Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 2
2 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi í gær vék Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, þessum orðum að Fréttablaðinu: „Fréttablaðið kastaði sínum trúverðugleika út um gluggann þann dag sem að eigandinn tók það í sínar hendur að stýra því hvaða greinar birtust og lét birta grein eftir sjálfan sig sama dag og gagnrýni á hann birtist í Morgunblaðinu. Frétta- blaðið er ekkert annað en áróðurssnepill eiganda síns og einskis verður sem fréttamiðill um þessar mundir.“ Af þessu tilefni vilja ritstjórar Fréttablaðsins taka eftirfarandi fram: Greinin sem Kristinn vísar til var eftir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleiganda útgáfufélags Fréttablaðsins. Hún var andsvar Jóns við skrifum í sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem þrátt fyrir nafnið kemur út laust eftir hádegi á laugardögum. Grein Jóns birtist í sunnudagsblaði Fréttablaðsins, sem kemur út á sunnudögum. Ólíkt Morgunblaðinu kemur Fréttablaðið út alla daga vikunnar og nýtur þess í samkeppni blaðanna. Rétt er að benda á að sama grein Jóns birtist eða var til umfjöllunar í helstu fréttamiðlum landsins á laugardagskvöldinu. Grein Jóns birtist í þeim hluta Fréttablaðsins, sem meðal annars er tekinn frá fyrir aðsent efni. Það er hversdagsleg aðgerð að aðsendum greinum sé hnikað þar til. Sama gildir um slíkar greinar og annað efni blaðsins. Þær greinar sem þykja varpa ljósi á líðandi atburði fá forgang. Þess má geta að sömu helgi var grein eftir bankastjóra Seðlabanka Íslands tekin til birtingar með jafn stuttum fyrirvara og grein Jóns. Tveimur dögum þar á undan var skapað pláss fyrir langa aðsenda grein eftir Kára Stefánsson með skömm- um aðdraganda. Allar þessar greinar áttu sameiginlegt að vera áhugavert lesefni um málefni sem var í brenni- depli. Þær eiga það líka sameiginlegt að koma fréttaflutningi blaðsins ekki við, fremur en annað aðsent efni, eins og Kristni H. Gunnarssyni á að vera fullkunnugt um. Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson, ritstjórar Fréttablaðsins. Í tilefni af ummælum Kristins H. Gunnarssonar á Alþingi í gær: Athugasemd ritstjóra Álfheiður, er þetta allt að fara í handaskolum hjá strákunum? „Já, þetta er allt að fara í handaskol- um hjá þeim. Það er bara spurning hver á að þurrka upp eftir þá!“ Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, hefur sagt fjármálaráðherra þvo hendur sínar af rekstri nýju bankanna. Hún býst við svip- aðri frammistöðu frá viðskiptaráðherra. EFNAHAGSMÁL Skilanefndir bank- anna þriggja neita að upplýsa skattrannsóknarstjóra um málefni dótturfélaga sinna í Lúxemborg. Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri telur hættu á að rannsóknin gefi ekki rétta mynd vanti þessar upplýsingar. Skattrannsóknarstjóri vill ekki upplýsa um hvaða félag ræðir, en það er skráð í Lúxemborg og hefur embættið ástæðu til að ætla að það tengist einhverjum bank- anna þriggja. Bryndís sendi fyrir- spurn um hvort hver banki, útibú hans eða dóttur- félag hefði komið að stofn- un eða átt í við- skiptum við félagið með ein- hverjum hætti. Allir bankarnir svöruðu hvað varðar höfuð- stöðvar hérlendis, en ekki dóttur- félög. Skilanefnd Kaupþings sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna fréttar RÚV um málið. Þar segir að nefndin hafi veitt allar þær upp- lýsingar sem nefndinni eru til- tækar og óskað hafi verið eftir. Kaupþing banki