Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 6
6 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Hefur þú fengið kartöflu í skóinn? Já 34% Nei 66% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú þá sem mótmæltu í Alþingishúsinu á mánudag, og við Ráðherrabústaðinn á þriðjudag? Segðu þína skoðun á visir.is Það er bráðdrepandi að reykja; alger vitleysa, eins og Rut Reginalds söng á sínum tíma. Til að losna við líkkistu- nagl ana úr lífi sínu bregða margir á það ráð að japla á nikótíntyggjói daginn út og inn. Sumir verða háðir því í staðinn og japla jafnvel á gúmmíinu árum saman. Þó það sé skárra heilsunnar vegna kveinkar buddan sér. Sérstaklega um þessar mundir þegar íslenska krónan stendur illa. „Ég fór í Lyf og heilsu í Keflavík áðan og keypti 24 stykki af Nicotinell Lakrids 4 mg,“ skrifar Helga Erla. „Þetta er álíka mikið magn og einn sígarettupakki fyrir reykingamanneskju. Pakkinn kostar um 660 kr. í dag. Mér blöskraði þegar ég greiddi rúmlega 1660 kr. fyrir pakkann af tyggjóinu. Í síðustu viku kostaði sami pakki rúmlega 1400 kr. en í haust rúmlega 800 kr. Það fannst mér meira að segja hátt verð þá. Þetta er rúmlega helmingshækkun á vörunni á tæpum fjórum mánuðum. Það er ansi letjandi að nota þetta hjálpartæki til að hætta að reykja þegar hægt er að kaupa tvo og hálfan sígarettupakka fyrir sama verð og einn tyggjópakka með 1-2 daga skammti.“ Ódýrast er auðvitað að taka þetta bara á hnefanum. Vilji er allt sem þarf. Neytendur: Nikótíntyggjóið er ekki gefið Rándýrt hjálpartæki EKKI GEFIÐ Nikótíntyggjó.  DIPLÓMANÁM ORKU-, AUÐLINDA- OG LOFTSLAGSMÁL Hefst í janúar og lýkur í maí 2009 NámiÝ gefur 30 ECTS einingar og er mögulegt aÝ stunda þaÝ meÝ vinnu Skráning á www.opnihaskolinn.is EFNAHAGSMÁL „Nokkrar fjármála- stofnanir hafa á síðustu dögum farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að hann taki yfir íbúðalán þeirra,“ segir Ásta H. Bragadóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs. Hún gefur hins vegar ekki upp að svo stöddu hverjar þær eru. Að sögn Ástu hafa umsóknirnar ekki verið afgreiddar. Sjóðurinn hefur því enn ekki tekið yfir íbúða- lán útgefin af bönkunum. Ásta á von á að það verði á næstu tveim- ur til fjórum vikum. Útfærslan muni skýrast betur á þeim tíma. Með neyðarlögunum sem sett voru 6. október var Íbúðalánasjóði heimilað að taka yfir íbúðalán fjármálastofnana. Félagsmálaráð- herra undirritaði reglugerð um málið 26. nóvember. Bankarnir þurfa hins vegar sjálfir að óska eftir yfirfærslunni. Það geta hvorki lántakendur né Íbúðalána- sjóður gert. Reglugerðin tekur bæði til verð- tryggðra lána í krónum og lána í erlendum myntum. „Yfirtaka erlendu lánanna er öllu flóknari,“ segir Ásta. Engar reglur hafi verið gefnar út um hvernig standa eigi að yfirtöku þeirra. Því sé áhersla nú fyrst og fremst lögð á íslensku lánin. Ekki hefur, að sögn Ástu, komið til tals að erlendum íbúðalánum verði breytt í íslensk við flutning- inn yfir í Íbúðalánasjóð. - hhs Fjármálastofnanir óska þess að Íbúðalánasjóður yfirtaki íbúðalán þeirra: Yfirtekur lán á næstu vikum ERLEND MYNT Það gæti tekið Íbúða- lánasjóð lengri tíma að taka yfir erlend lán heldur en íslensk, þar sem fram- kvæmdin er flóknari. BÖRN Umboðsmaður barna, Mar- grét María Sigurðardóttir, hefur óskað eftir upplýsingum frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) um