Tíminn - 06.03.1982, Síða 19

Tíminn - 06.03.1982, Síða 19
Sunnudagur 7. mars 1982 19 urðu Spánverjar varir viö hann og sóttu aB honum allir saman. Fékk hann stór sár og mörg, en félagar hans komu honum til hjálpar og voru varBmennirnir nú drepnir. Þá var veitt atganga þeim sem voru i búBinni. Báru Dýrfirðingar grjót I dyrnar og rufu yfir þeim kofann. Spánverj- ar vörBust vasklega og er sagt aB þeir hafi gert eina hriB ^vo snarpa aB DýrfirBingar hafi nálega viknaB fyrir, en svo lauk aB þeir féllu allir, nema einn unglingur. Hann hafBi sofiB i einhverjum af- kima og getaB skotist undan. Komst hann siBar i einn af bátum þeirra skútumanna og sagBi farir þeirra félaga ekki sléttar. Eftir vigiB voru Spánverjarnir af- klæddir og likunum sökkt i sjávardjúp.Dýrfiröingur sá sem særðistlá lengi i sárum sinum, en batnaBi alveg á endanum. Þessi vig voru unnin án dóms og laga, en Ari i ögri lét siBar dóm ganga um þaB á SúBavikur- þingi aB þeir hefBu veriB rétt- dræpir og var visaB til konungs- bréfsins sem fyrr er á minnst og kom þaB sér nú vel. Marteinn sat i Æöey Nú vikur sögunni til þeirra, sem eftir voru af liöi Marteins. Mar- teinn sat i ÆBey og menn hans og höfðu engar sögur af félögum sin- um. Fengust þeir viö fiskveiBar og hugBu aB hvölum. Þeir voru þó all djarftækir til fanga og er sagt aö m.a. hafi þeir stoliö tveimur nautum. Þetta hefur borist til Ara sýslumanns i ögri sem nærri má geta. Auk þessa voru Spánverjar svo djarfir aB þeir héldu til ögurs á tveimur bátum og hafa þeir éf- laust ætlaö að ræna hjá Ara, þótt ekki séu til ljósar sagnir um erindi þeirra, en þeir áttu kaldri komu til ögurs aB fagna þvi vörn var fyrir og urðu þeir aö fara þaöan slyppir og snauöir heim til Æöeyjar aftur. Þetta sárnaöi Spánverjum og höföu þeir i hót- unum viö Ara, sögöust ætla aö drepa hann og mynduðu jafnvel til á sjálfum sér, hvernig þeir ætluöu aö drepa hann. Þá ráku þeir upp óp og vein og sögöu aö svo mundi æpa kona Ara og börn, þegar þeir heföu drepiö hann. Ari gripur til sinna ráða Hótanir þessar komu Marteini i koll og mönnum hans, þvi þær bárust til Ara og þótti honum ekki viö svo búiö mega standa. Hann skar upp herör og stefndi mönn- um til ögurs á ákveönum degi, til þess aö ráöast aö Spánverjum i ÆBey. Nefndi hann þar til fyrst dómendur úr SúBavikurdómi og svo aöra menn, eftir þvi sem hon- um þótti þörf vera á. Allir skyldu þeir fæöa sig sjálfir og kosta aö öllu leyti. /, Eldleg sverð" Liöiö kom saman i ögri, þriöju- daginn seinastan i sumri, 10. október og voru þá nýkomnar þangaö fréttir af vtgunum i Dýra- firöi. Sumir voru ófúsir til feröar, en þoröu þó ekki aö sitja heima af ótta viö Ara. Engir komu af dómsmönnum og er þaö kynlegt. Sama daginn og mann- safnaöurinn var i ögri, gekk upp svo mikill stormur aö allt liöiö sat teppt þar, þangaö til 13. október. Þá var sent njósnaskip til Æöeyj- ar aö leita frétta og fréttu njósna- menn aö Spánverjar heföu járnaö hval og væri hann kominn á land á Sandeyri á Snæfellaströnd. Voru flestir Spánverja komnir þangaö til hvalskuröar en fimm gættu eigna þeirra i Æöey. Njósnamenn