Fréttablaðið - 30.11.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 30.11.2008, Síða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Í dag er sunnudagurinn 30. nóv- ember. 335 dagur ársins. 10.44 13.16 15.49 10.52 13.01 15.10 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Ef bókað er fyrir 1. febrúar 2009: Flugsæti, með sköttum og öðrum greiðslum, sem gildir fram og til baka til Köben, London eða Berlínar. Bókunartímabil: 26. desember 2008 –31. janúar 2009. Ferðatímabil: 15. janúar–15. maí 2009. Takmarkað sætaframboð. Ef bókað er eftir 1. febrúar 2009: Jólagjafabréfið verður inneign að upphæð 25.900 kr. Gildir til allra áfangastaða og gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Jólagjöf handa þeim sem elska að ferðast! F í t o n / S Í A með ánægju Áttu vini og ættingja sem hafa gaman af ferðalögum? Jólagjafabréf Iceland Express er skemmtileg leið til að gleðja þína nánustu um jólin. Bókaðu vel heppnaða jólagjöf á www.icelandexpress.is Jólagjafabréf Iceland Express hittir beint í mark 25.900 kr. Verð: Sölutímabili lýkur kl. 18.00, 24. desember 2008. Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna. Mér fannst Anni-Frid sætari af því að hún er dökkhærð og var aðalsöngkona Fernando sem var uppáhalds- Abbalagið mitt. Seinna hef ég lesið lærðar greinar um að Agnetha hafi þótt vera með fal- legasta afturenda í Evrópu. Það er nú aldeilis hægt að fara langt á því. Mér fannst líka ofsalega sniðugt að sjá fyrir mér eigin- mennina Björn og Benny semja falleg lög sem eiginkonurnar sungu. En svo skildu hjónin auð- vitað. ABBA lifir hins vegar góðu lífi. Ég áttaði mig á því þegar ég sá Mamma Mia með dætrum mínum tveimur. Ég er síðan svo dæma- laust lánsöm að Abbagenin virð- ast ríkjandi í fjölskyldunni. Dæt- urnar eru eldheitir aðdáendur og eiga geisladisk með tónlist Mamma Mia sem hlustað er á aftur og aftur og stundum tekinn með í bílinn til að njóta á leið í skóla og leikskóla. Sú eldri er á Mamma Mia-dansnámskeiði og hélt í vikunni danssýningu á elli- heimili í hverfinu. Hún stóð sig að sögn svo vel að hún fékk pip- arköku og djúsglas fyrir. Sú yngri raular Money, Money, Money á morgnana, sem er reyndar nokk- uð passandi í verðbólguástandinu (sér í lagi þegar litið er á textann: I work all night, I work all day, to pay the bills I have to pay. Ain´t it sad, and still there never seems to be a single penny left for me. That´s too bad). En sjálfsagt er barnið ekki með verðbólguna í huganum þegar hún raular uppá- haldslagið sitt. TÓNLIST Abba lifir af skilnað hljómsveitarinnar og tískusveifl- ur. Ömmur, mömmur og litlar stelpur hafa allar gaman af tón- listinni. Hvað varðar pæjurnar tvær er eldri systirin á því að Agnetha sé sætari af því að hún er ljóshærð. Sú yngri segir að ómögulegt sé að gera upp á milli kvennanna. Mér hefur svo alltaf fundist að fyrst Abba kom frá Svíþjóð hljóti að vera vit í Svíum og að hin sönglandi sænska tunga hafi leitt af sér þessa listamenn. Kannski að það sé oftúlkun, en eftir stendur að það er bjargföst trú mín að Abba sé besta hljóm- sveit í heimi. Mamma Mia

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.