hvernig sé stað- ið að gjaldtöku við félagaskipti ungmenna. Kveikjan að málinu er að Íshokkísamband Íslands rukkar sextán ára íshokkípilt um tíu þúsund krónur fyrir að skipta um lið. Pilturinn hafði æft með Skauta- félagi Reykjavíkur um árabil. Í haust skipti hann yfir í félagið Björninn en hann hefur ekki fengið að spila með liðinu enn, þar sem tíu þúsund krónurnar hafa ekki verið greiddar. Móðir piltsins, Guðrún Ólafs- dóttir, telur gjaldtökuna ólög- mæta og leitaði skýringa hjá Íshokkísambandinu. Í svari til hennar kemur fram að eftir að einstaklingur hefur verið skráð- ur einu sinni í félag tilheyri hann því félagi þar til hann óski eftir félagaskiptum. Reglunum sé ætlað að vernda hagsmuni félag- anna þriggja innan ÍHÍ. Ákveðið hafi verið að sextán ára og eldri skyldu greiða fyrir félagaskipti. „Félagaskiptin fóru fram utan keppnistímabilsins og við höfum aldrei skrifað undir samning með þessum skilmálum,“ segir Guð- rún, sem ætlar ekki að sætta sig við gjaldtökuna. Hún sneri sér því til umboðsmanns barna. Í svari umboðsmanns til Guðrúnar segir að hvorki ÍHÍ, né einstök- um félög innan þess, hafi heimild til að ákveða einhliða reglur sem eru íþyngjandi fyrir félagsmenn nema að fyrir liggi sérstakur samningur eða samkomulag. Margrét María segir jafnframt vert að skoða hvernig stofnað er til krafna innan íþróttahreyfing- anna. „Það má ekki beina kröfum að börnum, það er alveg ljóst,“ segir hún. Málið sé annars í far- vegi og nú sé beðið svara frá ÍSÍ. Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ segir að mál- inu hafi verið vísað til laganefnd- ar ÍSÍ, sem hittist í vikunni og komi væntanlega með svör í kjöl- farið. Lengi hafi tíðkast innan aðildarsamtaka ÍSÍ að tekið sé gjald fyrir félagaskipti, þó það sé óvenjuhátt í þessu tilfelli. „Við viljum að sjálfsögðu fá úr því skorið á afgerandi hátt hvort þessi gjaldtaka stangist á ein- hvern hátt á við lög. Þegar úrskurður laganefndar liggur fyrir munum við óska eftir fundi með umboðsmanni barna þar sem málið verður útskýrt.“ holmfridur@frettabladid.is Tíu þúsund fyrir að skipta um íþróttalið Umboðsmaður barna hefur óskað eftir gögnum frá ÍSÍ um hvernig staðið er að gjald- töku fyrir félagaskipti ungmenna innan aðildarfélaga sambandsins. Íshokkísamband- ið krefur sextán ára dreng um tíu þúsund krónur vegna félagaskipta. BARIST TIL SIGURS Foreldrar sextán ára pilts neita að greiða tíu þúsund krónur fyrir félagaskipti sonar síns. Þau telja gjaldtökuna ólöglega. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. Félagaskiptin fóru fram utan keppnistímabilsins og við höfum aldrei skrifað undir samning með þessum skilmálum. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR MÓÐIR EFNAHAGSMÁL Endurskoðunarfyrir- tækið KPMG hefur óskað eftir því við skilanefnd Glitnis að fenginn verði sérstakur óháður aðli til að tryggja að niðurstöður könnunar KPMG á aðdraganda bankahruns- ins hjá Glitni verði hafnar yfir allan vafa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í gær. Þar segir að starfsmenn KPMG hafi lagt sig fram um að fram- kvæma skoðunina á faglegum forsendum. KPMG starfaði fyrir stærstu hluthafa Glitnis fyrir bankakreppuna, og hefur það sætt gagnrýni að fyrirtækið taki að sér að rannsaka Glitni. - bj Athugun KPMG á Glitni: Vilja eftirlit óháðs aðila KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.