur fór eftir hálfrar aldar
stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Margt ágætt fólk úr öllum
þessum þremur fiokkum hefur
átt þátt I þvi, að þessi árangur
hefur náðst og glundroðakenn-
ing Sjálfstæðisflokksins þannig
endanlega kveðin niður. óum-
deilanlega á Kristján Bene-
diktsson einn stærsta eða
stærsta hlutinn i þvi, að þetta
hefur tekizt. Það undrar þvi
engan, þótt vonbrigði og
óánægja Morgunblaðsins bitni
númjög á honum. Það á eftir að
vera borgarbúum góður leiðar-
visir.
íhaldið klofnaði
28 sinnum
Kristinn Hallgrimsson blaða-
maður birti nýlega hér i blaðinu
itarlegt yfirlit um afgreiðslu
mála i borgarráði Reykjavíkur
á árinu 1981. Samkvæmt þvi
höfðu alls verið afgreidd 2252
mál og höföu 2203 þeirra verið
afgreidd samhljóða. Agreining-
ur hafði einungis verið um 49
mál.
Afgreiðsla 10 þessara mála
féll á þann veg, að meirihlutinn
(Framsóknarflokkurinn, Al-
þýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalag) samþykkti þau, en
minnihlutinn (Sjálfstæðisflokk-
urinn) var á móti. t átta ágrein-
ingsmálum klofnaði meirihlut-
inn. í 28 ágreiningsmálum
klofnaði hins vegar minnihlut-
inn, þ.e. fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins voru ósammála um
afgreiðsluna. Bókanir eruóljós-
ar um afgreiðslu þriggja
ágreiningsmála.
Þetta yfirlit leiðir margt i
ljós. Þó er athyglisverðast, að
hafi verið hægt að tala um
glundroöa i borgarráðinu, kem-
ur hann aðallega fram isambúö
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. Minnihluti Sjálf-
stæðisflokksinsklofnar rúmlega
þrisvar sinnum oftar en meiri-
hlutinn.
Af þvi mætti vel álykta, að
svokallaður glundroði i borgar-
ráði og borgarstjóm myndi
meira en þrefaldast, ef svo
slysalega tækist til, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi meiri-
hluta i' borgarstjórnarkosning-
unum I vor.
Mesta vandamálið
Nýlega voru birtar tölur um,
að atvinnuleysingjar i löndum
Efnahagsbandalags Evrópu
væru orðnir rúmlega tiu
milljónir. Þvi var jafnframt
spáð, að þeimmyndienn fjölga.
1 vaxandi mæli er deilt um
hvaða leiðir muni heppilegastar
tilútrýmingar á atvinnuleysinu.
Sumir telja vænlegast að
dregið sé úr ríkisafskiptum,
skattar lækkaðir og fyrst og
fremst verði treyst á hagnaðar-
von hinna áræðnu og heppnu
einstaklinga sem driffjöður at-
hafna og framkvæmda.
Þetta er hin svonefnda leiftur-
sóknarleið, eða það nafn hefur
hún hlotiö hér á landi. Nú er
verið aöreyna hana i Bretlandi
og Bandarikjunum . Ekki verður
sagt aö hún hafi reynzt vel til
þessa.
Aðrir telja þvi vænlegast að
hafna henni og treysta á aukin
ríkisafskipti, og frumkvæði hins
opinbera um atvinnufram-
kvæmdir.en þvihljóta að fylgja
hækkandi skattaálögur. Þessi
stefna hefur einnig veriö reynd,
en með misjöfnum árangri.
En þótt þannigsé deiltum það
út i heimi, hvaða aðferðir séu
vænlegastar til að draga úr at-
vinnuleysinu, eru allir á einu
máli um, að þaö sé eitthvert
mesta böl, sem hugsazt geti.
Riflegir atvinnuleysisstyrkir
fullnægi ekki heilbrigöum ein-
staklingi. Það brjóti þá niður
andlega og likamlega. Mönnum
er ekki aðeins hollt, heldur
nauðsynlegt að hafa starfi að
gegna.
Af þessum ástæöum er I vax-
andi mæli rætt um atvinnuleys-
ið, sem mesta vandamál niunda
áratugarins i hinum vestrænu
iðnaöarrikjum.
Aldrei atvinnuleysi
Ef til vill gera Islendingar sér
ekki nægjanlega ljóst, hvilíkt
böl atvinnuleysið er, þviaðþeir
hafa ekki reynt það I neinum
mæli á siðari áratugum. Góðu
heilli var ekki haldið inn á
leiftursóknarbrautina eftir sið-
ustu alþingiskosningar og hér
hefur þvi' ekki orðið atvinnuleysi
i likingu við þaö, sem er hjá
Reagan og Thatcher. Það tókst
að koma i veg fyrir stjórnleysi
og mynda rikisstjórn, sem hefur
reynzt fær um aö halda atvinnu-
leysisvofunni utan landstein-
anna.
Sú reynsla, sem fengin er af
þessum málum, er ekki sizt sú,
að eigi að verjast atvinnuleysi
sé ekkert ráð öruggara en aö
láta það aldrei koma til sögunn-
ar. Kenningin um að hæfilegt
atvinnuleysi sé jafnvel æskilegt,
hefur reynzt argasta falskenn-
ing. Hæfilegt atvinnuleysi leiðir
án teljandi undantekninga til
óviðráðanlegs atvinnuleysis.
Það var eitt af aöalsmerk jum
framsóknaráratugarins á Is-
landi aö halda atvinnuleysinu
utan landssteinanna. Það tókst.
Þetta þarfað vera áfram aöals-
merki nfunda áratugarins á Is-
landi. Næstum hvað sem það
kostar þurfa íslendingar að
forðast vandamálið, sem nú
þjáir vestrænu rikin mest.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar Kkll