Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 32
560 6 2.302manns voru í þeim hópi sem lenti í hóp-uppsögnum í nóvembermánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Tólf tilkynningar bárust um slíkar uppsagnir á mánuðinum. prósent er meðallækkun íslensks brennivíns í versl- unum ÁTVR að undanförnu. Eldurís, Tindavodki og skotdrykkirnir Opal og Tópas hafa lækkað um rúm 4 prósent. milljarðar var hrein skuldastaða þjóðarbúsins við útlönd í lok þriðja ársfjórðungs samkvæmt bráða- birgðayfirliti Seðlabanka Íslands. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Það fór lítið fyrir spádómum um stöðu og horfur á Nýja-Íslandi í erindi Jóns Daníelssonar, dós- ents í fjármálum við LSE, í hádegiserindi hans hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga á föstudag. Ástæðan var ein- föld. „Ég vil ekki spá fyrir um neitt. Síðast þegar ég spáði um eitthvað var ég í sumarvinnu í Seðlabankanum fyrir um tut- tugu árum,“ sagði dósentinn og benti fundargestum á að almennt væru efnahagsspár taldar rang- ar. Reyndar verður að taka með í reikninginn að á sama tíma og Jón steig í pontu var matur fram- reiddur. Kjúklingurinn kólnaði fyrir augum hans og má því vera að þessar krefjandi aðstæður hafi kallað á styttra erindi en ella. Svangur spámaður Bændasamtökin boða til fund- ar í kvöld, auðvitað í Sunnusal Bændahallarinnar, þar sem ræða á íslenskan landbúnað og Evrópusambandið. Einhverjir kynnu að halda að þar með sé einhver hugarfarsbreyting að verða hjá bændum, sem margir hafa verið andsnúnir aðild að Evrópusambandinu, en þeir hinir sömu ættu að kynna sér aug- lýsingu fundarins aðeins betur. Frummælandinn er nefnilega enginn annar en Smedshaug frá Noregi, sérfræðingur norsku bændasamtakanna sem ætlar að fjalla um ástæður þess að norskir bændur telja sig betur setta utan sambandsins. Önnur sjónarmið verða auðvitað ekki á dagskrá; enginn mun fjalla um aðstæður bænda í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og fleiri löndum innan ESB. Var engin leið að hugsa aðeins út fyrir rammann? Bændur og ESB Kauphöllin, sem innanbúðar nefnist NASDAQ OMX Kauphöll, hefur formlega svipt hulunni af nýrri vefsíðu. Reyndar er talað um „nýjan vefheim“. Gamla síðan var ágæt sem slík. Eftir kaup norrænu kauphallarsam- stæðunnar OMX á Kauphöllinni breyttist sviðið umtalsvert enda opnaðist þar gluggi út í stór- an heim. Vefheimurinn, eins og Kauphöllin kýs að kalla síðuna, varð eftir því flókin og illskilj- anleg. Byrjendur fótuðu sig þar illa í upphafi. En líkt og ung- barna er siður náðu þeir fótfestu í tímans rás. Illkvittnum varð á orði í vikunni að með nýjum „heimi“ Kauphallarinnar væri sem fótunum hefði verið kippt undan honum. Verði hann nú að kalla eftir upplýsingum úr Kauphöllinni til að fóta sig í nýjum og breyttum heimi. Flókinn heimur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.