Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 42
26 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu A-riðill: Chelsea-CFR Cluj 2-1 1-0 Salomon Kalou (40.), 1-1 Yssouf Kone (55.), 2-1 Didier Drogba (71.). Roma-Bordeaux 2-0 1-0 Matteo Brighi (61.), 2-0 Francesco Totti (79.). *Roma og Chelsea áfram í 16-liða úrslit *Bordeaux í næstu umferð UEFA-bikarsins B-riðill: Panathinaikos-Anorthosis Famagusta 1-0 1-0 Georgios Karagounis (69.). Werder Bremen-Inter 2-1 1-0 Claudio Pizarro (63.), 2-0 Markus Rosenberg (81.), 2-1 Zlatan Ibrahimovic (88.). *Inter og Panathinaikos áfram í 16-liða úrslit *W. Bremen í næstu umferð UEFA-bikarsins C-riðill: Basel-Sporting 0-1 0-1 Yanick Djalo (19.). Barcelona-Shakhtar Donetsk 2-3 0-1 Oleksandr Gladkyy (31.), 0-2 Oleksandr Gladkyy (58.), 1-2 Sylvinho (59.), 1-3 Luis Fernandinho (76.), 2-3 Sergi Busquets (83.). Eiður Smári Guðjohnsen kom inná á 77. mín. *Barcelona og Sporting áfram í 16-liða úrslit *Shakhtar í næstu umferð UEFA-bikarsins D-riðill: PSV-Liverpool 1-3 1-0 Danko Lazovic (36.), 1-1 Ryan Babel (45.), 1-2 Albert Riera (69.), 1-3 David N‘Gog (77.). Marseille-Atletico Madrid 0-0 *Liverpool og A. Madrid áfram í 16-liða úrslit Marseille í næstu umferð UEFA-bikarsins Coca-Cola Championship Burnley-Cardiff 2-2 Charlton-Coventry 1-2 Sheff. Wed.-QPR 1-0 Reading-Blackpool 1-0 Ívar Ingimarsson skoraði mark Reading í leiknum. ÚRSLIT N1-deild kvenna Fram-Valur 21-29 (9-13) Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 6 (7), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6/2 (19/5), Þórey Rósa Stefánsdóttir 4 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (11/2), Elísa Viðarsdóttir 1 (2), Hildur Knútsdóttir 1 (4), Marthe Sördal 1 (5), Karen Knútsdóttir (1) Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 14 (43/1) 33% Mörk Vals (skot): Eva Barna 8 (10), Íris Ásta Pétursdóttir 7 (8), Kristín Guðmundsdóttir 4 (10/1), Dagný Skúladóttir 4 (5), Hildigunnur Einarsdóttir 3 (4), Hrafnhildur Skúladóttir 3/1 (5/1), Drífa Skúladóttir (2), Guðrún Drífa Hólm- geirsdóttir (2), Berglind Íris Hansdóttir (1) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 25/3 (46/5) 54% ÚRSLIT FÓTBOLTI Spænska stórliðið Real Madrid tilkynnti í gær að knattspyrnustjóranum Bernd Schuster hefði verið vikið úr starfi og í hans stað ráðinn Juande Ramos. Real Madrid hefur ekki gengið sem skyldi það sem af er keppnis- tímabili og eftir 3-4 tap gegn Sevilla um helgina er félagið í fimmta sæti spænsku úrvals- deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Barcelona en erkifjend- urnir mætast einmitt í „El Clásico“ um helgina. Ramos var sem kunnugt er rekinn frá Tottenham fyrr í vetur eftir afleita byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni en hann stýrir Real Madrid í fyrsta skipti í kvöld gegn Zenit á heimavelli. - óþ Breytingar hjá Real Madrid: Schuster rekinn, Ramos ráðinn > Bragi rekinn frá Stjörnunni Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við Braga Magnússon þjálfara meistaraflokks. Eyjólfur Örn Jónsson, sem var aðstoðar- þjálfari Braga, stýrir liðinu á meðan leitað er að nýjum þjálfara og mun Jón Kr. Gíslason aðstoða Eyjólf Örn. Gunnar Kr. Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að nokkrar umsóknir væru nú þegar búnar að berast um starfið en stjórnin muni taka sér sinn tíma til þess fara vel og vandlega yfir stöðuna og vanda valið á eftir- manni Braga í starfi. Valsmenn brugðu á það ráð að kalla á tvær reyndar kempur fyrir bikarleikinn gegn Fram á mánudag. Það voru þeir Dagur Sigurðsson og Markús Máni Michaelsson. Báðir eru hættir handboltaiðkun; Markús lagði skóna á hilluna fyrir einu og hálfu ári en Dagur þegar hann kom heim úr atvinnumennsku. Dagur hafði því ekki leikið með Val síðan árið 1996. Markús Máni kom við sögu í leiknum, stóð vaktina vel í vörninni en var ansi ryðgaður í sókninni. Dagur var til taks í æfingagallanum en fór ekki á skýrslu enda varð hann fyrir meiðslum í hálfleik að sögn þjálfarans. „Ég veit ekkert hvað Óskar er að tala um. Ég var þess utan að reyna að segja honum að ég hefði verið sjóðheitur í hálfleiknum. Var tólf af tólf í skot- um. Allt inni,“ sagði Dagur léttur en hann viðurkenndi að gamall fiðringur hefði tekið sig upp fyrir leikinn. „Ég var orðinn mjög heitur fyrir leik og miklu meira en til í að byrja leikinn ef ég hefði verið beðinn um það. Þegar líða tók á leikinn tók skynsemin við og þeir þurftu heldur ekkert á mér að halda.“ Dagur æfði með liðinu í gær og æfir aftur í dag og því aldrei að vita nema hann verði með liðinu gegn FH á fimmtudag. „Við sjáum bara til. Ég er bara í biðstöðu þar sem menn eru tæpir,“ sagði Dagur sem segir ekki auðvelt að byrja á nýjan leik. „Ég hafði ekki snert handbolta í tvö ár og er með blöðrur á puttunum og svona eftir æfingarnar.“ Markús Máni neitar því ekki að hafa haft gaman af því að spila á ný. „Þetta var virkilega gaman og það kom mér pínu á óvart. Það hefði reyndar mátt ganga betur. Langt síðan ég klúðraði öllum fimm skotum mínum í leik. Blaðamenn voru samt góðir við mig en ég hef fengið að heyra það í vinnunni og frá félögunum,“ sagði Markús kátur og segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um framhaldið. „Ef ég verð með þá er það á fullu. Ég held ég geti ekki verið 50 prósenta maður, þá yrði ég bara ósáttur. Ég ætla að melta þetta áfram.“ MARKÚS MÁNI OG DAGUR SIGURÐSSON: VORU TIL TAKS HJÁ VALSMÖNNUM GEGN FRAM Í BIKARNUM Dagur var sjóðheitur í að byrja leikinn gegn Fram HANDBOLTI Í gærkvöldi áttust við lið Fram og Vals í N1-deild kvenna í handknattleik. Fyrir leikinn voru Valsstúlkur með 12 stig í þriðja sæti en Fram í því fjórða með 8 stig. Það var þó aldrei eins mikil spenna í leiknum og við mátti búast því Valsstúlkur höfðu nokk- uð öruggan sigur og fóru um leið upp að hlið Stjörnunnar í öðru sæti deildarinnar. „Ég er hálf hissa hversu örugg- ur sigurinn var miðað við hvað við erum að gera mikið af mistökum og í raun ekki að spila það vel. Þær voru með stemninguna með sér á meðan það var hálfdauft yfir þessu hjá okkur. Við getum spilað miklu betur og við ætlum okkur að sýna það eftir áramótin. Mótið er galopið og ef við vinnum okkar leiki gegn Haukum og Stjörnunni þá erum við á góðu róli,“ sagði landsliðskonan Hrafnhildur Skúla- dóttir sem átti ágætan leik fyrir Val