Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 46
30 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. hluta sólahrings, 6. pfn., 8. ról, 9. kóf, 11. tveir eins, 12. sveigur, 14. morðs, 16. ætíð, 17. skammst., 18. umhyggja, 20. tveir eins, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. eignaðist, 3. samtök, 4. fugl, 5. skjön, 7. gluggatjald, 10. skip, 13. lærdómur, 15. harmur, 16. afbrot, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. dags, 6. ég, 8. ark, 9. kaf, 11. áá, 12. krans, 14. dráps, 16. sí, 17. möo, 18. önn, 20. rr, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. fékk, 3. aa, 4. gráspör, 5. ská, 7. gardína, 10. far, 13. nám, 15. sorg, 16. sök, 19. nr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Össur Skarphéðinsson. 2. 18 mánuði. 3. Toyota Land Cruiser. „Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudag- inn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið upp- boð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið.“ Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlauna- hafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guð- rúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahags- ástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir ann- ars konar bókmennt- um. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabók- menntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís.“ Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sam- eina sölubók og „góða bók“ og bdb- forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði.“ Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúru- lega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við,“ segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefn- ing til hinna íslensku bókmennta- verðlauna. freyrgigja@frettabladid.is GUÐRÚN EVA MÍNVERVUDÓTTIR: Í HÓP MEÐ NÓBELSHAFA OG MURAKAMI Þýskir útgefendur slógust um Skapara Guðrúnar Evu FJÁRFESTIR Í REIÐHJÓLI Guðrún sagðist ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli af þessu tilefni en því gamla var stolið fyrir nokkrum dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HARÐUR SLAGUR Jóhann Páll Valdimarsson segir slaginn meðal þýskra um bók Guðrúnar Evu hafa verið með þeim harðari sem hann hafi orðið vitni að. „Það eru nokkur tilboð sem liggja á borðinu. Ég er hins vegar ekkert að pæla í því núna. Ég fer bara yfir málin með umboðsmanni í janúar og við leggjum upp árið í sameiningu,“ segir Stefán Karl Stefánsson. Leikaranum hefur verið hrósað í hástert fyrir leik sinn í söng- leiknum um Trölla sem nú er sýndur fyrir fullu húsi í Boston. Stefán sagðist ekki hafa hugmynd um hvort þetta væru áframhaldandi verk í leikhúsi eða jafnvel kvikmyndahlutverk frá Hollywood. „Umboðsmaðurinn vill ekkert segja mér og það er líka bara gott. Ég ætla bara að einbeita mér að þessu verkefni og klára það með stæl.“ Stefán segir það ekki hafa komið sér á óvart hversu mikla athygli verkið hafi fengið. Athyglin sem hann hafi sjálfur fengið hafi hins vegar komið honum í opna skjöldu. „Þetta er náttúrulega afrakstur af margra ára vinnu og þolinmæði. Þetta var eitthvað sem stefnt var að og það er gaman að sjá markmiðin sín rætast,“ segir Stefán og bætir við að nú þurfi bara að hamra járnið á meðan það er heitt. Dómar sem hafa birst í bandarískum blöðum eru eiginlega allir á sömu lund. Stefán sé stjarna sýningarinnar og beri hana nánast uppi.