Tíminn - 06.03.1982, Side 27

Tíminn - 06.03.1982, Side 27
Sunnudagur 7. mars 1982 27 ensá,Speelman, varð aö siðustu i 2.-3. sæti. Þá stóð alþjóðameistar- inn Jonathan Mestel sig einnig vel, þó ekki næði hann stórmeist- araáfanga sem var 8.5 vinningur. Sagan segir reyndar aö Mestel hafi þegar unnið rétt til stór- meistaratitils en hafi neitað breska skáksambandinu um leyfi til að sækja um titilinn fyrir hans hönd. Einnig voru Englendingar- ánægðirmeð frammistöðu undra- barnsins sins, Nigel Short, sem aðeins er 16 ára, en var sá eini sem vann sigurvegarann. Short kom til leiks nýbúinn i prófum og ætli skákstúdiur hafi ekki setið i fyrirrúmi fyrir lexiunum þvi hann féll i flestum greinum. Short hefur að sögn litlar áhyggjur af þvi og var að enda viö aö stofna popp-hljómsveit, svo ef til vill verður hann fyrsta poppstjarna sem teflir skák. Hljómsveit hans mun vera á pönk-linunni. Englendingarnir Littlewood og Taulbut stóöu sig einnig vel og sér i lagi byr jaði Littlewood frábær- lega, vann fyrstu fjórar skákir sinar, en siöan ekki söguna meir. Neðstu menn mótsins voru þrir stórmeistarar. Slæm frammi- staða hins unga bandarikja- manns, Larry Christiansen, vekur athygli en hann hefur stað- ið sig öldungis frábærlega siöast- liöiö hálft annaö ár eöa svo og hætti af þeim sökum við að taka sér fri frá skákinni til að fara i skóla. Nokkur óvissa hefur rikt um framtiö Hastings-mótsins að undanförnu, þvi vakti það ó- skipta kátinu Englendinga þegar ICL tölvufyrirtækið tilkynnti i lokahófinu aö það myndi halda á- fram að styrkja mótshald. Timman heillum horfinn Þrir keppenda á Hastings-mót- inu voru einnig meö á Wijk aan Zee mótinu i Hollandi sem hófst nokkru siðar. Hollenski stór- meistarinn Hans Ree og ny- sjálenski alþjóðameistarinn Murray Chandler skiptu um hlut- verk, enLarry Christiansen gekk illa sem fyrr. Kannski ætti hann að drifa sig i skólann... Annars var þetta mót ákaflega sterkt, náði 13. styrkleikaflokki (Hastings-mótið var i 11. flokki), og meðal stigatala keppenda var 2556. Þeir sem liklegastirþóttu til að vinna voru Jan Timman, ein- hver öflugasti mótaskákmaður heimssem er nú næststigahæstur iheimi á eftir Anatóli Karpov, og MikhailTal, fyrrum heimsmeist- ari, semenn og aftur var kominn i fremstu röð. Tal stóð sig frábær- lega á árunum 1977-79 en aldeil- is hræðilega 1980. Arið 1981 var hann aftur kominn á kreik og vann ein fimm sex skakmót i röð án þess að tapa skák. Hvorki Timman né Tal stóðu viö vonir þærsem við þá voru bundnar. Tal tapaði strax i fyrstu umferð fyrir Chandler og eftir það var tafl- mennska hans gloppótt i meira lagi, Timman sá aftur á mótinu aldrei til sólar og stóð sig undar- lega illa. Innbyrðis skák þeirra skýrir Bent Larsen i dálki sinum hér við hliðina á. Úrþví að Timman stóð sig illa hélt alþjóðameistarinn John Van der Wiel uppi merki Hollands, og tókst bara vel upp. Hann var um tima efstur á mótinu en þó honum gengimiðurundirlokin tóksthon- um að ná áfanga að stórmeistara- titli. Margt fjörugra skáka leit dagsins ljós i Wijk aan Zee en einnig mörg jafntefli. Litið til að mynda á árangur Kavaleks sem með þessum hætti tekst að halda sér i hópi sterkustu skákmanna heims. Og ekki var Hort skárri, né Hubner. Balashov fyrirgefst að þessu sinni af þvi hann sigraði á mótinu, ásamtNunn, sem tefldi manna best, og vann marga af efstu mönnum meðan Balashov lét sér nægja að vinna þá neðstu. Timman stóð sig sem sagt illa. Hann náöi sér rækilega á strik, á móti i Buenos Aires sem er nýlok- ið vann meö miklum yfirburðum, varð einum og hálfum vinningi á undan Portisch frá Ungverja- landi og sigraði Anatóli Karpov i þriðja sinn frá þvi sá siöarnefndi varð heimsmeistari. Karpov gekk reyndarmjög illa og tapaöieinnig fyrir litt þekktum skákmanni frá Argentinu, Garcia Padron. SJi 'AÍ (II1 BúlgarttL* Vikulega alla mánudaga frá 24. maí — 6. sept., um Kaupmannahöfn — morgunflug með þotum. Hægt er að dveljast 1—2—3—4 vikur, fara í hringferð um landið Sofia — Rila — Plovdiv — V. Turnevo — Gabrovo — Varna, gista á sólar- ströndinni, á Hótel Ambassador, Shipka eða nýbyggðum smáhýsum eða á vináttuströndinni á Grand Hotel Varna eða inni í borginni á Cherno More. Hálft fæði (matarmiðar) gilda alls staðar eins og peningar í vasa. Öll hótel með baði, WC, svölum og öðrum þægindum. 50% uppbót á gjaldeyri. Ódýrasta land Evrópu. Skoðunarferðir um landið —sigling tillstanbul og Aþenu, um eina fallegustu siglingarleið heimsins Bosporus — Dardanellasund og Eyjahaf. Verð í 3 vikur með hálfu fæði frákr. 8.750,- á mann — barnaaf- sláttur. Hægt að stoppa í bakaleiðinni í Kaup- mannahöfn. Pantið tímanlega. — Sendum bæklinga. Ferdaskritstotc KJARTANS HELGASONAR Gnoóavog 44-104 Reykjavik - Simi 86255 Auglýsið í Tímanum FORD TAUNUS1600 GL Kostar aðeins krónur 135.000,- Hvar færð þú meira Jyrir peningana? Ford Taunus — Þýzkur gæðabíll Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.