Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 12
12 10. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Í febrúar 2008 skrifuðu ríkisstjórn Íslands og aðilar vinnumarkaðarins undir yfirlýsingu um að stefna skuli að því að ekki verði meira en 10% fólks á íslenskum vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- og framhaldsskólamenntunar árið 2020. Á ráðstefnunni verða ræddar mögulegar aðgerðir og leiðir að þessu markmiði, hvernig unnt sé að efla mannauð á krepputímum, hlutkverk fyrirtækja í eflingu starfshæfni og ný frumvarpsdrög um framhalds- fræðslu verða kynnt. Afurðir verkefna sem Menntaáætlun ESB hefur styrkt verða til sýnis á ráðstefnunni og í lok hennar verða veittar gæðaviðurkenningar til fyrirmyndarverkefna Leonardó starfsmenntaáætlunarinnar. DAGSKRÁ Ráðstefnustjóri: Jón Sigurðsson, rekstrahagfræðingur 9.00 Nemendur úr Austurbæjarskóla flytja tónlist 9.10 Framtíðarsýn um menntunarþörf vinnumarkaðarins árið 2020 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 9.20 How can industry contribute to enhancing employability ? Jennifer Arcuni, yfirmaður alþjóðamála hjá Randstad vinnumiðlunni í Hollandi 10.15 Kaffi 10.45 Empowering human resources in times of financial crisis Hanna Liski, forstjóri vinnumálaþjónustu Vinnumiðlunarinnar í Turku, Finnlandi 11. 10 Hópurinn sem um er að ræða? Lárus Blöndal, deildarstjóri atvinnu- og félagsmáladeildar Hagstofunnar 11.30 Kynning á vinnu samráðshóps vegna erfiðrar stöðu á vinnumarkaði Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 12.00 Ný lög um framhaldsfræðslu á Íslandi - kynning á frumvarpsdrögum Stefán Stefánsson, deildarstjóri símenntunardeildar menntamálaráðuneytis 12.30 Léttur hádegisverður 13.30 Hringborðsumræður og vinnustofur • Hindrun brotthvarfs úr framhaldsskólum • Vinnustaðurinn sem námsumhverfi • Símenntunarmiðstöðvar og tenging þeirra við framhaldsskóla • Náms- og starfsráðgjöf til fólks á vinnumarkaði, raunfærnimat og frekara nám 15.30 Kaffi 16.00 Samantekt úr vinnustofum og ráðstefnuslit Jón Sigurðsson, ráðstefnustjóri 16.15 Afhending gæðaviðurkenninga Leonardó starfsmenntaáætlunarinnar 16.30 Léttar veitingar og tónlist Ráðstefnugjald er 3.500 krónur. Skráning fer fram á heimasíðu Menntaáætlunar ESB, www.lme.is eða í síma 525 4900. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR RÁÐSTEFNA UM MENNTUN FÓLKS Á VINNUMARKAÐI, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER, HÓTEL SÖGU Hringdu í síma ef blaðið berst ekki GRIKKLAND, AP Framhald varð á átökum lögreglu við grísk ung- menni í gær þegar fimmtán ára piltur, sem lögreglumaður varð að bana á laugardag, var jarðsung- inn. Um sex þúsund manns mættu í jarðarförina. Skólar um allt land voru lokaðir og í miðborg Aþenu komu hundruð kennara og nem- enda saman til að mótmæla stjórn- inni. George Papandreou, leiðtogi Sósíalistaflokksins, krefst þess að Costas Karamanlis forsætisráð- herra og ríkisstjórn hans segi af sér hið fyrsta og boðað verði til kosninga. „Stjórnin er ófær um að takast á við þetta ástand og hefur glatað trausti þjóðarinnar,“ segir Pap- andreou. „Það besta sem hún getur gert er að segja af sér og láta þjóð- ina um að finna lausn,“ og bætti síðan við: „Við munum vernda almenning.“ Ríkisstjórn landsins hefur aðeins eins þingsætis meirihluta á 300 sæta þingi Grikklands. Stjórnarandstaðan segir að afskiptaleysisstefna stjórnarinn- ar eigi sök á óeirðunum, sem eru þær verstu sem orðið hafa í land- inu í áratugi. Mikil óánægja hefur verið í Grikklandi lengi vegna efnahags- ástandsins, sem er erfitt. Nærri þriðjungur landsmanna er talinn vera við fátæktarmörk eða undir þeim. Ungmenni eiga erfitt með að fá vinnu, þótt yfirgnæfandi meirihluti þeirra sé vel menntað- ur. „Dauði þessa drengs var drop- inn sem fyllti mælinn hjá okkur,“ segir Petros Constantinou, starfs- maður Sósíalíska verkamanna- flokksins. „Þessi stjórn vill að hinir fátæku borgi fyrir öll vanda- mál þjóðarinnar, aldrei hinir ríku, og þeir halda þeim sem mótmæla í skefjum með lögreglukúgun.