Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 24
Sunriudagur 7. mars 1982 24 ’ÍT-íwim nútíminn Þú hættir að dansa arop^enia Bíóbær, á þeim ólíklega stað við Smiðjuveginn i Kópavogi, sýnir um þessar mundir kvikmyndina „Hallærisplanið", sem reyndar er kvikmyndagerð rokkóperu Petes Towns- hend og The Who „Quadro- pheniu". „Hallærisplanið" er hallærislegt rangnefni, bendir til þess að í upphafi hafi eigendur kvikmynda- hússins ekki grunað hvað þeir höfðu i fórum sínum. Nú kannast flestir rokkaðdá- endur sem eru komnir yfir tvitugt viö tónlistina, þetta átti aö vera stórvirkiö sem fylgdi eftir vin- sældum fyrri rokkóperu Towns- hends „Tommy”. „Quadro- phenia” er stærri i sniöum, '.ón- listin margbrotnari, sagan ekki eins fjarstæöukennd og i „Tommy”. A plötunni snerist sagan um ungan mann sem átti erfitt meö aö finna sér fótfestu i bresku verkamannasamfélagi viö upphaf 7da áratugsins, hann reynir aö finna sinn lifsstil i'klik- unni, hjá svokölluöum „modd- um”, sem keyra um á vespum, i hermannaúlpum og meö háriö snyrtilega greitt. Höfuðand- stæðingar „moddanna” eru svo „rokkararnir”, sem keyra um á mun djöfullegri ökutækjum, klæddir i leöur frá toppi til táar og meö fitustokkið hár — þeir njóta litillar virðingar. Inn i þetta spil- ar svo algjört samskiptaleysi á heimili stráksins, Jimmys, og vandræöi hans viö að tolla i aö- skiljanlegum vinnum. Pabbi Jimmys segir honum aö hann sé „kleyfhugi”, Jimmy er frekar á þvi aö hann sé fjórskiptur per- sónuleikiy Jimmy myndarinnar er ólikur Jimmy plötunnar að þvi leyti að hann er mun félagslyndari, meiri töffari og nánast ieiötogi klikunn- ar framan af. Þaö var kannski nauðsynlegt til aö myndin höföaöi meira til æskulýösins. En leið þeirra er sú sama, á endanum reynist það frelsi og sá styrkur sem finna má i klikunni og i æsku- uppþotum á ströndinni eina verslunarmannahelgi hrein blekking. Á mánudagsmorgni snúa allir tii vinnu og allt er eins og áður. Meira aö segja „Asinn” (leikinn af Sting úr Pólis) er bjöllustrákur á hóteli þegar hóp- upplifelsi krakkaskarans lýkur. Þetta getur Jimmy ekki skilið, hann á erfitt með aö standa á eig- in fótum, og ekki skánar ástandið þegar stúlkan Stefania svikur hann á grófasta hátt. Hann sturt- ar i sig pillum, drekkur gin, tekur lestina aftur á ströndina við Brighton og reynir að endurupp- lifa „Húsafellsgleði” verslunar- mannahelgarinnar upp á eigin spýtur. En allir eru horfnir inn á vinnustaöi og á bak við glugga- tjöld, aðeins hafiö er eitt og óbreytt. Hann hugleiðir sjálfs- morð i býsna áhrifamiklu atriði, en á endanum er þaö „vespan”, tákn hópsins og lifsstils hans, sem fær að sigla sinn sjó út af klettun- um. Lokaorö myndarinnar eru svo úr einu lagi Townshends: „You stop dancing” — Þú hættir aö dansa... Orö að sönnu. Þegar þú rekst alls staöar á veggi skiln- ings- og skeytingarleysis hættir þú aö dansa. Ef til vill er myndin ekki nægi- lega heilsteypt, og mér þykir miður að meira kapp er lagt á fjörið en sálarkreppu Jimmys, en tónlistina, sem aö ósekju hefði mátt leika stærra hlutverk, og krafturinn i leikurunum ungu vegur upp á móti þvi — Phil Dani- els sem leikur Jimmy er for- kostulegur i hlutverki sinu, eink- um i siðari hluta myndarinnar þegar Jimmy veit ekki lengur hvað snýr upp eöa niöur. Stingur- inn er eins og liösforingi úr SS i leðurkápunni sinni og Toyah Willcox, pönkprinsessan, er litil, hnellin og viökunnanleg. Þótt það kosti talsverða fyrir- höfn og erfiðar strætóferðir er þessum tveimur timum i Bióbæ ekki svo illa variö. — Benni pis Atkvæðagreiðslan framlengd um eina viku — Síðasta tækifæri til að hafa áhrif á kosninguna ViöBennipissettumst á rök- stóla. Atkvæðagreiöslan okkar — um vinsælustu LP-plötuna innan lands og utan, sem og lög — haföi farið fremur hægt af staö, en nú var seölunum fariö aö rigna yfir okkur. Skussar, islenskir ungling- ar, sagöi Benni, og ég bætti viö: Draga allt fram á siöustu stundu. En af þvi okkur er þrátt fyrir allt vel viö islenska unglinga ákváð- um við að gefa þeim einn séns i viðbót. Viö ætlum að framlengja atkvæðagreiösluna um eina viku, frestur til aö skila seölum rennur nú út þann 9. mars, á þriöjudag- inn i næstu viku. Þetta gerum viö til að allir geti áreiöanlega verið með, við sjáum að unglingarnir hafa seint tekiö viö sér. Nú. Við getum gefiö ykkur nokkur hint. I fyrstu var Purrkur Pilnik með örugga forystu i at- kvæöagreiðslunni — já: viö telj- um atkvæðin jafnóöum og þau berast — en siðan tóku Bubbi Morthens og Þeyr að draga á Purrkinn, Bara-flokkurinn, Grýlurnar o.fl. nýjar hljómsveitir hafa og fengið mörg atkvæði. Og núsiöustu daga er „eldri kynslóö- in” i poppinu farin aö fá sifellt fleiri atkvæði: Gunnar Þórðarson og Þú og ég, Jóhann Helgason, Brimkló, Sumargleöin syngur og svo framvegis. Keppnin er nú oröin svo spennandi aö við gefum ekkert upp hverjir eru liklegastir til að fara meö sigur af hólmi i lokin. Það réöst lika á endasprett- inum sem nú er hafinn. Fjórar plötur í verölaun Þetta var um islenskar LP-plötur. Nokkurn veginn þaö sama má segja um islensk lög, en i erlendu deildinni er keppnin mjög jöfn og fá hinar ólikustu hljómsveitir og lög atkvæöi. Gripið tækifæriö, segiö álit ykk- anHverjir eru þeir vinsælustu i poppinu nú um stundir, þaö vilj- um viö Benni fá aö vita. Og ekki spillir aö Fálkinn hefur lofað fjór- um hljómplötum að eigin vali til þeirra sem taka þátt i atkvæöa- greiöslunni — þegar henni lýkur munum við draga úr búnkanum nöfn fjögurra kjósenda og þeir mega sem sagt velja sér plötur. Dragiö nú ekki lengur aö senda seiðil utanáskriftin er: Nútiininn/Dagblaöiö Timinn Siöumúii 15 105 Reykjavik islandi... Og allir með! Samtaka nú! Ekk ert hik! Benna finnst þaö lika! — Luigi ■ Úr Quadropheniu: „Moddarnir” skemmta sér viö aö gera uppþot i Brighton eina verslunarmanna helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.