Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 16
16 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Frjálshyggjan hefur ýmsar ásjónur og sumar kannske nokkuð óvæntar. Frá ómunatíð hafa yfirvöld reynt að njósna sem vendilegast um þegna sína, sett á stofn leyniþjónustur ýmislegar og ráðið til þeirra menn með spæjara- hæfileika. Hafa sumir fræðimenn fyrir satt að frá þeim sem voru kallaðir „agentes in rebus” í rómverska keisaradæminu til KGB í ríki rauðu keisaranna hafi legið beinn þráður og snurðulaus, en að sjálfsögðu teygir hann sig mun lengur. Í Frakklandi voru leynilög- reglumenn löngum kenndir við „rykfrakka“ og sagt að þeir þekktust á því. En nú þegar þarf að draga úr öllum ríkisafskiptum og einkavæða alla skapaða hluti, er ekki nema eðlilegt að njósnir verði líka einkavæddar og boðnar út. Þetta uppgötvuðu franskir kennarar fyrir nokkru, þegar þeir voru einu sinni sem oftar að lesa Lögbirtingablaðið, því þeir rýna nú gjarnan í þetta tímarit til þess, eins og segir í alkunnu frönsku máltæki, „að vita í hvers konar sósu þeir verði étnir“. Þar gat nefnilega að líta að nú væri verið að bjóða út tvenns konar njósnastarfsemi, annars vegar um almenna kennara en hina um háskólakennara og fræðimenn, og fylgdi útboðinu að sjálfsögðu mjög ítarleg verklýsing. Hún var reyndar hin sama fyrir hvora starfsemina fyrir sig, en verðsmatið var hins vegar mismunandi: gert var ráð fyrir hundrað þúsund evrum á ári fyrir að njósna um kennara en hundrað og tuttugu þúsund fyrir að njósna um háskóla- og fræðimenn. Sýnir þetta að háskólar eru enn í nokkrum metum í Frakklandi, hvað sem hver segir. Verklýsingin var mjög nákvæm. Starf þessara njósnara var ekki aðeins í því fólgið að fylgjast með heimasíðum stjórnmálaflokka, stéttarfélaga, samtaka af ýmsu tagi, baráttusamtaka, félaga áhugamanna um ýmis málefni og annarra, svo og „þeirra sem hafa áhrif á skoðanir“, heldur áttu þeir líka að rýna í „blogg“ og persónu- legar síður einstaklinga, svo ekki sé minnst á alls kyns undirskriftalista og mótmælaskrár sem kynnu að vera í umferð á netinu. Það gleymdist vitanlega ekki að nefna myndefni af öllu tagi. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að skoða grannt hvernig eitthvað gæti borist frá einni síðu eða „bloggi“ til annars, tengsl myndast og þar fram eftir götunum. Þessu fylgdi svo að sjálfsögðu listi yfir allt það sem átti að grandskoða á þessum síðum, „bloggum“ o.s.frv. Fyrst og fremst átti að hafa upp á hverjum þeim sem hefði áhrif á skoðanir annarra, sem sé öllum hugsanlegum „leiðtogum“ og þeim sem birtu upplýsingar, og athuga hvaða tengsl kynnu að skapast milli þeirra. Jafnframt átti að finna uppruna þeirra orðræðna sem færu fram á netinu og kanna nákvæmlega hvernig þær breiddust út, og finna „þýðingarmiklar upplýsingar“, einkum og sér í lagi „veik merki“ (hvað sem það á að þýða). Svo var nauðsynlegt að koma tölum yfir þetta allt, telja hve margir heimsóttu „bloggsíður“, hve margir bættu við hugleiðingum frá eigin brjósti o.s.frv. En markmiðið með þessu öllu var svo að tengja þessar upplýsingar saman, túlka þær, skilgreina helstu rökin sem kæmu fram á öllum þessum netsíðum, og síðast en ekki síst „meta hættuna af smiti og kreppu“. Naumast þarf að taka fram að kennarar sáu rautt þegar þeir lásu þetta, og í sumum skólum a.m.k. voru þessar síður í Lögbirtingar- blaðinu ljósritaðar og hengdar upp á vegg í kennarastofum. Blaðamað- ur við blaðið „Libération“ hafði samband við talsmann fyrirtækis eins sem hafði að sögn unnið störf af slíku tagi, en hann vildi sem minnst úr þessu gera og virtist einna helst líta á þetta sem e.k. málvísindalegar rannsóknir. Kennarar voru hins vegar mjög á öðru máli, þeir litu á þetta sem upphaf á einhvers konar skoðanaof- sóknum, og nefndu dæmi um að kennari hefði þegar verið tekinn á beinið fyrir eitthvað sem hann átti að hafa sagt á sinni prívatsíðu. „Libération“ hafði líka sem fyrirsögn: „Big Darcos (en það er menntamálaráðherrann) is watching you“. En annað gramdist kennurum líka: að það skyldi vera hægt að snara svona út, eins og ekkert væri, tvö hundruð og tuttugu þúsund evrum, þegar það eitt er nú á