hf. hafi ekki haft neina aðkomu að því félagi sem var tilefni fyrirspurnarinnar. Bryndís segir þetta villandi upp- lýsingar, ekki sé minnst einu orði á dótturfélag bankans. Hún vitnar til svarbréfs skilanefndar Kaup- þings. Þar segir að ekki sé fallist á að íslensk skattyfirvöld geti lagt þá skyldu á íslenskt hlutafélag að „annast um söfnun, úrvinnslu eða miðlun upplýsinga varðandi við- skipti eða samskipti erlends dótt- urfélags við þriðja aðila. [...] Sam- kvæmt ofangreindu getur Kaupþing ekki veitt umbeðnar upplýsingar að því marki sem beiðnin varðar erlend dótturfélög bankans“. Skilanefnd Glitnis vísaði í sínu svari til umsjónarmanns sem yfir- völd í Lúxemborg hafi skipað með dótturfélagi bankans. „Skilanefnd Glitnis hefur þar af leiðandi ekk- ert með málefni dótturfélags í Lúxemborg að gera á þessu stigi og getur þar af leiðandi ekki hlut- ast til um þær upplýsingar sem beðið er um í erindinu varðandi það félag sem um ræðir.“ Bryndís segist ekki geta skilið það með öðrum hætti en að skattyf- irvöld séu ekki með aðgang að neinum gögnum í dótturfélögum bankanna í Lúxemborg. kolbeinn@frettabladid.is Engin svör um dótt- urfélög í Lúxemborg Skattrannsóknarstjóri fær ekki aðgang að upplýsingum um dótturfélög bank- anna í Lúxemborg. Segir skilanefnd Kaupþings gefa út villandi upplýsingar í yfirlýsingu í gær. Forsætisráðherra segir embættið verða að geta unnið sín störf. STJÓRNMÁL „Varla eru þeir að mynda þjóðstjórn án þess að ég sé með en það er ekki gott að segja hvað þetta táknar,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, starfandi formaður Framsóknar- flokksins. Hún var spurð um fréttir af einkafundi Össurar Skarphéðinsson- ar og Ögmundar Jónassonar um helgina. Skýrt var frá fundinum í blaðinu í gær og sagði Ögmundur að þeir hefðu verið að ræða „sitt af hverju“ en ekki um stjórnarmyndun. „Ég hef ekki verið á neinum leynifundi. En það er ekki gott að segja hvort það er eitthvað að gerast,“ segir Valgerður. - kóþ Formaður Framsóknarflokks: Þjóðstjórn ekki komið til tals VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR SLYS Eldur kom upp í ljósabúnaði sem nýverið hafði verið komið upp á forvörsluverkstæði Listasafns Íslands í gær. Deildin er til húsa á Laufásvegi 14. Ólafur Ingi Jónsson varð eldsins var og brást hárrétt við. Honum tókst að slökkva eldinn áður en Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins bar að garði. Minni- háttar reykjarslæða var í húsinu og var það reykræst. Ekki er útlit fyrir að nokkrar skemmdir hafi orðið vegna brunans. Eldurinn kom upp í neyðarljósi og brann plastið í kringum ljósið. Forvarnardeild slökkviliðsins rannsakar nú hvers vegna kviknaði í ljósinu. - kóp Bruni í Listasafni Íslands: Kviknaði í neyðarljósinu ELDSVOÐI Engar skemmdir urðu á listaverkum sem voru í forvörsludeild Listasafnsins þar sem eldur kom upp í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Steingrímur J. Sigfússon spurði forsætisráðherra á þingi í gær hvort ríkisstjórnin ætlaði að láta það gerast að mikilvæg rannsóknargögn töpuðust við sölu dótturfélaga. Geir H. Haarde svaraði því til að mikilvægt væri að gögnum yrði ekki spillt og skattrannsóknarstjóri eigi að geta unnið sín störf. „Mér er tjáð að hægt sé að koma eignum Kaup- þings í Lúxemborg í verð í samstarfi, það hlýtur að vera háð því að Ísland afsali sér í engu möguleikum á að afla rannsóknargagna.