í gær. Leikurinn fór frekar rólega af stað en fljótlega náðu Valsstúlkur yfirhöndinni og náðu fjögurra marka forystu. Berglind Hans- dóttir fór hamförum í marki Vals í fyrri hálfleiknum, varði 14 skot og var helsta ástæðan fyrir 13-9 for- ystu Vals í leikhléi. Fram hóf svo seinni hálfleikinn af krafti og náði að minnka mun- inn í 16-15. En þá tók Eva Barna til sinna ráða, skoraði fjögur mörk í röð og eftir það litu Valsstúlkur aldrei um öxl. Framstúlkur misstu móðinn á meðan Valur jók forskot- ið jafnt og þétt og unnu að lokum góðan sigur, lokatölur 29-21. Landsliðsmarkvörðurinn Berglind Hansdóttir átti eins og áður segir frábæran leik í liði Vals og hún ásamt Evu Barna var besti leik- maðurinn á vellinum í gær. Hrafnhildur Skúladóttir hrósaði Berglindi í hástert í leikslok. „Hún er búin að vera stórkostleg undan- farið og heldur í raun áfram þar sem frá var horfið með landslið- inu. Hún var frábær í mótinu úti og lokaði markinu í dag.“ - sjj Valsstúlkur áttu ekki í miklum erfiðleikum með stöllur sínar í Fram í gærkvöld: Auðveldur sigur Valsstúlkna ÁTÖK Það var hart tekist á í Framhúsinu í gærkvöld þar sem erkifjendurnir Fram og Valur áttust við. Hér reynir Valsstúlkan Hildigunnur Einarsdóttir afbrigði af sniðglímu á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Jólatilboð 20% afsláttur af öllum bókahillum og geisladiskastöndum FÓTBOLTI Roma og Chelsea tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeild Evrópu með sigrum í gær líkt og Panathinaikos. Það var ekki fyrr en á 40. mín- útu að Chelsea náði að skora á Brúnni þegar Salomon Kalou var einn auðum sjó og skoraði með skoti af stuttu færi eftir auka- spyrnu frá Deco. Öllum að óvörum náðu Rúmen- arnir svo að jafna snemma í seinni hálfleik með skallamarki hjá Yss- ouf Kone eftir glæsilega sókn en Didier Drogba kom hins vegar inn á sem varamaður á 65. mínútu og stuttu síðar skoraði hann sigur- markið. Chelsea þarf hins vegar að sætta sig við annað sæti A-riðils þar sem Roma hélt toppsætinu með 2-0 sigri gegn Bordeaux. Það var algjör úrslitaleikur í Grikklandi í gær þegar heima- menn í Panathinaikos tóku á móti Kýpverjunum í Anorthosis Fama- gusta um laust sæti í 16-liða úrslit- unum. Gamla brýnið Georgios Karagounis skoraði sigurmarkið á 69. mínútu og tryggði Panathinai- kos áfram í 16-liða úrslitin og Grikkirnir fara þangað sem topp- lið B-riðils en Inter tapaði 2-1 fyrir Werder Bremen. Í C-riðli tapaði Barcelona 2-3 á Nývangi fyrir Shakthar Donetsk en Börsungar hvíldu marga lykil- menn. Eiður Smári Guðjohsen kom inná á 77. mínútu í leiknum. Liverpool og Atletico Madrid kepptu um toppsæti D-riðil en Liverpool hirti það með 1-3 sigri á PSV á Philips Stadion í Eindhoven á meðan Atletico Madrid gerði aðeins markalaust jafntefli gegn Marseille í Frakklandi. omar@frettabladid.is Síðustu farseðlarnir klárir Roma, Chelsea og Panathinaikos tryggðu sér síðustu þrjá farseðlana í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þegar lokaumferð riðlakeppninnar hófst. SIGURMARKIÐ Framherjinn Didier Drogba skoraði sigurmarkinu gegn rúmenska félaginu CFR Cluj í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.