héldu nú aftur til ögurs og sögöu tiöindin og hélt flokkurinn nú til Æöeyjar, yfir fimmtiu manns. Þetta var 14. október. Liöiö kom til Æöeyjar á kvöldvöku áöur en heimamenn voru háttaöir og létu menn her- mannlega. Jón læröi getur þess aö einn þeirra hafi haft „kylfu klepp” i annarri hendi en höggöxi mikla i hinni. Kona var send inn i baðstofu meö ljós, þvi þar lágu tveir Spánverjar á gólfinu. Skildi hún ljósiö eftir og gekk svo út. Var annar Spánverjinn drepinn umsvifalaust en hinn varöist vasklega. Mátti hann þó fyrr en varöi láta lif sitt. Hinir Spánverj- arnir þrir voru staddir i smiöju- kofa úti á hlaöi. Isfiröingar rufu þakiö á kofanum og sóttu aö þeim. Vöröust Spánverjar vonum betur en féllu aö lokum, þvi viö ofurefli var aö setja. Nú voru likin flett klæöum og borin allsnakin á börum fram á björg. Þar voru þau bundin saman og steypt ofan I Djúp en morguninn eftir voru þau komin á land fyrir utan Isafjaröardjúp, þar sem heitir á Fæti og voru þau dysjuö þar undir bökkum. Kross fannst á einum af Spánverjunum, eins og kaþólskra er siður og ein- hverjir helgir dómar aörir. Var altalað meöal liösmanna aö þaö væru galdrar hans, en ekki heföu þeir dugaö honum meö öllu, þvi dauöur væri hann. Kolniöamyrkur var en einstöku sinnum laust eldingu niöur i fjall- ið og kallar Jón læröi þær „eldleg sverö”. Auk þess var svo mikill stormur aö varla var skipfært upp sundið til meginlandsins og er þaö þó örmjótt. Þótti Ara i Ogri eldingarnar boöa gott og kallaöi hann þær sigurboöa. „Fyrir Krists skuld" Ari bóndi og menn hans klöngruðust samt yfir sundiö og viö illan leik og héldu til Sandeyr- ar. Þeir slógu hring um bæinn og geröu vart viö sig fyrir heima- mönnum. Marteinn skipstjóri var staddur i húsi einu úti á hlaöi viö fáeina menn en hinir sátu allir inni á baöstofugólfi og höföu kynt eld fyrir sér. Var mönnum nú skipaö fyrir alla glugga og dyr á bænum en sumir gengu aö húsinu þar sem Marteinn var og skutu þar inn hvaö eftir annaö af byssum. Marteinn skaut litiö á móti og kallaöi út aö hann vissi ekki svo stórar sakir á sig aö hann ætti þaö skilið aö vera skotinn niöur um miöja nótt meö mönnum slnum. Þarna var séra Jón Grimsson kóminn og varö hann fyrir svör- um á latinu sem þeir Marteinn gátu gert sig skiljanlega á hvor viö hinn. Sagöi Jón þá eiga fylli- lega skiliö aö vera drepna. Mar- teinn baö prest nú aö fyrirgefa sér fyrir misgjöröir fyrir „Krists skuld” og kvaöst ekki hafa unniö til saka hjá öörum Islendingum. Séra Jón kvaöst skyldu fyrirgefa honum og ræddust þeir nú viö um stund. Sneri Jón sér þá aö Ara og spuröi hann hvort hann vildi gefa Marteini lif. Hann væri tiginn maöur og siöur hefnda von ef hon- um væri hlift. Ari játaöi þvi „glaölega” og sagöi aö prestur mætti segja honum þaö en hann yröi aö gefa upp vörn alla og ganga þeim á vald. Griðníðingarnir Marteinn tók þessum kosti fús- lega og rétti út byssu sina kom svo út sjálfur og stóö á knjánum. Ari bóndi skipaði þremur mönn- um aö leiöa Martein á burt og gæta hans en liöið var oröiö svo æst af manndrápunum, aö einn hjó til Marteins meö öxi og ætlaöi