dagskrá að spara sem allra mest á öllum sviðum skólakerfisins. Á þessu skólaári hafa ellefu þúsund kennarastöður verið lagðar niður við franska skóla, boðað er að þrettán þúsund stöður verði lagðar niður næsta haust, og þannig áfram. Þessar tvö hundruð og tuttugu þúsund evrur hefði auðveldlega verið hægt að spara líka, sögðu kennarar, það hefði verið hægðarleikur fyrir mennta- málaráðherra að komast að því hvað þeir hugsuðu og vildu, hverjar væru skoðanir þeirra, kröfur og annað, ef hann hefði þegið þau boð sem honum hafa þráfaldlega verið send – nú síðast eftir eins dags kennaraverkfall - um að koma á þeirra fund, ræða við þá og hlusta á þá. En það hefur hann aldrei viljað gera. Stóri bróðir enn á kreiki EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Njósnir boðnar út UMRÆÐAN Guðrún D. Guðmundsdóttir skrifar um mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna Árið 1948, í kjölfar voðaverka heimsstyrj-aldarinnar síðari, samþykkti alþjóðasam- félagið skjal sem ætlað var að leggja hornsteininn að nýrri heimsskipan. Í heimi sem skipt var upp af nýlenduherrum og markaðist af kynþáttaaðskilnaði var mannréttindayfirlýsingin ótrúlegt þrekvirki því í henni felst fyrsta alþjóðlega viðurkenn- ing þess að mannréttindi og frelsi sé réttur allra manna, alls staðar og með því markar hún þáttaskil í sögunni. Með yfirlýsingunni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda. Mannréttindayfirlýsingin áréttar göfgi og gildi mannsins og byggir á því að allir hafi sömu óafsalan- legu mannréttindi. Við krefjumst öll jafnra tækifæra og mannsæmandi lífskjara, og höfum þörf fyrir fæði, klæði og húsaskjól. Við viljum geta haft áhrif á samfélag okkar og fá tækifæri til að njóta gæða þess. Í mannréttindum felst einnig vernd gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og þau grund- vallast á virðingu fyrir einstaklingnum. Mannréttindayfirlýsingin hefur ómælda þýðingu fyrir heimsbyggðina en áhrifa hennar gætir í lögum og stjórnarskrám um víða veröld. Lögin nægja þó ekki ein og sér; til þess að sækja rétt sinn og virða rétt annarra verður fólk að vita hvað felst í mannréttind- um. Útbreiðsla yfirlýsingarinnar og þekking á ákvæðum hennar er því mikilvæg forsenda mannvæns samfélags þar sem fólk nýtur mannhelgi, jafnréttis, borgaralegra og pólitískra réttinda og er öruggt um líf og afkomu. Nú þegar syrtir í álinn má ekki slá af kröfum um mannréttindavernd. Brýnt er að viðbrögð við efnahagskreppunni ógni ekki réttaröryggi borgaranna og þeim mannréttindum sem hafa áunnist á síðustu 60 árum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna byggist á hugsjón um samfélag mannhelgi, réttlætis og jafnra tækifæra fyrir alla. Látum þessa hugsjón varða leiðina að hinu nýja Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Mannréttindayfirlýsingin 60 ára GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Árans græðgi Bubbi Morthens fékk Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, í skemmtilegt spjall til sín í þáttinn í fyrradag. Þar gerði Steingrímur grein fyrir viðhorfum sínum á greinargóð- an hátt en einnig kom breyskleiki þáttarstjórnandans vel í ljós. Þeir töluðu um ástandið sem nú er uppi og undraði Bubbi sig á því hvernig fólk hafi eiginlega getað gleymt sér í græðginni og vellystingunum. Vitnaði hann í Biblíuna um það hversu óheillavænlegt það er að gleyma hinum góðu gildum. Því næst sagði hann frá glamúrnum þegar hann spilaði í fimmtugsafmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfor- manns Samskipa, þar sem Elton John var einnig á meðal skemmtikrafta. Fjölmiðlar ákveða sig ekki Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra er að velta fyrir sér upptöku evrunnar á heimasíðu sinni. Þar segir hann: „Hér skiptast fjölmiðlar á að kalla á innlenda hagfræðinga til að segja af eða á um einhliða gjaldmiðla- skipti. Þeir komast ekki að einróma niðurstöðu frekar en svo oft áður.