Fréttablaðið - 10.12.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.12.2008, Qupperneq 10
 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ATVINNUMÁL „Vestfirðir hafa verið að taka út kreppuna á síðustu árum þar sem við höfum horft á eftir fólki flytjast frá svæðinu,“ segir Guðrún Stella Gissurardótt- ir, forstöðumaður Vinnumála- stofnunar á Vestfjörðum. Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú lægst á Vestfjörðum. Guðrún Stella segir skýringa meðal ann- ars að leita í að þenslan hafi ekki náð til Vestfjarða. Uppgangur í banka- og byggingastarfsemi hafi ekki náð vestur og þá hafi Vest- firðingar ekki staðið í neinum stóriðjuframkvæmdum. Enn sem komið er séu sjávarútvegur og landbúnaður fyrirferðarmestu atvinnugreinarnar auk þess sem hlutur ferðaþjónustu fari stækk- andi. Guðrún Stella segir að áður fyrr hafi fólk, sem misst hafi vinnuna, flutt í burtu í stað þess að skrá sig atvinnulaust. „Vegna þess að það hafði að öðru að hverfa en það hefur hins vegar breyst,“ segir Guðrún Stella. Hún segist finna fyrir því að fólk sæki nú aftur vestur. „Ég held að þetta sé meira fólk sem er héðan, hefur búið ann- ars staðar um árabil og er að koma aftur vestur. Það er þessi nánd sem fólk sækist í og svo er að sumu leyti ódýrara að lifa hér fyrir vestan. Kannski er fólk líka að sækja í að komast nær ættingj- um sínum,“ segir Guðrún Stella. Hún gerir þó ráð fyrir að atvinnuleysi á Vestfjörðum fari vaxandi á næstunni. „Við höfum aðeins verið að finna þess merki en enn sem komið er hafa ekki verið nein stóráföll,“ segir hún og bætir við að mörg fyrirtæki hafi þegar brugðist við með aðgerðum, til dæmis með því að draga úr yfirvinnu. olav@frettabladid.is Fæstir án atvinnu á Vestfjörðum Rúmlega átta þúsund manns eru nú skráðir at- vinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi mælist lægst á Vestfjörðum. Brottfluttir Vestfirðing- ar sækja nú aftur vestur í leit að atvinnu. SILFURTORG Rúmlega sjö þúsund manns búa á Vestfjörðum og af þeim búa tæplega fjögur þúsund í Ísafjarðarbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Karlar Konur ATVINNULEYSI 9. DESEMBER Höfuð- borgar- svæðið Vest- urland Vest- firðir Norð- urland vestra Norð- urland eystra Aust- urland Suður- land Suður- nes 3. 19 8 1. 81 2 12 3 12 7 30 31 4 1 30 47 6 32 7 12 0 80 29 4 20 3 65 0 50 0 Alls 5.010 Alls 250 Alls 61 Alls 71 Alls 803 Alls 200 Alls 497 Alls 1.150 Grýtti lögreglumann Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa kastað grjóti í lögreglumann við bensínstöð Olís við Suðurlandsveg í Reykjavík í apríl. Lögreglumaðurinn hlaut áverka. Fíkniefni og þýfi á Áltfanesi Amfetamín og kannabis fundust við húsleit á Álftanesi í fyrrakvöld. Auk þess fannst þýfi. Karl á fertugsaldri var handtekinn. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍSRAEL, AP Harðlínumenn í Likud, hægriflokki Benjamins Netanya- hus, verða í efstu sætum á lista flokksins til þingkosninga, sem haldnar verða 10. febrúar næst- komandi. Þessi úrslit prófkjörs flokksins, sem haldið var í gær, draga vænt- anlega úr möguleikum hans á stór- sigri í kosningunum. Netanyahu hafði fyrir prófkjörið hvatt flokks- menn til að velja heldur hófsamari einstaklinga til forystu í flokkn- um. Fylgi Netanyahus og Likuds hefur í skoðanakönnunum undan- farið mælst meira en fylgi stjórn- arflokksins Kadima, sem Tzipi Livni utanríkisráðherra veitir nú forystu. Netanyahu þótti líklegur til að taka við af Ehud Olmert sem for- sætisráðherra, en Olmert þurfti að segja af sér vegna spillingar- mála. Netanyahu hefur sjálfur verið harður í afstöðu sinni gegn Palest- ínumönnum, en ætti líklega meiri möguleika á að höfða til almennra kjósenda ef hann hefði hófsamari félaga í forystusveit flokksins. Meðal þeirra sem unnu sigur í prófkjörinu er Benny Begin, sonur Menahems Begins, fyrrverandi forsætisráðherra. Begin yngri sagði í útvarpi í gær að engir frið- arsamningar takist við Palestínu- menn í næstu framtíð. - gb Prófkjör í Likud-flokknum dregur úr sigurlíkum Benjamins Netanyahu: Harðlínumenn í efstu sætum BENJAMIN NETANYAHU Vildi hófsamari flokksfélaga í forystusveitina með sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.