„Frammistaða Stefáns Karls sem Trölli er næg ástæða til að fara með börnin á þessa sýningu,“ skrifar Jenna Schere, gagnrýnandi hjá Boston Herald. Gagnrýnanda Boston Globe, Louise Kennedy, tekst að halda sér á jörðinni hvað sýninguna varðar. Segir hana of langa. Kennedy bætir því hins vegar við að Stefán Karl fari á kostum og að nærvera hans standi upp úr í þær níutíu mínútur sem sýningin standi yfir. - fgg Stefán Karl með nokkur tilboð á borðinu FER Á KOSTUM Stefáni Karli er hrósað í hástert af bandarískum gagnrýnendum fyrir frammistöðu sína sem Trölli. Fyrsta plata Svölu Björgvins og krakkanna í Steed Lord er komin út. Platan kallast Truth Serum og meðal gesta á henni eru Krummi Björg- vinsson, bróðir Svölu, og Egill Eðvarðsson, pabbi strákanna í sveitinni. Á ýmsu hefur gengið við gerð plötu Steed Lord og skemmst er að minnast að meðlimir sveitarinn- ar lentu í alvarlegu umferðarslysi fyrr á þessu ári þegar þeir voru á leið út á flugvöll. Krakkarnir hafa ekki gleymt fólkinu sem hjálpaði þeim á erfiðum tímum í kjölfarið. Á kápu plötuumslagsins segir: „A very special thank you to all the doctors, nurses and good people who helped us through hard times, we will never forget you.“ Íslenska kvikmyndin Duggholufólk- ið kom, sá og sigraði á alþjóðlegu barna-og unglingakvikmyndahátíð- inni Olympiu sem haldin var í Grikklandi um síðustu helgi. Myndin vann til þrennra verðlauna; Bergþór Þor- valdsson var valinn besti leikarinn, Ari Kristinsson besti leikstjórinn auk þess sem myndin var valin sú besta af dómnefnd barna og unglinga. Frá þessu er greint á vefsíðunni logs.is. Jóhanna Vilhjálmsdóttir Kast- ljósskona og eiginmaður hennar, Geir Sveinsson, eignuðust son á mánudaginn. Frá þessu var greint á Vísi.is. Allt gekk að óskum og fengu mæðginin að fara heim sama dag. Svo skemmtilega vill til að Jóhanna átti afmæli um helgina og því gat hún varla hugsað sér betri afmælisgjöf en fæðingu sonarins. -hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég borða morgunmat eins og grönnu konurnar, Special K og Cheerios, blanda þessu saman.“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur. Bogi Jónsson húsráðandi á Hliði á Álftanesi vakti athygli fyrir nokkru þegar hann var kominn með 200 milljón króna Ebay-tilboð (1,4 millj- ón dali) í veitingastaðinn og hús- eignina. „Nei, þetta seldist ekki,“ segir Bogi. „Þegar fjölmiðlaathygl- in skall á hvarf nú bara tilboðið, sem var frá Íslendingi. Ég hélt það væri ekki hægt að taka tilboð til baka en við nánari athugun er það víst hægt á meðan uppboðið er enn í gangi.“ Bogi hafði hugsað sér að borga upp skuldir og hefja nýtt líf í Taí- landi með eiginkonu sinni Nok. „Ég var byrjaður að kíkja á sólarvörn og allar græjur,“ segir Bogi og hlær. „En maður bítur bara í það súra.“ Að Hliði hafa Bogi og Nok rekið rómað heimaveitingahús um ára- bil. „Það er enn þá mjög góður bis- ness í því og nóg að gera, pantað marga mánuði fram í tímann. Það var bara þetta hryllilega óstöðuga efnahagsástand sem fór með mig.“ Bogi hafði ráðist í framkvæmdir, byggt torfbæ og komið upp baðhúsi og nuddstofu fyrir gesti. „Fjár- mögnunin við það fór langleiðina upp að rauða strikinu, en við óbreytt ástand hefði það sloppið. Þegar óða- verðbólgan byrjaði og gengið féll náðu endar einfaldlega ekki saman, enda lánin bæði á myntkörfu og með verðbótum. Ég sé ekki fram á annað en að bankinn taki þetta bara.“ Þótt Bogi sé eitt af mörgum fórn- arlömbum kreppunnar er hann ekk- ert að væla. „Maður ræður kannski ekki mörgu en maður ræður alla- vega hvort maður fer í gegnum lífið smælandi eða skælandi,“ segir hann. „Og auðvitað er kreppan ekki alslæm. Við sjáum hvað skiptir mestu máli eftir þetta. Auðvitað voru allir komnir á alltof mikinn sprett. Og það sem við erum að gera hérna er að hægja á fólki, þótt það sé ekki nema í hálftíma.“ Og þar til annað kemur í ljós munu Bogi og Nok halda áfram að hægja á fólki. Bogi er meira að segja langt kominn með friðarkúlu sem hann vígir á næstunni. Nánar um það síðar. - drg Bogi smælar framan í gjaldþrotið 200 MILLJÓNA TILBOÐ HVARF Bogi og Nok á Hliði ekki á leið til Tailands í bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.