“ Finnst ráðherranum svona bagalegt þegar bæði sjónarmið fá að njóta sín? Styr um Moggann Sagt er að meðal Sjálf- stæðismanna séu tveir sérstaklega áhuga- samir um að Morgun- blaðið, sem nú berst í bökkum, komist í „réttar hendur“. Þetta séu félagarnir Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, sem mun vera tíður gestur í Seðlabankanum þessa dagana. Hinn þekkti fjárfestir Karl Wern- ersson er og sagður meðal hugsan- legra kaupenda að Morgunblaðinu. Hvort Davíð Oddsson hafi sérstaka velþóknun á honum er önnur saga, en Karl átti áður hlut í Glitni og í fyrirtækinu Dagsbrún, sem tengdust jú bæði honum Jóni Ásgeiri. En bent hefur verið á að Karl sé andsnúinn Evrópusambandsaðild. Ætli það dugi til að mega eignast Mogg- ann? Karl hefur heitið því að láta Fréttablaðið vita hafi Davíð samband við hann. jse@frettabladid.is/ klemens@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Bændasamtök Íslands boða til opins kvöldfundar í Sunnusal Hótels Sögu miðvikudaginn 10. desember kl. 20:30. Frummælendur: HARALDUR BENEDIKTSSON, formaður BÍ. Hvernig horfir möguleg aðild að ESB við íslenskum landbúnaði? CHRISTIAN ANTON SMEDSHAUG, sérfræðingur um ESB og WTO hjá norsku bændasamtökunum Norges bondelag. Reynsla norsks landbúnaðar af ESB-umræðunni þar í landi og ástæður þess að norskir bændur telja sig betur setta utan sambandsins. Eftir erindin verða umræður. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Veitingar verða í boði bænda. Íslenskur landbúnaður og Evrópusambandið BÆNDAFUNDIR HAUSTIÐ 2008 O rðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli. Það er algjör óþarfi. Vitaskuld hafa hremmingarnar í haust verið þung- bærar. Fyrrverandi innistæðueigendur hjá Landsbanka og Kaup- þingi í útlöndum hugsa örugglega ekki hlýlega til lands og þjóðar. Og það er rétt að skaðinn nær líka langt út fyrir raðir þeirra sem telja sig hafa verið svikna. Enda hefur hrun íslenska fjármála- kerfisins verið til umfjöllunar í fréttamiðlum um allan heim. Í þessum hörmungum öllum er nauðsynlegt að hafa bak við eyrað að trúverðugleiki fjármálafyrirtækja og banka hefur gold- ið afhroð á heimsvísu. Íslenskir bankar eru þar alls ekki einir á báti. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, gengur svo langt að tala um að það þurfi að kúvenda bankastarfsemi og færa aftur til síns upprunalega hlutverks. Áhugi erlendu pressunnar á Íslandi skapast ekki síst af því að íslensku bankarnir eru á vissan hátt tákngervingar alls þess sem fór úrskeiðis í bankakerfi heimsins. Hrunið þykir reyndar svo stórbrotið að erlendir sérfræðingar segja það muni rata inn í sögu- og kennslubækur sem sérstakt rannsóknardæmi. Á vissan hátt er ákveðið skjól í því að það sem íslensku bank- arnir ástunduðu var ekkert einsdæmi, afleiðingarnar voru bara hrikalegri vegna smæðar samfélagsins sem var bakhjarl þeirra. Þegar fram í sækir mun fjármálalíf landsins næsta víst rétta úr kútnum í sæmilega réttum hlutföllum við vaxandi traust almennt í fjármálalífi heimsins. Það er verðugt umhugsunarefni að velta fyrir sér hvaða áhrif hrunið hefur á það sem má kalla vörumerkið Ísland. Sá sem hér skrifar telur það verða hverfandi þegar upp er staðið. Ýmsar ástæður eru þar að baki. Fjármálasnilld varð ekki hluti af ímynd landsins fyrr en eftir einkavæðingu bankanna fyrir nokkrum árum. Sú snilld reyndist auðvitað tómur misskilningur. Það er reyndar spurning hvort hún hafi verið svo útbreidd annars staðar en í hugum okkar sjálfra? Eftir stendur að Ísland hefur áratugum saman verið þekkt fyrir allt annað en bankastarfsemi. Þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum sem sækja landið heim segja að meginástæðan fyrir komu þeirra sé ósnortin náttúra landsins. Við þurfum að gæta hennar. Góðar sjávarafurðir, sem fást með ábyrgum veiðum og sjálf- bærri nýtingu af miðunum í kringum landið, hafa borið hróður Íslands víða. Íslendingar eru í fremstu röð í nýtingu jarðvarma, eins og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti talaði um á ráðstefnu á dögunum, og minntist ekki orði á banka. Hér er enginn ólæs. Menningarlífið kröftugt. Fólk lifir lengur en víðast annars staðar. Stéttaskipting er hverfandi. Við megum ekki gleyma að þetta er sú ímynd sem lifir. Og við getum öllum verið stolt af. Það þarf að endurreisa sjálfstraust þjóðarinnar. Vörumerkið Ísland JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.