aö höggva hann á háls en höggiö kom á viöbeiniö og varö af litiö sár. Marteinn brá hart viö og hljóp á fætur og hljóp til sjávar eins og kólfi væri skotiö og út I sjó en hann var manna best syndur. Um þetta leyti lægöi storminn og var sett fram skip aö elta Mar- tein. Þegar hann sá þaö herti hann enn sundiö og segir sagan aö hann hafi „sungiö latinu viö tón”. ,/Þótti afbragð að sjá hans íþrótt i sönglist" „Þaö þótti mörgum afbragö aö sjá hans Iþrótt I sönglist” (!) segir Jón lærði. Svo er sagt aö einn af skipverjum hafi komiö spjótslagi á Martein i kafi en þó linaöist hann ekki til fulls, fyrr en sveinn Ara, Björn nokkur Sveins- son hæföi hann I enniö meö steini. Marteini var nú fleytt til lands og hann klæddur úr öllum fötum og þvi næst unniö á honum og „heldur hroöalega” segir I heimildum en hann sýndi hreysti og haröneskju fram i andlátiö. Liki hans var sökkt niöur i djúp. Þegar Marteinn var látinn snerist stormurinn upp i blæjalogn, „hvaö þeir eignuöu krapti þess galdrakropps Marteins”. Tekið til óspilltra málanna Nú var tekiö til óspilltra mál- anna meö þá sem eftir voru af Spánverjum og þurfti enginn um griö aö biöja. Flestir vöröust drengilega og var þaö almæli þeirra sem viö voru staddir aö Spánverjar heföu aldrei orðiö unnir, heföu þeir fengiö tima til aö búast til varnar og þó sist Mar- teinn sjálfur, heföi hann ekki gengiö á griö Ara bónda. Is- firðingar uröu aö rjúfa allan bæ- inn yfir Spánverjum, þvi þeir sýndu ekki siður kænsku en hreysti I vörninni og leiö svo öll nóttin og fram á dag aö fáir féllu. Marteinn meinlausi Nú var sonur Ara bónda, Magnús sem sföar varö sýslu- maöur I Isafjaröarsýslu fenginn til þess aö vinna á Spánverjum meö skotum og fækkaöi þeim nú óöum, en hinir skriöu undir rúm og i önnur skúmaskot. Var al- vopnaöur maöur sendur fram til þessaövinna á þeim. Einkum var viö brugöiö vörn unglings eins i baöstofunni, en hann féll aö lok- um fyrir skoti. Seinast var drepinn af Spán- verjum maöur sá sem Marteinn hét og var kallaöur hinn mein- lausi. Hann sýndi enga vörn. Marteinn var trésmiöur og haföi fengiölitiösárum nóttina áöur en aöaldrápin hófust. Hann haföi nú skriöiö undir kú og lá þar alla nóttina. Þar fannst hann um morguninn þegar hinir voru dauöir. Þeir sem fundu Martein höföu ekki brjóst i sér til þess aö drepa hann og var hann nú leidd- ur fyrir Ara bónda og allan flokk- inn og báöu sumir honum lifs, „en aðrir bölvuöu eftir vanda”. Ari sagöist vel sjá aö hann væri mein- laus. Skyldi hann nú hafa grib og fara heim til sin og smiða fyrir sig, þegar hann væri gróinn, „en þessi Marteinn stóö á knjánum meö breiddum höndum, ruglandi um Krist, sárlega biöjandi lifs”. Ekki varö þó úr aö Marteinn meinlausi fengi lif, þvi hann var klofinn I heröar niöur þvert á móti vilja Ara bónda og féll hann sein- astur Spánverja. Skemmtun að leika líkin sem háðulegast Ari haföi sagt aö liösmenn mættu fletta likin klæöum ef þeir vildu og fara meö þau eftir geö- þótta. Höföu nú sumir þaö aö skemmtun aö leika likin sem háöulegast en sumum þótti þaö marglæti. Loks voru Dúkarnir bundnir saman með