“ FORSÆTISRÁÐHERRA SPURÐUR Á ÞINGI BANKARNIR ÞRÍR Skattrannsóknarstjóri fær ekki upplýsingar um eignarhald dótt- urfélaga bankanna í Lúxemborg. Rannsókn embættisins geti gefið ranga mynd af þeim sökum. BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR ALÞINGI Allsherjarnefnd Alþingis vill að sérstakur saksóknari, sem til stendur að annist rannsókn á refsiverðri háttsemi í aðdraganda bankahrunsins, fái einnig heim- ildir til að rannsaka atburði í kjöl- far þess að neyðarlög voru sett. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hið svokallaða uppljóstr- araákvæði í lögunum á sér ekki hliðstæðu á Norðurlöndunum. Þar kveður á um að komi starfs- maður fyrirtækis upplýsingum um ólöglegt athæfi á framfæri sé heimilt að falla frá því að sækja viðkomandi til saka. Allsherjarnefnd vill raunar víkka ákvæðið út svo það taki einnig til fyrrverandi starfs- manna og annarra sem upplýs- ingar kunni að hafa. Hagsmunir af því að fá brot upplýst geti verið mun meiri en að viðkomandi upp- ljóstrari verði sóttur til saka. Þó telur nefndin rétt að það komi fram í dómum sé ákvæðinu beitt. Rétt er að birt verði opinber- lega upplýsingar um hlutabréfa- eign og önnur tengsl sérstaks saksóknara og fólks í viðskipta- lífinu sem tengist honum, segir í nefndarálitinu. Nauðsynlegt sé að upplýsa um slíkt til þess að saksóknarinn njóti almenns trausts. Þá leggur nefndin til að sak- sóknarinn fái heimild til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá réttarvörslu- og eftirlitsstofnun- um. - bj Allsherjarnefnd vill gera breytingar á frumvarpi um sérstakan saksóknara: Rannsaki fyrir og eftir hrun ALLSHERJARNEFND Nefndin leggur til að birt verði opinberlega tengsl saksóknar- ans við viðskiptalífið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ekið á tvö hreindýr í Lóni Tvö hreindýr urðu fyrir vörubíl við Laxá í Lóni aðfararnótt þriðjudags. Dýrin drápust við áreksturinn en bílstjórann sakaði ekki og óverulegt tjón varð á bílnum. LÖGREGLUFRÉTTIR KÖNNUN Fjármálaeftirlitið (FME) kom verst út úr nýrri könnun á trausti almennings til stofnana og fyrirtækja. Alls sögðu 80,2 prósent aðspurðra að þeir treystu FME frekar eða mjög lítið. Könnunin var unnin af markaðs- rannsóknafyrirtækinu MMR. Aðspurðir sagðist 80,1 prósent bera lítið eða mjög lítið traust til bankakerfisins. Litlu fleiri sögðust vantreysta Seðlabankan- um, 74,1 prósent. Samkvæmt könnuninni bera 54,8 prósent frekar eða mjög lítið traust til Alþingis, og 61,4 prósent treysta ekki ríkisstjórn- inni. Mests trausts njóta Háskóli Íslands, Fréttastofa Sjónvarps og lögreglan. - bj Könnun á trausti til stofnana: Átta af tíu vantreysta FME Styrkja íslensk börn Norrænu félögin hafa gefið út vin- áttumerkið „Norrænir vinir Íslendinga“ sem er nú komið í sölu. Tekjurnar fara allar í að styrkja íslensk börn og unglinga til að taka þátt í norrænu samstarfi á næsta ári. NORÐURLÖND EFNAHAGSMÁL Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segist hafa vitað um rannsókn KPMG á Glitni. Kastljós hélt öðru fram í gær. „Þetta er galin frétt, að sjálfsögðu vissi ég alltaf um rannsóknir endurskoðunarskrif- stofanna á bönkunum. Í gær frétti ég af hagsmunaárekstrum KPMG og hafði samband við formann skilanefndar og Fjármálaeftirlit- ið. Það gefur augaleið að þeir geta ekki rannsakað bankann.“ Aðspurður segir hann að auðvitað hefði átt að rannsaka hagsmunina strax, það hafi ekki komið upp fyrr en nú. - kóp Rannsókn KPMG á Glitni: Ráðherra vissi af rannsókninni SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.