Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 38
 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Rokkararnir í Kings of Leon eru þegar búnir að semja fjögur til fimm lög fyrir næstu plötu sína þrátt fyrir að aðeins nokkrir mánuðir séu liðnir síðan sú síðasta, Only By the Night, kom út. Að sögn trommarans Nathans Followill er léttara yfir þessum nýju lögum heldur en þeim sem hljóma á síðustu plötu. „Þau hljóma meira eins og við séum í miklu stuði, bara að spila og skemmta okkur,“ sagði hann. Undirbúa nýja plötu KINGS OF LEON Bandarísku rokkararnir eru strax farnir að undirbúa nýja plötu. Boy George, fyrrverandi söngvari Culture Club, má muna sinn fífil fegurri. Þessi mikla stjarna níunda áratugarins á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Boy George hefur verið fundinn sekur um að hafa haldið vændis- manni föngnum í handjárnum og lamið hann á heimili sínu í austur- hluta London. Maðurinn heitir Auden Carlsen og er 29 ára Norð- maður. Þegar hann reyndi að yfir- gefa heimili George eftir að hafa setið fyrir hjá honum nakinn í „ljósmyndatöku“ um miðja nótt gerði George sér lítið fyrir og lamdi hann með stálkeðju. Dómur í málinu verður kveðinn upp sex- tánda janúar. Sópaði götur í New York Boy George heitir réttu nafni George O´Dowd og er 47 ára. Eftir að hafa slegið í gegn með Culture Club og lögum á borð við Karma Chameleon og Do You Really Want to Hurt Me? hefur hann marga fjöruna sopið. Fíkniefni hafa átt þar stóran hlut að máli auk þess sem glíma við laganna verði hefur verið fyrirferðarmikil. Fyrir tveimur árum var George handtekinn fyrir að hafa sóað tíma lögreglunnar þegar hann laug því að brotist hafi verið inn íbúð sína í New York. Er lögreglan mætti á vettvang vildi ekki betur til en svo að hún fann þar kókaín og handtók George. Hann slapp við að vera ákærður fyrir fíkniefnavörslu en af því hann hafði sóað tíma lögregl- unnar var hann dæmdur til að sópa götur borgarinnar í fimm daga. Jók það mjög á niðurlægingu George að blaðaljósmyndarar létu hann ekki í friði allan þann tíma. Í stanslausri neyslu Á hátindi fræðgar sinnar á níunda áratugnum var George orðinn for- fallinn eiturlyfjasjúklingur. Heró- ínið var allsráðandi í lífi hans og lést hljómborðsleikari Culture Club, Michael Rudetski, einmitt af völdum of stórs heróínskammts á heimili George. Það varð þó ekki til þess að söngvarinn gæfi neysluna upp á bátinn. Árið 1995 lýsti hann baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn í sjálfsævi- sögunni Take It Like A Man og fyrr á þessu ári sagði hann þetta í við- tali við tímaritið Q: „Ég hef verið útúrdópaður undanfarin fimm ár. En núna er ég laus við dópið. Ég vil ekki deyja.“ Þrátt fyrir þessi ummæli var kókaín á boðstólum við „myndatökuna“ á heimili hans á dögunum og greinilegt að dópið er enn stór þáttur í lífi Boy George. Endurkoman í súginn Áætlarnir Boy George um að end- urvekja fyrri frægð eru nú farnar í súginn, í bili að minnsta kosti. Hann gaf út smáskífulagið Yes We Can í október síðastliðnum og ætl- aði síðan í umfangsmikla tónleika- ferð með sín bestu lög í farteskinu. Ekki galin hugmynd, því einhver hlýtur áhuginn að vera á manni sem hefur átt sjö lög á toppi breska vinsældarlistans, níu á þeim banda- ríska og selt hvorki meira né minna en 50 milljónir platna. Endurkoman verður þó að bíða betri tíma því fyrst þarf að hann að borga fyrir syndir sínar með fang- elsisvist á sama tíma og hann þarf að finna leið til að losna við fíkni- efnadjöfulinn í eitt skipti fyrir öll. Frægð, fangelsi og fíkniefni Í TÓMU TJÓNI Boy George hefur oft komist í kast við lögin á undanförnum árum. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Á HÁTINDI FRÆGÐARINNAR Boy George fyrir mörgum hárum og kílóum á hátindi frægðar sinnar með hljómsveitinni Culture Club. > Blur í Hyde Park Hljómsveitin Blur heldur stórtónleika í Hyde Park í London þriðja júlí, níu árum eftir að sveitin spilaði síð- ast saman í upprunalegri mynd. Þá spilaði sveitin í Royal Festival Hall í London þegar gítarleikar- inn Graham Coxon var enn innan- borðs. Nú snýr hann aftur. Þá eiga Damon Albarn og félagar í viðræð- um um að spila á ýmsum tónlistar- hátíðum næsta sumar. „Ég er rosalega ánægður með þetta. Það eru þrjú þúsund eintök farin og ég er búinn að panta þrjú þúsund í viðbót,“ segir Eyjólfur Kristjánsson um plötuna Sýnir sem hann gaf út fyrr á árinu með lögum Bergþóru Árnadóttur. „Geisladiskar eru svolítið vinsælir í kreppunni. Það eru svona tuttugu þúsund Íslendingar sem eru ekki á leið til útlanda í verslunarferð- ir. Fólk leyfir sér frekar að kaupa eitthvað hérna heima í staðinn,“ segir Eyfi, sem nýlega samdi lagið Aldrei verða án hans haldin jól fyrir jólaplötuna Rauð jól. „Þetta er „tribute“ til jólasveins- ins,“ segir hann. - fb Eyfi selur grimmt EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Selur grimmt af plötum þessa dagana. folk@frettabladid.is Léttöl PILSNER Drukkinn í 91 ár G ot t fó lk Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn. Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði. Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917. Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is Mjúka gjöfi n fyrir börnin Hjá Lín Design færðu mjúku íslensku sængurverin fyrir börnin. Í barnarúmfatnaðinum sameinast íslensk hönnun, gæðalín og litríkt mynstur. Einstaklega falleg og lífl eg rúmfatalína fyrir íslensk börn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.