snæri og var þeim þvi næst sökkt I sjávardjúp eins og likum félaga þeirra. Rak þá hvaö eftir annaö jafnvel hálf- um mánuöi seinna en aldrei var þeim sýndur sá sómi aö grafa þá I vigöri mold. „Hver mann varð af drykkju digur" Ari lýsti þvl yfir aö allir fjár- munir Spánverja væru „kóngsins eign” og voru þeir fluttir heim i ögur. Sumir geröu kröfu til endurgjalds fyrir þaö sem Spán- verjar höföu hnuplaö frá þeim, en fengu enga leiöréttingu mála sinna. Báru liösmenn ekki annaö úr býtum en fataslitur þau sem þeir höföu tekiö af Spánverjum og voru þau svo ógirnileg blóöstork- in og tætt aö þeir sem þóttust nokkurs háttar, vildu ekki lita viö þeim. Ari bóndi og liö hans hélt nú til ÆBeyjar en á leiöinni mættu þeir dómsmönnum úr Súðavlkurdómi og voru þeir á leiö til viganna. Voru þeir nú ekki virtir viölits og munu hvorir hafa fariö sina leiö. Sat liöiö i Æöey allan sunnudag- inn og hressti sig á vlni Spánverja eftir stórræöin en á mánudaginn fór hver heim til sin og haföi Ari meö sér mikiö fé úr Æðey, sem Spánverjar höföu átt. Segir svo i „Spönsku visum”, sem eru 77 erinda bálkur um þessi frægöar- verk: „Eftir þá herför og háan sigur hver mann varö af drykkju digur vikuna vel svo alla þvi vildi i hug svo falla.” Skútumenn á Vatneyri Eftir vigin I Æöey og á Sandeyri ætlaöi Ari I Ogri aö halda suöur á Vatneyri viö Patreksíjörö og vinna á þeim Spánverjum, sem þar voru nú eftir. Kvaddi hann hundrað menn til fararinnar, en ekkert varö úr framkvæmdum þvi blindbylur brast á og varö aö leysa hópinn upp. Töldu Isfiröing- ar þetta galdrabyl og skildu ekk- ert i Guöi aö hafa ekki látiö veröa hefnda auöiö vegna veöursins. Skútumenn á Vatneyri fréttu um vigin I ísafiröi og höföu i hót- unum um aö koma aftur til Is- lands meö her manns og hefna sin grimmúölega. Aldrei varö þó af þvi. Svo litur út sem menn hafi látiö þá i friöi um veturinn. Um vorib 1616 rændu Spánverj- ar enskri duggu meö mönnum og áhöfn og drápu einn. Létu þeir I haf á skútunni og hefur ekki til hennar spurst upp frá þvi. Makleg málagjöld? Þess skal getiö aö lokum aö Ari og Vestfiröingar sendu Alþingi skýrslu um vigin en hún er nú týnd. Ekki fara sögur af þvi hvab lögmönnum og lögréttumönnum hefur litist um þessi stórmæli en eftir „Spönsku visum” aö dæma, eftir Ólaf á Söndum, sem er merk heimild um þessa atburöi hefur skýrslan veriö þannig gerö aö al- þingismenn munu hafa dæmt aö Spánverjar hafi fengiö makleg málagjöld. Búiö er viö aö nútimamenn liti öörum augum á máliö því Spán- verjavlgin minna meir á viöskipti landkönnuöa viö frumbyggja á framandi slóöum, svo greypilega sem menn hér fóru meö hina ! skipreika útlendinga sem ekki áttu margra kosta völ til þess aö halda lifi viö óbllð skilyröi á noröurhjara og uröu aö taka þaö ófrjálsri hendi á stundum, sem ekki varö ööru visi fengið. En enn i dag má þaö sæta furöu hve grunnt hefur verið á drápshvöt- inni hjá kotalýö Vestfjaröa um þetta leyti þvi þá var nokkuð um liöiö frá þvi er slik tilþrif höföu oröiö hér I landi. (Eftir ritgerö Olafs Daviösson- ar) —AM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.