Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Þær Auður Kristín Pálmadóttir og Rebekka Hinriksdóttir, sem báðar eru átján ára, tóku sér frí frá skóla- bókunum í vetur og skelltu sér til Bahamaeyja með ungan son Auðar, Elvar Má Magnússon, upp á arm- inn. Faðir Auðar á íbúð á Grand Bah- ama og ákváðu vinkonurnar, sem hafa þekkst síðan þær voru fimm ára, að fara þangað með litla prins- inn. „Ég var eiginlega pabbinn og Auður mamman,“ segir Rebekka og skellir upp úr. Upphaflega ætluðu þær stöllur að vera alveg fram að jólum og freista þess að finna sér vinnu. „Efnahagsástandið á Bahama- eyjum er þó svipað og hér heima og því ekki um auðugan garð að gresja. Við ákváðum því bara að slaka á,“ segir Auður. Vinkonurnar áttu því náðugar sex vikur þrátt fyrir brösuglega byrjun. „Það munaði engu að við misstum af vélinni frá London til Miami. Við hlupum eftir flugvell- inum endilöngum og rétt náðum inn í vél. Við misstum svo af flug- inu frá Miami til Bahama,“ lýsir Auður. Þegar á áfangastað var komið tók þó ljúfa lífið við og busl- aði Elvar litli í sundi og sjó og lét vinkonurnar stjana við sig. Hann kunni vel við sig í hitanum og var hinn ánægðasti. En hvað þótti innfæddum um hina ungu móður? „Þeir kipptu sér nú ekki mikið upp við aldur minn enda eignast eyjaskeggjar börn á öllum aldri. Það var þó töluvert af Ameríkönum þarna sem fannst ég heldur ung enda eru barneignir sjaldan á dagskrá hjá þeim fyrr en eftir giftingu.“ Auður segir eyjaskeggja ein- staklega vinalega. „Við vorum með bílstjóra sem keyrði okkur á milli staða og ef hann þekkti einhvern úti á götu hikaði hann ekki við að stoppa bílinn, hlaupa út og faðma manneskjuna að sér.“ Þær stöllur ætla nú að njóta jólanna í ró og spekt en stefna svo báðar á nám eftir áramót, endur- nærðar eftir góða ferð. vera@frettabladid.is Á Bahama með lítið kríli Vinkonurnar Auður Kristín og Rebekka eru nýkomnar heim frá Grand Bahama þar sem þær dvöldu í sex vikur með tíu mánaða son Auðar sem buslaði í sundi og sjó og var hinn ánægðasti. Rebekkka og Auður í flæðarmálinu. MYND/ÚR EINKASAFNI LEIKRIT Á NETINU Leikritasmiðjan er nýr leikritavefur Námsgagnastofnunar. Á vefnum er að finna þrjú leikrit eftir Þórunni Pálsdóttur. Sjá www.namsgagnastofnun.is. TM MOSFELL EHF • HOLTSBÚÐ 93 • SÍMI 566 6606 • FAX 566 6619 MOSFELL@MOSFELL.IS • WWW.MOSFELL.IS Eigum á lager milliveggjastoðir (beinar og burðmiklar) úr Kerto límtré frá 2- til 5 metrum ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir t í ö

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.