Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. desember 2008 11 fyrir Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Blandari MMB 2000 600 W. Hægt að mylja ísmola. Bikar úr gleri. Tekur 1,75 lítra. Jólaverð: 10.900 kr. stgr. Matvinnsluvél MK 55100 800 W. 3,8 lítra skál. Með 1,5 lítra blandara. Jólaverð: 13.900 kr. stgr. Töfrasproti MQ 5B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.600 kr. stgr. Ryksuga VS 01E1800 1800 W. Virkilega þrífandi hrífandi. Jólaverð: 15.900 kr. stgr. iittala pottar og pönnur á 15% afslætti til jóla. Eru úr 18/10 ryðfríu stáli, hafa margfaldan botn og mikla hitaleiðni. Ganga á öll helluborð. 114.900 129.900 Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: kr. stgr. Þurrkari WT 44E102DN Tekur 7 kg. Gufuþétting, enginn barki. Jólaverð: kr. stgr. 86.900 Espressó-kaffivél TK 52002 Alsjálfvirk kaffivél sem malar baunir og býr til ýmsa kaffidrykki. Jólaverð: kr. stgr. ALÞINGI Fjármálaráðherra vill breyta lögum um áfengisverslun og skjóta lagastoðum undir sérstaka álagningu ÁTVR á áfengi. Frumvarpi þess efnis var dreift í þinginu í gær. Nýverið komst umboðsmaður Alþingis að því að sérstök álagning ÁTVR stæðist ekki lög og bregst fjármálaráðherra við með frumvarpi til lagabreytinga. Jafnframt er í frumvarpinu heimild til ÁTVR til að innheimta gjald af heildsölum vegna kostnaðar sem fellur til þegar nýjar vörutegundir eru teknar í vínbúðir. Kemur hann til vegna „skráningar, könnunar og annarra nauðsynlegra ráðstafana,“ segir í greinargerð. - bþs Umboðsmanni Alþingis mætt: Stoðum skotið undir gjaldtöku BANDARÍKIN, AP Rod Blagojevich, ríkisstjóri í Illinois, var handtek- inn í gær fyrir að hafa ætlað sér að selja til hæstbjóðanda öldunga- deildarþingsæti Baracks Obama, sem hverfur af þingi þegar hann verður forseti Bandaríkjanna í byrjun næsta árs. Ríkisstjórinn var einnig ákærður fyrir að hafa hótað því að neita dagblaðinu Chicago Tribune um fjárstuðning frá ríkinu, nema því aðeins að úr ritstjórn blaðsins verði reknir þeir sem gagnrýnt hafa störf hans. - gb Ríkisstjóri Illinois handtekinn: Bauð þingsæti Obamas til sölu ROD BLAGOJEVICH Ákærður fyrir spill- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDAMÁL Verð á eldsneyti hefur lækkað síðustu daga og búast má við að það lækki enn frekar, að mati Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB. Bensínið hefur lækkað um 12 til 13 krónur og dísilolían heldur meira, eða um 16 til 17 krónur, miðað við tölur sem fengust hjá FÍB í gærmorgun. Útsöluverð á bensíni var í gær í sjálfsaf- greiðslu á þjónustustöðvum að meðaltali 136,80 krónur og lítrinn af dísilolíu kostaði 163,40 krónur. Algengasta verð hjá sjálfsaf- greiðslustöðvunum var 135,10 til 135,20 krónur á bensínlítrann og 161,80 eða 161,90 krónur á dísilolíulítrann. Runólfur telur að í vændum sé enn meiri verðlækkun og segir að dísilolían mætti lækka um5 til 6 krónur á lítrann og bensínið mætti líka lækka um nokkrar krónur. Hann segir að álagning á dísilolíunni hafi aldrei verið jafnhá eins og upp á síðkastið. Álagningin hafi hækkað áberandi mikið frá því í haust. „Frá því þessar verðlækkanir komu til í síðustu viku hefur kostnaðarverð á hvern dísilolíulítra lækkað um 19 krónur. Undirliggj- andi eru því 5 til 6 krónur þannig að dísilolían gæti lækkað meira. Bensínlækkunin hefur verið nær kostnaðarverði en þar er samt enn undirliggjandi lækkun. Við megum því búast við frekari lækkunum,“ segir hann. Runólfur segir að ástæðan fyrir lækkun eldsneytisverðs sé lækkun á heimsmarkaðs- verði og styrking krónunnar síðustu daga. - ghs LÆKKANIR Eldsneytisverð hefur lækkað síðustu daga vegna lægra heimsmarkaðsverðs og styrkingar krónunnar. Bensín hefur lækkað um 12 krónur og dísilolía um 16 krónur hérlendis undanfarna daga: Meiri eldsneytislækkun í vændum ÍTALÍA Áttatíu og tveggja ára ítalskur karlmaður, sem tekið hafði inn stinningarlyfið Viagra, skelfdi eiginkonu sína svo mikið að hún hringdi í lögregluna. Konan, hin 69 ára gamla Carla, óttaðist að maður hennar, Giovanni di Stefano frá Palermo, fengi hjartaáfall af æsingi. Hún sagði því lögreglunni að hún óttaðist að svo mikil ást hefði banvænar afleiðingar fyrir eiginmann hennar. Heimsókn lögreglunnar bar tilætlaðan árangur því ástaráhugi manns- ins dvínaði snarlega við heim- sóknina. - ovd Aldraður ítalskur elskhugi: Lögregla slökkti ástareldinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.