Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 10. desember 2008 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 10. desember 2008 ➜ Tónleikar 20.00 Íslandsdeild Amnesty Internar- ional stendur fyrir hátíðartónleikum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram. Nánari upplýsingar www. amnesty.is. ➜ Leiklist Rétta leiðin Barna- og unglingaleik- húsið Borgarbörn sýnir jólasöngleik í Iðnó við Vonarstræti. Í dag verða sýndar tvær sýningar sú fyrri kl. 9 en hin seinni 10.30. ➜ Sýningar Í Gerðubergi standa yfir tvær sýningar. Það er ljósmyndasýning Björns Sigur- jónssonar og sýning á olíumálverkum eftir Halldóru Helgadóttur. Opið virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. Kolbrún Hjörleifsdóttir sýnir mynd- verk unnin úr íslenskri ull á Geysi bistro /bar við Aðalstræti. Opið sun.- fim. 11.30-22, föst.-lau. 11.30-22.30. ➜ Bækur 20.30 Á Catalinu, Hamraborg 11 í Kópavogi, verða kynntar bækur sem Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út fyrir þessi jól. Guðrún Jónína Magn- úsdóttir, Harpa Jónsdóttir og Haf- liði Magnússon munu lesa upp úr bókum sínum. ➜ Uppákomur 12.30 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður opnaður tíundi glugginn. Í gær var Kristín Mjöll fagottleikari í glugganum. Hver skyldi vera þar í dag? ➜ Dagskrá 12.00 Jafnréttisstofa, Háskólinn á Akureyri og Akureyrarbær standa fyrir fjölbreyttri dagskrá í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti, í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Aðventutónleikar Söng- sveitarinnar Fílharmóníu verða í kvöld og föstudags- kvöld 12. desember í Lang- holtskirkju, kl. 20. Kórinn mun að venju flytja fjöl- breytta og vandaða dag- skrá þar sem finna má skemmtileg og hátíðleg jólalög frá ýmsum löndum í bland við klassískar perl- ur sem koma fólki í hátíð- arskap. Aðventutónleikar Söng- sveitarinnar eru fastur liður fjölmargra tónlistar- unnenda en tónleikarnir í ár eru tut- tugustu aðventutónleikar kórsins. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er upphaf sálmsins „Með gleð- iraust og helgum hljóm“ eftir Magn- ús Stephensen sem Magn- ús Ragnarsson kórstjóri hefur tvinnað saman við húsganginn „Ljósið kemur langt og mjótt“ í útsetn- ingu sem hljómar nú í fyrsta sinn. Tveir efnilegir einsöngvarar af yngri kyn- slóðinni syngja með kórn- um að þessu sinni þau Mar- grét Sigurðardóttir og Benedikt Ingólfsson. Org- anisti á tónleikunum er Steingrímur Þórhallsson. Kórstjóri og stjórnandi tónleikanna er Magnús Ragnarsson. Nú eru ríflega sjötíu virkir félagar í kórnum. Miða má nálgast hjá kórfélögum, í verslun- inni 12 Tónum og við innganginn. - pbb Fílharmónía í Langholti TÓNLIST Magnús Ragnarsson stjhórn- andi Fílharmóní- unnar á tónleikum í kvöld. Tónlistarmenn um heim allan minn- ast franska tónskáldsins, organist- ans og fuglafræðingsins Oliviers Messiaen 10. desember, í dag, en þá eru 100 ár liðin frá fæðingu tón- skáldsins sem telst tvímælalaust til eins merkasta tónskálds 20. aldar- innar. Á sunnudag var fluttur á rás 1 þáttur Elísabetar Indru Ragnars- dóttur, Í garðinum þar sem ástin sefur. Þar var brugðið upp svip- mynd af tónskáldinu og rætt við íslenska tónlistarmenn um Messia- en. Þáttinn má heyra á vef ríkisút- varpsins ruv.is. Í dag verða tvennir tónleikar helgaðir verkum hans: Tinna Þor- steinsdóttir píanóleikari efnir til hádegistónleika á vegum tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands þar sem verða fluttar tvær af Fugla- bókum Messiaens, Catalogue d´Ois- eaux, nr. 3 og 5 og sagt örlítið frá þeim, en Tinna kom nýverið fram á Messiaen-tónlistarhátíð í Stavanger í Noregi. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og eru haldnir í Sölvhóli, tón- leikasal Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Í kvöld kl. 20 verða tónleikar á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju þar sem Björn Steinar Sól- bergsson leikur Níu hugleiðingar um fæðingu frelsarans, en verkið er hugleiðing um fagnaðarboðskap jólanna. Þeim verður útvarpað beint á rás 1 Ríkisútvarpsins. Á morgun klukkan 19.30 er svo komið að frumflutningi á hljóðritun Ríkisútvarpsins á píanóeinleiks- verkinu Tuttugu tillit til Jesúbarns- ins eftir Messiaen. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur en hljóðrit- anir fóru fram síðastliðið haust. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur píanóleikari ræðst í flutning þessa stórvirkis. Anna Guðný lék verkið á tónleikum síðastliðið haust og hlaut frábærar viðtökur og dóma fyrir. - pbb Aldarafmæli Messiaen TÓNLIST Oliver Messiaen fæddist á þessum degi fyrir hundrað árum H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -2 3 8 7 Starfsfólk Glitnis svarar fyrirspurnum í dag milli kl. 17 og 21 í síma 440 4000 Starfsfólk Eignastýringar Glitnis, Almenna lífeyrissjóðsins og Glitnis Fjármögnunar svara spurningum viðskiptavina ásamt ráðgjöfum Glitnis. Á glitnir.is getur þú einnig pantað fjármálaviðtal þar sem við bjóðum þér að setjast niður með okkur og fara ítarlega yfir stöðuna. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.