“ Óeirðirnar brutust út á laugar- daginn eftir að lögregluþjónn skaut til bana fimmtán ára pilt, sem var í hópi ungmenna í mið- borg Aþenu. Einn lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir morð og bæði forseti landsins og félag lögregluþjóna hefur beðið fjöl- skyldu piltsins afsökunar. Um allt land hafa ungmenni brugðist reið við þessu atviki og haldið út á götur dag eftir dag til að mótmæla. Innan um eru hópar, sem sýna hörku, kasta grjóti og eldsprengjum að lögreglunni, brjóta rúður og kveikja í verslun- um og bifreiðum. gudsteinn@frettabladid.is Vilja afsögn ríkisstjórnar Ekkert lát á óeirðum í Grikklandi. Jarðarför piltsins, sem lögregluþjónn skaut á laugardag, snerist upp í átök. Papandreou krefst afsagnar stjórnarinnar. TÁRAGAS Í AÞENU Mótmælendur reyna að forðast táragas sem lögreglan í Grikklandi hefur beitt óspart síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP SLÁTRUN Í LAHORE Fjöldi fórnardýra var færður til slátrunar á fyrsta degi fórnarhátíðar múslima víða um heim í gær, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í borginni Lahore í Pakistan. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, SGS, segir að útrás- arfyrirtækið Bakkavör Group hafi „skipað sér á bekk illa þokkaðra fyrirtækja í Evrópu og á heims- vísu að mati launþegasamtaka“ í grein sem hann skrifar á vef SGS undir fyrirsögninni „Bakkavör á svörtum lista“. Skúli segir að Bakkavör virðist eiga við fjárhagserfiðleika að stríða og stefni í uppsagnir um 2.000 af 14.000 starfsmönnum í Bretlandi. Bakkavör virðist ekki fara að lögum um evrópskt sam- starfsráð í fjölþjóðlegum fyrir- tækjum á Evrópska efnahags- svæðinu. Þá hafi fyrirtækið ekki viljað undirgangast „þá eðlilegu kröfu að virða grundvallarréttindi launafólks og hafnar samstarfi við hina evrópsku og alþjóðlegu verkalýðshreyfingu.“ Skúli grein- ir frá því að Bakkavör hafi brotið á bak aftur tilraun starfsmanna til að stofna verkalýðsfélag í Banda- ríkjunum og forystumönnum starfsmanna og verkalýðssinnum þar verið sagt upp eða hótað upp- sögnum ef félag yrði stofnað. Skúli segir að alþjóðasamtökun- um hafi borist beiðni um aðstoð þar sem Bakkavör hafi ekki viljað semja við bandaríska starfsmenn og dregið í efa rétt þeirra til að stofna verkalýðsfélag. Samband hafi verið haft við SGS og haldinn fundur með Ágústi Guðmunds- syni, forstjóra Bakkavarar, og síðar með öðrum stjórnanda fyrir- tækisins. Hjá Bakkavör hafi komið fram að farið hafi verið að lögum í Bandaríkjunum þar sem ekki sé skylt að gera kjarasamning við starfsmenn. Félagið fylgi leikregl- um um grundvallarréttindi launa- fólks en hafi þá stefnu að skrifa ekki undir viljayfirlýsingar. Samstarfi „um úrbætur og aðstoð við að vinna hlutina rétt og lögum samkvæmt, var hafnað“, segir Skúli og bætir við að málefni Bakkavarar séu nú í skoðun hjá stéttarfélögum í Evrópu. Ekki náðist í Ágúst og Lýð Guð- mundssyni, eigendur Bakkavarar. - ghs Á BEKK ILLA ÞOKKAÐRA Skúli Thor- oddsen, framkvæmdastjóri SGS, segir að Bakkavör hafi „skipað sér á bekk illa þokkaðra fyrirtækja í Evrópu“. Framkvæmdastjóri SGS gagnrýnir stjórnendur Bakkavarar fyrir framgöngu gagnvart launafólki erlendis: Segir Bakkavör á svörtum heimslista Þessi stjórn vill að hinir fátæku borgi fyrir öll vandamál þjóðarinnar, aldrei hinir ríku, og þeir halda þeim sem mótmæla í skefjum með lögreglukúgun. PETROS CONSTANTINOU STARFSMAÐUR SÓSÍALÍSKA VERKAMANNA- FLOKKSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.