Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 34
 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Sölvi Tryggvason fréttamaður í Íslandi í dag ætlar að kúpla sig frá öllu í afmæl- isviku sinni og skella sér í borgarferð til Akureyrar. „Ferðin er farin í tilefni af- mælisins og einnig af því ég hafði kost á því. Það er ágætt að hvíla sig aðeins eftir törn síðastliðinna vikna,“ segir Sölvi og telur einn helsta kost Akureyr- ar sem áfangastaðar vera þann að ekki þarf að borga þar með evrum. Sölvi og kærasta hans munu dvelja í húsi Blaðamannafélagsins og stefna á að gera sem minnst. „Ég verð með tærn- ar upp í loft, tek með mér bækur, slekk á símanum og passa að fara ekki í tölvu,“ segir Sölvi, sem hefur undanfarnar vikur rakið garnirnar úr ráðamönnum landsins. En á ekki að gera eitthvað sérstakt á afmælisdaginn sjálfan? „Mig hefur lengi langað að fara á Friðrik V og ætla að reyna að borða þar,“ segir Sölvi, sem lítur á ferðalagið sem borgarferð. „Við ætlum að kíkja á kaffihús og reynum að fara í leikhús. Það er mjög langt síðan ég hef komið til Akureyrar og það verð- ur gaman að kynnast bænum,“ segir hann. Þrítugsafmælum fylgja oft mikil veisluhöld, er ekki von á slíku? „Ég er lítið formlegur og hugsaði ekki um þetta afmæli öðruvísi en þegar ég varð 29 ára. Síðan fór fólk að kvabba í mér að halda partý fyrir mánuði. Það getur vel verið að ég láti verða af því en það verður ein- hvern tíma þegar ég verð búinn að hvíla mig,“ segir Sölvi og telur líklegt að hann hefði skotist til útlanda á afmælinu sínu ef aðstæðurnar hefðu verið öðruvísi. „Hins vegar fylgir þessum utanlands- ferðum mikið áreiti en það sem ég þarf á að halda núna er að vakna á morgnana og finnast ég ekki þurfa að gera eitthvað. Þetta hefur verið rosaleg törn og óbeina álagið mest. Það hafa allir svo sterkar skoðanir og allir með lausn á málunum. Maður getur hvergi farið nema fólk vilji segja manni hvað maður eigi að fjalla um og hvað sé mikilvægast,“ segir Sölvi sem var kominn í þann vítahring að vera alltaf í vinnunni í huganum. „Það er því best að hætta þessu, slökkva á símanum og skilja fartölvuna eftir heima.“ solveig@frettabladid.is SÖLVI TRYGGVASON: ÞRÍTUGUR Í SLÖKUNARFERÐ Á NORÐURLANDI Borgarferð til Akureyrar AÐ HEIMAN Á AFMÆLISDAGINN Sölvi Tryggasvon hefur staðið í ströngu undanfarið og skellir sér í slökunarferð til Akureyrar til að kúpla sig frá öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KENNETH BRANAGH ER 48 ÁRA Í DAG. „Það er furðulegt að fólk- ið sem þú elskar er yfirleitt einnig það fólk sem þú ert andstyggilegastur við.” Írski leikarinn Kenneth Branagh er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmynd- um á borð við Hinrik V, Much Ado About Nothing og Mary Shelley‘s Frankenstein. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Kristmann Jónsson Hofslundi 4, Garðabæ, lést 29. nóvember sl. Útför fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 12. desember. kl. 11.00. Sigurlaug Gísladóttir Stefán Sólmundur Kristmannsson Johanna Engelbrecht Sigurjón Kristmannsson Sigrún Hrönn Kristmannsdóttir Peter Landvall Gísli Ólafsson Katrín Guðrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður Sigurjónsdóttir (Systa) Frá Bjargi, Mosfellssveit, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 26. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar fyrir frábæra umönnun og vináttu. Jón E. Sveinsson Toni Sveinsson Sveinn Sveinsson Bergrós Þorgrímsdóttir Sigríður Huld Sveinsdóttir Kristján L. Guðlaugsson Vigdís Sveinsdóttir Guðjón Rudólf Guðmundsson Guðmundur Ingi Sveinsson Þóra Einarsdóttir Kristinn Már Sveinsson Elín Bára Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Þorbjörg G. Bjarnadóttir Eiríksgötu 9, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 30. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 10. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Bólstaðarhlíðarkirkjugarði. Ríkharð B. Björnsson Hrafnhildur Hansdóttir Helga Björnsdóttir Ragnheiður E. Björnsdóttir Friðrik Stefánsson Marinó B. Björnsson Guðbjörg Birkis Jónsdóttir Efemía G. Björnsdóttir Steinar Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónheiður Björg Guðjónsdóttir Krummahólum 6, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 5. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreiðar Jónsson klæðskerameistari, Norðurbrú 5, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. desember kl. 13.00. Þórdís Jóna Sigurðardóttir Sigurður Arnór Hreiðarsson Kristín Ragna Pálsdóttir Guðrún Erna Hreiðarsdóttir Valdimar Hreiðarsson Thanita Hreiðarsson Birna Hreiðarsdóttir Pétur Gunnar Thorsteinsson Guðlaug Dröfn Hreiðarsdóttir Ásgrímur Skarphéðinsson Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Ólafur Arnarson barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir Friðrik Stefánsson skipstjóri frá Fáskrúðsfirði, Hraunvangi 3 Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 5. desem- ber. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 12. desember kl. 15.00. Elín Aðalheiður Þorsteinsdóttir Bjarni Sigmar Helga Kristjánsdóttir Gréta Ingvaldur Ásgeirsson Hanna þóra Ómar Bjarnþórsson Friðrik Kristborg Ingibergsdóttir Árný Bára Ægir Kristmundsson Stefán Berglind Hilmarsdóttir Aðalsteinn Linda Þorvaldsdóttir Ingibjörg Margrét Steinunn Guðfinna Bergþór Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi Skólavegi 12, Keflavík, lést á bráðamótttöku Landspítalans föstudaginn 5. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. desember kl. 14.00. Athöfninni verð- ur einnig sjónvarpað í Duus-húsum, Reykjanesbæ og Fríkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Rúnars Júlíussonar í Sparisjóðnum í Keflavík. María Baldursdóttir Baldur Þórir Guðmundsson Júlíus Freyr Guðmundsson Þorbjörg M. Guðnadóttir Guðný Kristjánsdóttir Björgvin Ívar Baldursson Kristín Rán Júlíusdóttir María Rún Baldursdóttir Brynja Ýr Júlíusdóttir Ástþór Sindri Baldursson Guðmundur Rúnar Júlíusson Theodore Roosevelt (1858-1919), 26. for- seti Bandaríkjanna, hlaut friðarverð- laun Nóbels á þess- um degi árið 1906 fyrir að stuðla að friði milli Rússa og Japana árið á undan. Roosevelt reyndi sleitulaust í þrjá mán- uði að fá Japana og Rússa til að semja um frið árið 1905, en þjóðirnar höfðu síðan í janúar 1904 átt í stríði sem óttast var að leitt gæti til heimsstyrjaldar. Bandaríska forsetanum tókst loks að sannfæra þjóðirnar um að semja frið fyrir júlí árið 1905 og áttu þær fund um sumarið í Portsmouth sem varði í hvorki meira né minna en þrjátíu daga. Þar beitti Roosevelt diplómatísk- um áhrifum sínum til fullnustu sem varð til þess að þjóðirnar und- irrituðu Portsmouth friðarsamninginn 5. september árið 1905. Roosevelt fékk friðarverðlaun Nóbels árið eftir fyrir milligöngu sína í friðarsamningum Rússa og Japana. Hann varð þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn og jafnframt fyrstur þriggja Bandaríkjaforseta til að hljóta þessi verðlaun. ÞETTA GERÐIST: 10. DESEMBER 1906 Roosevelt fær Nóbelsverðlaun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.